Hausinn skrifaði:rapport skrifaði:EDIT: Hækkunin hér heima er víst nær 270% (misreiknaði mig um 100%) og leiga búin að hækka um 120%...
Djöfull er ég feginn að vera ekki á leigjumarkaði núna.

Já þetta ástand er í raun að vera "auðlegðarmillifærsla milli kynslóða" = eldri kynslóðir eru að soga til sín peninga með verðhækkunum á fasteignum til að nota í neyslulán, ellilífeyri o.þ.h. en komandi kynslóðir þurfa að fjármagna þessa neyslu "þeirra" með því að kaupa eignir þeirra á okurverði, með okurlánum og munu þurfa að lifa við mun meiri áhættu og minna öryggi á fasteignamarkaði.
Það þarf að setja þak á leigugreiðslur vegna langtíma leigusamninga, að árlegar leigugreiðslur geti ekki numið meiru en 5% af fasteignamati = 100 milljón kr. íbúð = MAX 5 milljónir á ári í leigu = 415þ. á mánuði.
Að langtíma leigusamningar séu skattlagðir sem fjármagnstekjur.
Skammtíma leigusamningar séu skattlagðir sem almennar tekjur.
Ef þetta yrði gert þá geta leigusalar ekki leigt íbúðir með hagnaði ef þær eru mjög skuldsettar og í raun þá kemur þetta svolítið í veg fyrir að hægt sé að okra á leigjendum.
Þetta kæmi líka í veg fyrir að leigusalar hækkuðu bara leiguna um leið og betri húsaleigubætur eru í boði.
Þá ætti helst að afnema allar húsnæðisbætur því að það er galið að verið sé að niðurgreiða þetta þegar það mun duga fínt að setja skilvirkari ramma/regluverk.