AI búbblan byrjuð leka...

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf gnarr » Mið 28. Jan 2026 01:12

OpenAI byrjað að hægja á ráðningum. Þetta er klárlega vísbending um að þetta sé byrjað að hrynja.

https://www.businessinsider.com/sam-altman-said-openai-plan-dramatically-slow-down-hiring-ai-2026-1


"Give what you can, take what you need."


emil40
/dev/null
Póstar: 1493
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 227
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf emil40 » Mið 28. Jan 2026 01:20

Ekki sammála. Þetta er ekki „hrynjandi búbbla“ — þetta er þroskastig.
Að hægja á ráðningum ≠ að allt sé að fara í vaskinn.
Þetta þýðir einfaldlega: „við erum komin með verkfæri sem gera 10 manns að 50.“
OpenAI er ekki að skera niður, ekki að loka, ekki að bakka út.
Þeir eru að segja: „við þurfum ekki lengur að blása upp starfsfólk til að sýnast vaxa.“
Gamla módelið:
ráða → ráða → ráða → panikk → uppsagnir
Nýja módelið:
AI → framleiðni → hægari, markviss ráðning
Ef þetta væri búbbla að springa, þá sæjum við:
fjöldauppsagnir ❌
niðurskurð á verkefnum ❌
minnkandi notkun ❌
Í staðinn sjáum við:
meiri afköst á hvern starfsmann
meiri tekjur á haus
meiri varfærni (sem er hollt, ekki veikleikamerki)
Þetta er ekki dot-com 2000.
Þetta er cloud/automation 2.0 — nema núna er verið að læra af sögunni.


| Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950X | X870E AORUS PRO ICE | RTX 5090 GameRock 32GB | 3×4TB 9100 Pro NVMe RAID0 | 16TB + 2x 20TB HDD | 96GB DDR5-6000 Trident Royal Neo Gold | Straight Power 12 1500W | Samsung Odyssey OLED G9 | Soundcore Q30 |

„Langbesta dótið á vaktinni – Moldvarpan, 2025.“

Skjámynd

Höfundur
gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf gnarr » Mið 28. Jan 2026 01:42

þú gerir þér grein fyrir að OpenAI er rekið í klikkuðu mínus?


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8752
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1405
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf rapport » Mið 28. Jan 2026 07:34

gnarr skrifaði:þú gerir þér grein fyrir að OpenAI er rekið í klikkuðu mínus?


Rekstur fyrirtækja á ekki að vera að skila fastri prósentu af tekjum sem hagnaði.

Tilgangurinn er að reksturinn standi undir sér og markmiðið er að í besta falli þá fá hluthafar smá arð greiddann.

Amazon...
Mynd


En að því sögðu þá er ég búinn að segja upp áskriftinni hjá þeim og farinn að nota DeepSeek til daglegs brúks, sú gervigreind finnst mér koma með hnitmiðaðri niðurstöður sem passa betur við það sem ég er að leita að.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1721
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf Stutturdreki » Mið 28. Jan 2026 09:33

rapport skrifaði:Tilgangurinn er að reksturinn standi undir sér og markmiðið er að í besta falli þá fá hluthafar smá arð greiddann.

Rekstur OpenAI stendur ekki undir sér og fjárfestar eru tæplega að fara að fá biljónirnar sínar til baka. Hvað gerist þegar þeir fá ekki smá arðinn sinn?

PS. AI og AI þróun hættir ekki þótt bólan springi, væntingarnar í dag eru bara gífurlega óraunhæfar.



Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 378
Staða: Ótengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf Henjo » Mið 28. Jan 2026 09:39

OpenAI mun fara á hausinn á næsta 1-2 ári, en það mun auðvitað ekki vera "ó nei, chatgpt fór á hausinn", heldur "Microsoft innleiðir OpenAI og tekur yfir, Sam Altman fær 10 milljarða dollara bónus"




Sinnumtveir
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 183
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...Tja

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 28. Jan 2026 09:49

Tjaaaaah, stundum í örum vexti er etv rétta leiðin (og akkúrat á þeim tímapunkti sú skilvirkasta) að hrúga bara búkum í dæmið til að reyna að anna eftirspurn og hraða þróun en með tíð og tíma reynist það auðvitað afar (og alveg sérstaklega) óskilvirkt.

Þá er eitt af því sem þarf að gera: losna við starfskrafta sem ekki þjóna hagsmunum fyrirtækisins og hjá fyrirtæki eins og OpenAI þá skipta þeir örugglega þúsundum.

Sjáið bara Meta sem klárlega hefur vanrækt þetta. 70 þúsund starfsmenn og af því sem maður upplifir á netinu er þar ekki einn einasti maður sem getur forritað sig út úr bréfpoka, sem sagt getuleysi með algerum ólíkindum.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 28. Jan 2026 09:54

Held að mjög fáir hafi reiknað með að OpenAI yrði ofan á í þessu kapphlaupi.

OpenAI hefur bara ekki náð að breyta vinsældum sínum í tekjur og það blæðir væntanlega fé sem það á ekki í að vera svona vinsælt.

Fyrirtækið hefði í raun þurft að vera keypt af stærri aðila sem getur búið til tekjurnar.

Annað atriði er það að OpenAI hefur ekki sama upplýsingamagn og t.d. Google, Microsoft og Meta til að þjálfa líkanið sitt. Eitthvað sem var væntanlega að halda aftur af þeim.

Hvað eru margir keppendur eftir ef OpenAI rúllar á morgun?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8752
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1405
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: AI búbblan byrjuð leka...

Pósturaf rapport » Mið 28. Jan 2026 10:06

Gaf mér 10min í að skoða þetta og spurði ekki AI... en...

OpenAI virðist enn vera í fjármögnunarferli (Ventur Capital), fyrirtækið er ekki skráð á markað.

Verðhækkanir milli "seed phases" í fjármögnuninni er mikið hollustumerki + enginn fjárfestir hefur svikið OpenAI í ferlinu (það er yfirleitt vísbending um að allt sé að fara í skrúfuna)

Ég er á sömu skoðun og @Henjo, Microsoft á þetta með húð og hári og er bara að nýta sér orðsporið til að "ride the wave"...

Þetta virðist ætla að verða tækni sem verður gleypt inn í Microsoft við fyrsta tækifæri, umleið og það fer að halla undan fæti (sem er yfirvofandi).

Í stað þess að OpenAI fari á markað þá mun Micrsosoft líklega yfirtaka félagið og greið aöðrum fyrir það með hlutafé í Microsoft eða í beinhörðum peningum.

Núverandi eigendur eru líklega aðreyna blása upp verðmiðann til að fá sem mest fyrir sinn snúð þegar þar að kemur.

https://finance.yahoo.com/quote/OPAI.PV ... 3ZmXxEMsHh