Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8684
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1397
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf rapport » Fös 26. Des 2025 10:52

Núna um jólin átti ég samtöl við fólk í fjölskyldunni sem hefur staðið í eða stóð í atvinnurekstri alla sína starfsævi, frá þeim tíma að fólk notaði reiknistokka, yfir í reikninvélar, yfir í mainframe, yfir í excel á útstöðvum, yfir í sérhæfð bókhaldskerfi.

Samtalið fór mikið yfir í AI og hversu heillað fólk er af þessari tækni og hvernig það sér fyrir sér að áhrifin verði, sérstaklega þegar einhverjir róbotar munu bætast við s.s. að AI fái physical viðmót gagnvart notendum en ekki bara stafrænt.

En það sem við töluðum okkur inná var að hugtakið "þekkingarfyrirtæki" er líklega að fara deyja út og verktakafyrirtæki sem bjóða aðgang að verkviti og þekkingu sem er ekki fólgin í lögvernduðum störfum, að AI muni líklega valda því að það verði ódýrara að ráða fólk í vinnu til að nota AI frekar en að standa í veseni við að gera ótal samninga og vera í samskiptum við ótal birgja.

t.d. þegar UT þjónusta og rekstur snýst ekki lengur um að sjá um vélbúnað, bara configga net og fjarskiptabúnað og sýsla með skýjaþjónustur og helst skv. stöðluðu verklagi ITIL, ISO, ITSM þar sem verkumsjónarkerfið hefur hingað til verið passive beiðnakerfi, er kannski orðið AI enhanced vinnufélagi sem fer yfir það sem þú gerir og gefur feedback og aðstoðar með öruggt config og patch management á tækjum og skýjaþjónustum með allra nýjustu upplýsingum, þá er orðið öruggara og ódýrara að hafa auðlindir in-house uppá viðbragð o.þ.h.

Það sama gildir um bókhald og fjármálastjórnun, þar hefur "reksturinn" á þjónustunni verið niðursoðinn í að helstu verkefni eru að bóka reikninga eftir að nýmóðins AI enhanced kerfum hefur verið stillt upp.

Jafnvel í stærri fyrirtækjum þá er almenn mannauðsstjórnun orðin nokkuð AI enhanced og sjálvirknivædd með nýjustu ráðninga- og fræðslukerfum. Sérstaklega ef þú bætir við ticketting fyrir öll samskipti. AI er noptað til að yfirfara umsóknir og maður hefur heyrt um að AI sé notað til að yfirfara videoviðtöl til að spara tíma og jafnvel auka gæði og tryggja hlutleysi gagnvart umsækjendum.

Þessi þróun er bara að fara verða hraðari og óvægnari.

En það eru að sjálfsögðu tækifæri sem fylgja svona umbreytingum.

Þetta mun valda samþjöppun á markaði því að þegar aðgangur að þekkingu er ekki fyrirstaða þá snýst reksturinn í raun bara um næga framleiðslugetu. Ég hugsaði þá um OK, Símann og Öryggismiðstöðina, að þar sé fyrirtæki sem er að tryggja sér auðlindir til framtíðar.
Eitt af því sem við ræddum og fannst eðlileg er að valdastrúktúr fyrirtækja verður að verða dreifðari og jafnvel lýðræðislegri, að slíkt yrði betra til að koma auga á og takast á við mistök sem AI gæti gert og fólk mundi fylgja í blindni. Niðurstaðan er því þrátt fyrir allt stærri fyrirtæki og þverfagleg teymisvinna þar sem AI er meðlimur eða meðlimir í hverju teymi.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3321
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 613
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 26. Des 2025 11:31

AI er ekki bylting sem ryður fólki úr vegi, hún er næsta skref í þróun verkfæra.
Ekki töfralausn, heldur nýtt lag í verkfærakassanum. Þeir sem kunna að nýta AI markvisst í rekstri, rétt eins og þeir sem kunna að leita, greina og vinna úr upplýsingum, munu hafa forskot.
Raunverulegur ávinningur liggur ekki í tækninni sjálfri, heldur í hæfninni til að beita henni skynsamlega, meta niðurstöður gagnrýnið og taka upplýstar ákvarðanir.

