Sæll Ponzer.
Rétt athugað með asymmetric routing. Það er tekið fram í "Um Netvaktina" (undir Hvað mælist ekki?) að mælingin gildi fyrir útleiðina, einmitt þar sem leiðirnar eru ekki alltaf samhverfar.
Varðandi RIPE Atlas og BGP tól:
Þau eru vissulega öflug, en markmiðið með þessu hjá mér er að einfalda þessar upplýsingar. Ég vil geta svarað spurningunni "Er internetið í lagi?" á mannamáli fyrir Ísland.
Síður eins og bgp.he.net eru ekki læsilegar fyrir almenning. Ég hugsaði þetta meira sem "Veðurstöð" fyrir fólkið, ekki bara "Barometer" fyrir veðurfræðinga.
Staðan núna er experimental
Þetta er fyrsta útgáfa og ég er enn að gera tilraunir með bestu aðferðafræðina og því frábært að fá innlegg um þetta.
Núverandi gögn eru takmörkuð við minn mælipunkt.
Til að þetta verði marktækara þarf fleiri mælipunkta:
Ég er búinn að pakka "Probunni" í Docker gám sem er tilbúinn til keyrslu. Ef þú (eða aðrir) eruð til í að keyra gáminn og hjálpa til við að stækka mælinetið, endilega heyrið í mér.