Mini PC
AMD Ryzen 7 7840U 8C/16T CPU
RAM 24G LPDDR5 6400Mhz (0.2 ns)
1TB NvME PCI version 4x4
Til að gera langa sögu stutta vildi hann að ég mundi strauja win11 diskinn sem fylgdi því hann ætlaði að nota Ubuntu Linux.
En í staðinn fyrir að strauja hana strax þá ákvað ég að prufa að setja hana upp með win11 eins og til var ætlast og kveikti á
vélinni og upp kom win11 byrjun á uppsetningu þar sem var byrjað á að velja tungumál.
Fór samviskulega í gegnum allann þann pakka sem til þarf til að setja upp win11 þ.e. tengjast MS og setja upp notanda og allt það.
Já já ég veit að það er hægt að fara fram hjá ýmsum hlutum og setja inn "Shift F10 og regedit" og allt það dæmi, en ég vildi gera
þetta eins og að núbbar myndu setja upp vélina í fyrsta sinn.
Til að flýta uppsetningu valdi ég skip á allt sem hægt var að skippa og valdi No við öllum auka uppsetningum eins og One drive, Mail o.þ.h.
Eftir uppsetningu og login var komið að uppfærslum, og nú kárnar gamanið
Það tók 7 reboot, 3 klukkustundir og 45 mínútur þangað til að win11 sagði "You are up to date".
Hinsvegar til þess að verða við ósk vinar míns að setja upp Ubuntu að þá straujaði ég sama diskinn.
Í win11 uppsetningunni erum við að tala um NvME PCI 4x4 sem er alveg þokkalegur hraði.
En í Ubuntu uppsetningunni erum við að tala um USB 3.2 til NvME sem sagt mun hægari uppsetning.
Það er skemmst frá því að segja að Ubuntu uppsetning ásamt "apt get update && apt get upgrade -y" sem tók innann við 15 mínútur.
Lærdómur: Hvað er í gangi í Seattle?
K.