Linus Torvalds setur þetta í skemmtilegt samhengi í þessu viðtali


Just do IT
  √

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1050
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 138
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf Revenant » Fös 26. Des 2025 14:59

Mín upplifun er að svona framþróun étur upp byrjendastörf til að auka framleiðni þeirra sem eru komnir lengra.
En síðan kemur að þeim tímapunkti hjá fyrirtækjum að það vantar fólk með reynslu (þ.e. þeir sem fóru áður í byrjendastörfin) og allt fer í skrúfuna.
Fyrirtæki munu forðast að eyða tíma/orku/peningum að þjálfa næstu kynslóð því það er þægilegra að nota gervigreindina án þess að gera sér grein fyrir að 100x-1000x margföldunaráhrif gervigreindar sinnum 0 (þ.e. næsta kynslóð) er 0.

Ég á líka von á að aðgengi að upplýsingum muni minnka til muna til að þvinga mann til að nota sérhæfða gervigreind frá viðkomandi fyrirtæki (<Vendor> AI) í staðin fyrir almenna (OpenAI, Claude, Gemini).

Ég upplifi sem dæmi mikið af ofskynjunum hjá OpenAI því ég spyr mjög sérhæfðra spurninga sem ekki mikið er til af svörum á netinu. Það er gervigreindin svarar mér kokhraust með niðurstöðum úr allt annari vöru heldur en þeirri sem ég spurði um eða valmöguleikum sem eru ekki til.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8684
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1397
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf rapport » Sun 28. Des 2025 10:52

Hjaltiatla skrifaði:AI er ekki bylting sem ryður fólki úr vegi, hún er næsta skref í þróun verkfæra.
Ekki töfralausn, heldur nýtt lag í verkfærakassanum. Þeir sem kunna að nýta AI markvisst í rekstri, rétt eins og þeir sem kunna að leita, greina og vinna úr upplýsingum, munu hafa forskot.
Raunverulegur ávinningur liggur ekki í tækninni sjálfri, heldur í hæfninni til að beita henni skynsamlega, meta niðurstöður gagnrýnið og taka upplýstar ákvarðanir.

Linus Torvalds setur þetta í skemmtilegt samhengi í þessu viðtali


Þetta er gott viðtal og góð samlíking fyrir hvernig fiktið byrjar "Autocorrect á sterum" en um leið og þú breytir hugsuninni og segir "AI er ein auðlind í teyminu" og í teyminu eru 5 starfsmenn í ákveðnum hlutverkum og svo "AI autocorrect" bot sem er undir eftirliti mannfólksins í teyminu, þá allt í einu búinn að fókusa tilgang AI í teyminu.

Það opnar nýjar dyr og t.d. Zendesk er farið að setja saman lausnateymi þar sem er bara ein manneskja en nokkrar sjálfstæðar AI með pinpointuð hlutverk. Það er generative AI sem les beiðnina sem dregur saman tilgátu "hvað er vandamálið sem þarf að leysa", svo er annað generative AI sem mótar lausn, það er svo compliance (regluvörður) AI sem yfirfer svarið og passar uppá að það brjóti ekki gegn einhverjum IT öryggisreglum, svo lögfræði AI sem fer yfir hvort svarið stangist nokkuð á við lagaleg NIS, GDPR og önnur lög sem gætu átt við, svo fer sérstakt AI yfir orðalag og að lokum siðferðislegt AI sem passar uppá að samfélagsleg og siðferðisleg gildi séu ekki brotin í svarinu.

Það eina sem manneskja gerir er að smella á "OK - Send" og þegar það er komið upp í 99% þá verður manneskjan líklega látin flakka.

Revenant skrifaði:Mín upplifun er að svona framþróun étur upp byrjendastörf til að auka framleiðni þeirra sem eru komnir lengra.
En síðan kemur að þeim tímapunkti hjá fyrirtækjum að það vantar fólk með reynslu (þ.e. þeir sem fóru áður í byrjendastörfin) og allt fer í skrúfuna.
Fyrirtæki munu forðast að eyða tíma/orku/peningum að þjálfa næstu kynslóð því það er þægilegra að nota gervigreindina án þess að gera sér grein fyrir að 100x-1000x margföldunaráhrif gervigreindar sinnum 0 (þ.e. næsta kynslóð) er 0.

