Síða 7 af 35

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 21:33
af appel
HalistaX skrifaði:
rapport skrifaði:Að gera ekkert og horfa bara alltaf á er þátttaka af verstu gerð.

Það er þetta aðgerðaleysi sem hleypir stríði af stað, að einhver túlki þögnina sem leyfi til að halda áfram á meðan ekkert er gert.

NATO ætti að hjálpa og stíga inn í þetta sem fyrst.

Þú ert tæknilega séð að gera ekkert með því að ætlast til þess að einhverjir aðrir geri eitthvað.

Útaf því að það er ekkert sem þú getur gert. Ekki ég heldur. Enginn okkar getur gert neitt í þessu. Appel gæti jú kannski farið í Costco og slegist um klósettpappír.

Annars er ég ekki að segja að horfa bara á, ég er að segja smitast ekki af geðveikini. Þegar það kemur að því að við getum gert eitthvað, eins og tekið á móti flóttamönnum, þá skulum við sjá til þess að við gerum eins mikið og við mögulega getum. En þangað til, þá er það tilgangslaust að hringrunka sér uppúr þessu dóti.


Já, þessi víðfræga ferð mín í costco :D hef aldrei á ævinni farið í costco, lol. Held ég eigi kannski 4 rúllur í skápnum núna, kannski maður þyrfti að fara í costco og kaupa þessar víðfrægu rúllur.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 21:41
af GuðjónR
Svo er alveg möguleiki að Pútín sé í sjálfsmorðshugleiðingum og ætli sér sð taka heiminn með sér.
Hann er augljóslega snargeðveikur og til alls líklegur...
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/ ... norkuvopn/

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 21:48
af HalistaX
appel skrifaði:
HalistaX skrifaði:
rapport skrifaði:Að gera ekkert og horfa bara alltaf á er þátttaka af verstu gerð.

Það er þetta aðgerðaleysi sem hleypir stríði af stað, að einhver túlki þögnina sem leyfi til að halda áfram á meðan ekkert er gert.

NATO ætti að hjálpa og stíga inn í þetta sem fyrst.

Þú ert tæknilega séð að gera ekkert með því að ætlast til þess að einhverjir aðrir geri eitthvað.

Útaf því að það er ekkert sem þú getur gert. Ekki ég heldur. Enginn okkar getur gert neitt í þessu. Appel gæti jú kannski farið í Costco og slegist um klósettpappír.

Annars er ég ekki að segja að horfa bara á, ég er að segja smitast ekki af geðveikini. Þegar það kemur að því að við getum gert eitthvað, eins og tekið á móti flóttamönnum, þá skulum við sjá til þess að við gerum eins mikið og við mögulega getum. En þangað til, þá er það tilgangslaust að hringrunka sér uppúr þessu dóti.


Já, þessi víðfræga ferð mín í costco :D hef aldrei á ævinni farið í costco, lol. Held ég eigi kannski 4 rúllur í skápnum núna, kannski maður þyrfti að fara í costco og kaupa þessar víðfrægu rúllur.

Skeði það 4real? Sá bara einhvern vitna í það rétt á undan mér að þú hafir týnst í skeinaranum í byrjun Covid, það var það fyrsta sem ég hafði heyrt af þessu... OG Í COSTCO????? :LOL:

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 21:51
af appel
GuðjónR skrifaði:Svo er alveg möguleiki að Pútín sé í sjálfsmorðshugleiðingum og ætli sér sð taka heiminn með sér.
Hann er augljóslega snargeðveikur og til alls líklegur...
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/ ... norkuvopn/

Sagt að kallinn sé með Parkinsson, og hann sé búinn að átta sig á því að hann eigi skammt eftir sem leiðtogi rússlands þar til honum yrði komið frá vegna sjúkdómsins líklega, þar til hann byrjar að skjálfa herfilega.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 21:58
af GuðjónR
:-$
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Svo er alveg möguleiki að Pútín sé í sjálfsmorðshugleiðingum og ætli sér sð taka heiminn með sér.
Hann er augljóslega snargeðveikur og til alls líklegur...
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/ ... norkuvopn/

Sagt að kallinn sé með Parkinsson, og hann sé búinn að átta sig á því að hann eigi skammt eftir sem leiðtogi rússlands þar til honum yrði komið frá vegna sjúkdómsins líklega, þar til hann byrjar að skjálfa herfilega.

