PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Allt utan efnis
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1603
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 264
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf depill » Lau 04. Okt 2025 12:16

GuðjónR skrifaði:Stærsta áhyggjuefnið er samt þátttaka lífeyrissjóða Íslendinga. Þeir eru stærstu hluthafar, tapa mest og miðað við skylduna til að verja peninga fólks í öryggi til framtíðar virðist þetta ákaflega óábyrgt. Það er eins og þeir séu endalaust að keyra áhættufjárfestingar sem eiga ekkert erindi í lífeyrissjóði. Spurningin vaknar hvort hér séu hagsmunatengsl eða vinagreiðar í gangi? Það er alveg óásættanlegt að almennir borgarar beri áhættuna fyrir mistök sem þessir sjóðir taka. :klessa


Það má segja ýmislegt um þetta ferli enn hérna er ég bara ósammála. Lífeyrissjóðir eiga að ná 3.5% raunávöxtun á ári, þau meiga bara fjárfesta 50% erlendis. Lífeyrissjóðir eru með 8.199.936.000.000 kr sem þau þurfa að koma í fjárfestingu í Júlí 2025. 50% þarf að vera hér á landi.

Við getum ekki kvartað undan því að þau taki þátt í svona verkefnum, þegar þau eru basicly í ómögulegri stöðu. Leiðin er norska leiðin 95% erlendis, ennþá mun gengið á Íslandi auðvita falla, sem mun leiða til verðbólgu til skemmri tíma. Innviðafélög er ekkert heimskulegust í heimi, enn allar leiðir sem hafa verið ræddar núna eru bara falinn skattlagning og Viðreisn er dugleg að bæta í skatttekjur að það þarf ekkert að bæta við þar.

Lífeyrissjóðir verða að taka X parta af þessu og fjárfesta í áhættufjárfestingu til þess að ná ávöxtunarmarkmiðum. Og svo er hitt, mér finnst bara frábært hjá fólki að reyna að gera eithvað nýtt, þó þetta hafi ekki gengið upp hérna. Versti hluturinn er frekar að fólk hafi ekki lært að það hafi verið að setja góðan pening eftir vondu ( seinni stig fjárfestingar ) enn fyrri stig fjárfestingar finnst mér bara flott.

Pössum okkur á því að vera ekki að rífa fólk niður, sem allavega reynir að gera eithvað sjálft, þó því mistakist. Það er mikið betra heldur enn að fólk haldi að peningar vaxi á trjánum hjá ríkinu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17129
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2333
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Okt 2025 12:46

Depill skrifaði:Lífeyrissjóðir verða að taka X parta af þessu og fjárfesta í áhættufjárfestingu til þess að ná ávöxtunarmarkmiðum. Og svo er hitt, mér finnst bara frábært hjá fólki að reyna að gera eithvað nýtt, þó þetta hafi ekki gengið upp hérna.

Ef sjóðirnir eiga of mikið fjármagn og eiga erfitt með að ávaxta það á ábyrgan hátt, þá vaknar spurningin hvort ekki sé kominn tími á að endurskoða kerfið:

  • Hækka lífeyri strax
  • Flýta lífeyristöku
  • Lækka framlag atvinnurekanda og launafólks til sjóða
Hagsmuna og vinatengsl gera þetta enn ótrúverðugra. Það var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá að Birta átti yfir 10% í félaginu, og svo les ég núna að sami aðili sem stýrir fjármálum Play sitji líka í stjórn Birtu lífeyrissjóðs. Veit ekki með þig en mér finnst þetta hvorki eðlilegt né traustvekjandi þegar gagnsæi er tískuorð. Þetta er einfaldlega fúsk.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1603
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 264
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf depill » Lau 04. Okt 2025 13:05

GuðjónR skrifaði:
Depill skrifaði:Lífeyrissjóðir verða að taka X parta af þessu og fjárfesta í áhættufjárfestingu til þess að ná ávöxtunarmarkmiðum. Og svo er hitt, mér finnst bara frábært hjá fólki að reyna að gera eithvað nýtt, þó þetta hafi ekki gengið upp hérna.