Ég á líka von á að aðgengi að upplýsingum muni minnka til muna til að þvinga mann til að nota sérhæfða gervigreind frá viðkomandi fyrirtæki (<Vendor> AI) í staðin fyrir almenna (OpenAI, Claude, Gemini).

Ég upplifi sem dæmi mikið af ofskynjunum hjá OpenAI því ég spyr mjög sérhæfðra spurninga sem ekki mikið er til af svörum á netinu. Það er gervigreindin svarar mér kokhraust með niðurstöðum úr allt annari vöru heldur en þeirri sem ég spurði um eða valmöguleikum sem eru ekki til.


Eftir að AI hefur tekið "léttu störfin" þar sem fólk fékk reynslu og vann sig upp í ábyrgð og launum, þá ímynda ég mér að það verði mun meiri stéttaskipting í samfélaginu og miklu erfiðara fyrir fólk að skapa sér tækifæri til að vinna sig upp. Mest því að tækifærunum mun fækka svo svakalega.

En það sem er líka svo spooky, er að ef þú ættir 5.000 milljarða til að fjárfesta í dag og vildir tvöfalda þá á næstu 10 árum... þá er orðið miklu erfiðara fyrir þig að fjárfesta. Valmöguleikarnir eru margir orðnir mjög iffy og óáreiðanlegir nema kannski hrávörur, land og fasteignir.

Hvernig mun AI t.d. enhance-a Open office, Libre Office, Lark Suite o.þ.h. í samkeppni við Microsoft 365?

Hvernig mun AI þróa Linux í samkeppni við Windows og MacOS ?

Verður þetta til að lækka þröskuldinn og auðvelda þróun hugsbúnaðar þvert á stýrikerfi og þannig fjarlægja mjög mjög mjög mikla fjármuni úr hagkerfi USA og flýta fyrir endalokum USA sem einhverskonar efnahagslegs heimsveldis.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3321
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 613
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 28. Des 2025 18:10

rapport skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:AI er ekki bylting sem ryður fólki úr vegi, hún er næsta skref í þróun verkfæra.
Ekki töfralausn, heldur nýtt lag í verkfærakassanum. Þeir sem kunna að nýta AI markvisst í rekstri, rétt eins og þeir sem kunna að leita, greina og vinna úr upplýsingum, munu hafa forskot.
Raunverulegur ávinningur liggur ekki í tækninni sjálfri, heldur í hæfninni til að beita henni skynsamlega, meta niðurstöður gagnrýnið og taka upplýstar ákvarðanir.

Linus Torvalds setur þetta í skemmtilegt samhengi í þessu viðtali


Þetta er gott viðtal og góð samlíking fyrir hvernig fiktið byrjar "Autocorrect á sterum" en um leið og þú breytir hugsuninni og segir "AI er ein auðlind í teyminu" og í teyminu eru 5 starfsmenn í ákveðnum hlutverkum og svo "AI autocorrect" bot sem er undir eftirliti mannfólksins í teyminu, þá allt í einu búinn að fókusa tilgang AI í teyminu.

Það opnar nýjar dyr og t.d. Zendesk er farið að setja saman lausnateymi þar sem er bara ein manneskja en nokkrar sjálfstæðar AI með pinpointuð hlutverk. Það er generative AI sem les beiðnina sem dregur saman tilgátu "hvað er vandamálið sem þarf að leysa", svo er annað generative AI sem mótar lausn, það er svo compliance (regluvörður) AI sem yfirfer svarið og passar uppá að það brjóti ekki gegn einhverjum IT öryggisreglum, svo lögfræði AI sem fer yfir hvort svarið stangist nokkuð á við lagaleg NIS, GDPR og önnur lög sem gætu átt við, svo fer sérstakt AI yfir orðalag og að lokum siðferðislegt AI sem passar uppá að samfélagsleg og siðferðisleg gildi séu ekki brotin í svarinu.

Það eina sem manneskja gerir er að smella á "OK - Send" og þegar það er komið upp í 99% þá verður manneskjan líklega látin flakka.




Mig langar aðeins að skilja sjónarhornið þitt betur. Ertu að segja að manneskjan eigi alltaf sjálf að greina og afla upplýsinga, frekar en að treysta á AI til þess svipað og að fólk eigi frekar að leita sjálft í bókum eða á Google?