Það hljómar ekki vel, sagan segir að Hitler hafi þjáðst af Parkinson's líka. :wtf

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 22:12
af appel
JUST NOW

Rússneskir bankar fjarlægðir úr SWIFT

Rússneski seðlabankinn settur í bann

Þetta jafngildir algjöru efnahags og fjármálstríði við Rússland. Núna þurfa þeir að banka á dyrnar hjá kínverjum, en bankarnir þar hafa nú þegar lokað á þá.

https://www.bbc.com/news/world-60542433

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 22:34
af jonfr1900
Hérna er andstaðan sem Rússland er að mæta núna í Úkraínu.

[Tengill fjarlægður. Þetta er gamalt myndband sem er í umferð eins og það sé nýtt og frá innrás Rússlands í Úkraínu á síðustu dögum. Það er mikið um svoleiðis í umferð núna og sleppur alltaf eitthvað í gegn. Þó svo að ég reyni að fara varlega.]

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 22:39
af appel
jonfr1900 skrifaði:Hérna er andstaðan sem Rússland er að mæta núna í Úkraínu.

https://twitter.com/da_masse/status/1497693155881275398


Ég er sannfærður um að rússar hafa tapað þessari innrás. Það er ALGJÖR andstaða í Úkraínu, og hún mun ekki hætta, og vesturveldin munu ekki hætta að veita úkraínumönnum vopn, jafnvel þó Kíev falli eða forsetinn falli, mótspyrnan heldur áfram og mun bíta Rússland illilega.

Svo er Rússland basically orðið gjadlþrota eftir að hafa verið sett út í kuldann í alþjóðlega fjármála- og bankakerfinu, þeir eiga smá forða, en duga ekki lengi í raun án þess að lýðurinn í rússlandi gerir byltingu.

Þeir eru að keyra á gufunni.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 22:51
af agnarkb
appel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Hérna er andstaðan sem Rússland er að mæta núna í Úkraínu.

https://twitter.com/da_masse/status/1497693155881275398


Ég er sannfærður um að rússar hafa tapað þessari innrás. Það er ALGJÖR andstaða í Úkraínu, og hún mun ekki hætta, og vesturveldin munu ekki hætta að veita úkraínumönnum vopn, jafnvel þó Kíev falli eða forsetinn falli, mótspyrnan heldur áfram og mun bíta Rússland illilega.

Svo er Rússland basically orðið gjadlþrota eftir að hafa verið sett út í kuldann í alþjóðlega fjármála- og bankakerfinu, þeir eiga smá forða, en duga ekki lengi í raun án þess að lýðurinn í rússlandi gerir byltingu.

Þeir eru að keyra á gufunni.


Þetta stríð þeirra er víst að kosta þá $20bln per dag - þannig að þetta er mjög fljótt að fara.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 22:59
af appel
Ég hef sagt, að úkraínumenn eru að berjast fyrir Evrópu. Með því að veita svona miklu mótspyrnu svona lengi þá eru þeir að koma í veg fyrir að rússar muni ráðast inn í annað land. Það er ábyrgð okkar að veita Úkraínu sem mestu aðstoð og við getum, að gefa rússum almennilegt hnefahögg svo þeim detti ekki í hug að ráðast aftur inn í annað land, hvað þá nató land, eða Finnland sem dæmi. Hámarka algjörlega kostnaðinn fyrir þá. Þessvegna hef ég viljað slökkva á öllu interneti þeirra, tölvum, farsímum og hvaðeina.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 23:25
af GuðjónR
Þetta ætlar að verða Víetnamstríð Rússa, algjör niðurlæging eða tortýming. Las viðtal í dag þar sem Pútín lýsti því hvernig hann sem barn króaði af rottu sem stökk á hann á endanum, í þessu tilfelli eru Rússar rottan. Spurningin er hvað hvað gerist þegar þeir verða komnir út í horn.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 23:26
af jonfr1900
Rúblan er að verða verðlaus og þetta á eftir að taka dýfu á Mánudaginn.

