Henjo skrifaði:Lexxinn skrifaði:Henjo skrifaði:Og ekki gleyma niceair.
NiceAir fór ekki í þrot vegna rekstrarörðuleika heldur braut leigusali gegn samningi um að supplya vélar/flug og því gat NiceAir ekki staðið við skuldbindingar sínar um að ferja fólk. Þeir gátu ekki nógu tímanlega fundið annan til að hlaupa í skarðið og því var ekki séð fram á annað en að loka félaginu á sínum tíma. Framkvæmdastjóri félagsins hefur ekki falið sig þegar kemur að gagnrýni og segist bera stóra ábyrgð á því hvernig fór en það hafi samt sem áður að stóru leyti verið úr hans höndum sem ég hef fullan skilning á.
Meinar, vissi það ekki. Útskýrir afhverju þeir flugu ekki lengur en bara 10 mánuði. Hefði verið áhugavert að sjá hvernig þetta hefði gengið.
Módelið var flott, þeir voru hógværir og ætluðu að halda sig við vinsæla en fáa staði og flugu max 2x/viku minnir mig á hvern stað. Minnir þeir hafi einungis verið með tvær vélar. Þeim var kippt undan NiceAir á einu bretti. Hef fullan skilning fyrir að þetta hafi "hrunið" eftir þær skýringar og leiðinlegt fyrir norðanfólk þar sem mér skylst að sætanýting hafi verið góð.
Þó ég hafi engin tengsl við félagið þykir mér óréttlátt að það sé sett undir sama hatt og WOW: sem féll útaf útrásarvíkingastíl með "fancy" flugum til Miami frekar en hógværni og halda sig við það sem gengur og er arðbært.