Eða ertu frekar að benda á að vandinn sé hvar mörkin liggja að AI megi styðja við greiningu, en að ábyrgðin og endanlegt mat eigi alltaf að vera hjá manneskjunni?

Ég er að reyna að átta mig á hvort þú sért að gagnrýna notkun AI sem slíka, eða hvort þú sért að vara við því að of mikil sjálfvirknivæðing geti grafið undan færni, reynslu og dómgreind til lengri tíma.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8684
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1397
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf rapport » Mán 29. Des 2025 07:37

Hjaltiatla skrifaði:Mig langar aðeins að skilja sjónarhornið þitt betur. Ertu að segja að manneskjan eigi alltaf sjálf að greina og afla upplýsinga, frekar en að treysta á AI til þess svipað og að fólk eigi frekar að leita sjálft í bókum eða á Google?

Eða ertu frekar að benda á að vandinn sé hvar mörkin liggja að AI megi styðja við greiningu, en að ábyrgðin og endanlegt mat eigi alltaf að vera hjá manneskjunni?

Ég er að reyna að átta mig á hvort þú sért að gagnrýna notkun AI sem slíka, eða hvort þú sért að vara við því að of mikil sjálfvirknivæðing geti grafið undan færni, reynslu og dómgreind til lengri tíma.


Mitt sjónarhorn er að í dag sé fólk ekki að treysta AI en í raun sé mestur ábati af AI fólginn í að byrja sem fyrst að treysta sem mest á AI.

AI getur aldrei borið ábyrgð á sínum ákvörðunum, það er alltaf fyrirtækið eða stofnunin að baki. Þetta er því jafnvel orðið tryggingamál, hvort að tryggingafélög gúdderi að afleiðingar ákvarðana AI hljóti tryggingavernd.

En auðvitað er þetta ekki hægt í öllum atvinnugeirum strax og sumum hugsanlega aldrei.

Ég er ekki að gagnrýna notkun AI og mundi í raun telja best að það sé komið á koppinn AI teymum sem vinni í samkeppni við raunverulegt fólk og fyrirtæki læri að útbúa hið fullkoman teymi þar sem AI styður sem best við starfsemina og skapar fólkinu sem bestar vinnuaðstæður.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3321
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 613
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 29. Des 2025 08:23

rapport skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Mig langar aðeins að skilja sjónarhornið þitt betur. Ertu að segja að manneskjan eigi alltaf sjálf að greina og afla upplýsinga, frekar en að treysta á AI til þess svipað og að fólk eigi frekar að leita sjálft í bókum eða á Google?

Eða ertu frekar að benda á að vandinn sé hvar mörkin liggja að AI megi styðja við greiningu, en að ábyrgðin og endanlegt mat eigi alltaf að vera hjá manneskjunni?

Ég er að reyna að átta mig á hvort þú sért að gagnrýna notkun AI sem slíka, eða hvort þú sért að vara við því að of mikil sjálfvirknivæðing geti grafið undan færni, reynslu og dómgreind til lengri tíma.


Mitt sjónarhorn er að í dag sé fólk ekki að treysta AI en í raun sé mestur ábati af AI fólginn í að byrja sem fyrst að treysta sem mest á AI.

AI getur aldrei borið ábyrgð á sínum ákvörðunum, það er alltaf fyrirtækið eða stofnunin að baki. Þetta er því jafnvel orðið tryggingamál, hvort að tryggingafélög gúdderi að afleiðingar ákvarðana AI hljóti tryggingavernd.

En auðvitað er þetta ekki hægt í öllum atvinnugeirum strax og sumum hugsanlega aldrei.

Ég er ekki að gagnrýna notkun AI og mundi í raun telja best að það sé komið á koppinn AI teymum sem vinni í samkeppni við raunverulegt fólk og fyrirtæki læri að útbúa hið fullkoman teymi þar sem AI styður sem best við starfsemina og skapar fólkinu sem bestar vinnuaðstæður.