FMjyLT8XwAE_pZG.jpg
FMjyLT8XwAE_pZG.jpg (84.87 KiB) Skoðað 1345 sinnum

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 23:32
af appel
Kína mun ekki veðja lengur á Rússland. Ég hef grun um að þeir ætli að svíkja þá.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 26. Feb 2022 23:39
af SolidFeather
jonfr1900 skrifaði:Hérna er andstaðan sem Rússland er að mæta núna í Úkraínu.

https://twitter.com/da_masse/status/1497693155881275398



Ackchyually, þá er þetta vídjó síðan 2014.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 00:14
af jonfr1900
SolidFeather skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Hérna er andstaðan sem Rússland er að mæta núna í Úkraínu.

https://twitter.com/da_masse/status/1497693155881275398



Ackchyually, þá er þetta vídjó síðan 2014.


Takk fyrir að láta mig vita. Það er mikið af svona röngum myndböndum í umferð núna og það er vonlaust fyrir mig að vita hvað er nýtt og hvað ekki.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 01:25
af jonfr1900
Putin notar ekki síma, er ekki á internetinu og er mjög einangraður.

Twitter.

https://twitter.com/biannagolodryga/sta ... 9670994944

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 01:28
af jonfr1900
Einn af yfirmönnum Gazprom fannst látinn og framdi "sjálfsmorð".

https://twitter.com/MarketRebels/status ... 9490767881

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 04:39
af appel
Ég vona að menn hér átti sig a því að við erum nú í stríði við rússland.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 10:25
af mikkimás
appel skrifaði:Ég vona að menn hér átti sig a því að við erum nú í stríði við rússland.

Við erum líka enn í viðskiptasambandi við þá, eins og flestar aðrar þjóðir.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 10:39
af GuðjónR
mikkimás skrifaði:
appel skrifaði:Ég vona að menn hér átti sig a því að við erum nú í stríði við rússland.

Við erum líka enn í viðskiptasambandi við þá, eins og flestar aðrar þjóðir.

Það fellur um sjálft síg.
Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að loka á aðgang rússneskra flugvéla að íslenskri lofthelgi og rússneskir ferðamenn geta ekki komið til Íslands því stjórnvöld hafa lokað fyrir vegabréfsáritanir þeirra til landsins.
https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/rus ... arsely-api

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 11:00
af mikkimás
Er Evrópa/US þá að loka fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi?

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 11:03
af mikkimás
GuðjónR skrifaði:
mikkimás skrifaði:
appel skrifaði:Ég vona að menn hér átti sig a því að við erum nú í stríði við rússland.

Við erum líka enn í viðskiptasambandi við þá, eins og flestar aðrar þjóðir.

Það fellur um sjálft síg.
Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að loka á aðgang rússneskra flugvéla að íslenskri lofthelgi og rússneskir ferðamenn geta ekki komið til Íslands því stjórnvöld hafa lokað fyrir vegabréfsáritanir þeirra til landsins.
https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/rus ... arsely-api

Skjámynd 2022-02-27 110245.png
Skjámynd 2022-02-27 110245.png (297.01 KiB) Skoðað 1089 sinnum

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 11:47
af mikkimás

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 13:21
af mikkimás
Hraðbankar í Moskvu eldsnemma í morgun ef rétt reynist:

https://twitter.com/taxfreelt/status/14 ... Ta2N4SpjiA

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Sun 27. Feb 2022 13:26
af appel
Skv rt news (málpípu rússneskra stjórnvalda) þá hefur Pútín fyrirskipað kjarnorkusveitum að vera í hæsta viðbúnaðarstigi. Hvað það þýðir veit maður ekki, en ljóst er að stríð rússa í Úkraínu er alls ekki að fara einsog þeir hugsuðu sér, úkraínumenn hafa barist hetjulega gegn innrásarhernum. Svo hafa þeir líklega ekki búist við að vesturlönd myndu standa svona vel saman og setja svona miklar þvinganir á Rússland. Sagt að Pútín sé að tapa sér yfir þessu ástandi.

Ég vona bara að rússar sjálfir stöðvi þennan Pútín brjálæðing. Vantar einhvern til að assineita þennan Pútín áður en hann veldur heiminum meiri skaða.