Ég er fullkomlega sammála því að fyrirtæki og stofnanir móti sér skýra gervigreindarstefnu. Þar virðist Reykjavíkurborg þegar vera komin vel af stað, sem er mjög jákvætt skref.
https://gagnahladbord.reykjavik.is/gervigreind

Hins vegar er ljóst að fyrir sum fyrirtæki og opinberar stofnanir eiga erfiðara að nýta tilbúnar AI-lausnir þegar unnið er með viðkvæm gögn, meðal annars vegna persónuverndar og annarra reglna.

Í slíkum tilvikum mætti hugsa sér aðra nálgun, án þess að þetta sé full þarfagreining, til dæmis:

Keyra líkanið í eigin umhverfi (on-prem eða lokuðu ríkisskýi), þannig að gögn yfirgefi aldrei innviði stofnunarinnar.

Nota RAG-aðferð í stað þess að þjálfa líkanið á eigin gögnum, þar sem gögn eru sótt tímabundið úr vector gagnagrunni.

Tryggja að gögn séu aðskilin og aðeins nauðsynlegar upplýsingar nýttar hverju sinni.

Innleiða stranga aðgangsstýringu og ítarlega skráningu (hver spurði, hvenær og í hvaða tilgangi).

Beita dulkóðun og afpersónugreiningu þar sem það á við.

Halda mannlegri ákvörðun alltaf í forgrunni, þar sem AI er notað sem ákvörðunastuðningur en ekki sjálfvirkt ákvörðunarkerfi.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8684
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1397
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf rapport » Mán 29. Des 2025 09:30

Hjaltiatla skrifaði:
Ég er fullkomlega sammála því að fyrirtæki og stofnanir móti sér skýra gervigreindarstefnu. Þar virðist Reykjavíkurborg þegar vera komin vel af stað, sem er mjög jákvætt skref.
https://gagnahladbord.reykjavik.is/gervigreind

Hins vegar er ljóst að fyrir sum fyrirtæki og opinberar stofnanir eiga erfiðara að nýta tilbúnar AI-lausnir þegar unnið er með viðkvæm gögn, meðal annars vegna persónuverndar og annarra reglna.

Í slíkum tilvikum mætti hugsa sér aðra nálgun, án þess að þetta sé full þarfagreining, til dæmis:

Keyra líkanið í eigin umhverfi (on-prem eða lokuðu ríkisskýi), þannig að gögn yfirgefi aldrei innviði stofnunarinnar.

Nota RAG-aðferð í stað þess að þjálfa líkanið á eigin gögnum, þar sem gögn eru sótt tímabundið úr vector gagnagrunni.

Tryggja að gögn séu aðskilin og aðeins nauðsynlegar upplýsingar nýttar hverju sinni.

Innleiða stranga aðgangsstýringu og ítarlega skráningu (hver spurði, hvenær og í hvaða tilgangi).

Beita dulkóðun og afpersónugreiningu þar sem það á við.

Halda mannlegri ákvörðun alltaf í forgrunni, þar sem AI er notað sem ákvörðunastuðningur en ekki sjálfvirkt ákvörðunarkerfi.


Sammála.

Einfaldasta leiðin fyrir stofnanir til að hagnýta AI er að kaupa sér aðgang að sérhæfðu modeli sem er þjálfað á gögnum annara (check) - https://www.vf.is/frettir/hss-leidir-by ... ervigreind

Þarna eru augnbotnar skimaðir ódýrt og í leiðinni og önnur þjónusta er veitt = það sparast kostnaður og tími við extra ferð til augnlæknis.

Næst einfaldasta leiðin mundi ég halda að væri að útbúa sérstakt vöruhús gagna fyrir AI að vinna úr, þar sem gögn hafa verið gerð ópersónugreinanleg. Að gefa AI aðgang að frumgögnum, gagnagrunnum o.þ.h. væri "folly", hreinlega bara uppá að kaffæra ekki kerfi í rekstri í fyrirspurnum (ímynda ég mér).

Þriðja einfaldasta leiðin er svo eins og RVK virðist hugsa sín tilmæli, að fara í gegnum Microsoft ferlið, purview, flokkun gagna og svo útbúa "persónulega" gervigreind fyrir notendur sem vinnur úr þeim gögnum sem þeir hafa aðgang að. Tilmælin virðiast svolítið sett fram sem "varnaorð" en ekki stefna.