Ef sjóðirnir eiga of mikið fjármagn og eiga erfitt með að ávaxta það á ábyrgan hátt, þá vaknar spurningin hvort ekki sé kominn tími á að endurskoða kerfið:

  • Hækka lífeyri strax
  • Flýta lífeyristöku
  • Lækka framlag atvinnurekanda og launafólks til sjóða
Hagsmuna og vinatengsl gera þetta enn ótrúverðugra. Það var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá að Birta átti yfir 10% í félaginu, og svo les ég núna að sami aðili sem stýrir fjármálum Play sitji líka í stjórn Birtu lífeyrissjóðs. Veit ekki með þig en mér finnst þetta hvorki eðlilegt né traustvekjandi þegar gagnsæi er tískuorð. Þetta er einfaldlega fúsk.


Sjóðirinir eiga ekki of mikið fjármagn, við eigum eitt besta lífeyrissjóðskerfið í heiminum, sem byggir ekki á spilltum pólitískum eða gegnum streymis kerfis sem endar alltaf í hræðilegri niðurstöður. Hræðileg pæling að reyna minnka fjármagnið eða að lækka framlag í lífeyrissjóðs kerfið. Það er oft eins og fólk haldi að þau sem hafa greitt lítið í lífeyrissjóðskerfið eða eru á örorku geti haldið lífeyri ef ekki væri fyrir Íslenska lífeyrissjóðskerfi. Enn fólk sem hefur ekki greitt í kerfið, græðir á þeim sem hafa gert það í formi þess að það er eithvað til.

Hér nægir að horfa til Þýskalands eða Bandaríkjanna sem eru með kerfi sem eru líkari gegnumstreymiskerfum.


Ísland er bara of lítið til að höndla fjárfestinguna, lausnin er í annað hvort innviðafjárfestingum ( sem myndi enda í aukinni skatt fyrir okkur í formi gjald ) eða breyta hlutfallinu sem lífeyrissjóðir meiga fjárfesta erlendis.

Þetta birtist líka í því að lífeyrissjóðirnir eiga eiginlega öll skráð félög á landinu.


Þetta með Þóru lítur ekki vel út, enn hún hefur samt ekki unnið hjá Play síðast 2022.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 981
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf arons4 » Lau 04. Okt 2025 14:39

depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Depill skrifaði:Lífeyrissjóðir verða að taka X parta af þessu og fjárfesta í áhættufjárfestingu til þess að ná ávöxtunarmarkmiðum. Og svo er hitt, mér finnst bara frábært hjá fólki að reyna að gera eithvað nýtt, þó þetta hafi ekki gengið upp hérna.

Ef sjóðirnir eiga of mikið fjármagn og eiga erfitt með að ávaxta það á ábyrgan hátt, þá vaknar spurningin hvort ekki sé kominn tími á að endurskoða kerfið:

  • Hækka lífeyri strax
  • Flýta lífeyristöku
  • Lækka framlag atvinnurekanda og launafólks til sjóða
Hagsmuna og vinatengsl gera þetta enn ótrúverðugra. Það var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá að Birta átti yfir 10% í félaginu, og svo les ég núna að sami aðili sem stýrir fjármálum Play sitji líka í stjórn Birtu lífeyrissjóðs. Veit ekki með þig en mér finnst þetta hvorki eðlilegt né traustvekjandi þegar gagnsæi er tískuorð. Þetta er einfaldlega fúsk.


Sjóðirinir eiga ekki of mikið fjármagn, við eigum eitt besta lífeyrissjóðskerfið í heiminum, sem byggir ekki á spilltum pólitískum eða gegnum streymis kerfis sem endar alltaf í hræðilegri niðurstöður. Hræðileg pæling að reyna minnka fjármagnið eða að lækka framlag í lífeyrissjóðs kerfið. Það er oft eins og fólk haldi að þau sem hafa greitt lítið í lífeyrissjóðskerfið eða eru á örorku geti haldið lífeyri ef ekki væri fyrir Íslenska lífeyrissjóðskerfi. Enn fólk sem hefur ekki greitt í kerfið, græðir á þeim sem hafa gert það í formi þess að það er eithvað til.

Hér nægir að horfa til Þýskalands eða Bandaríkjanna sem eru með kerfi sem eru líkari gegnumstreymiskerfum.


Ísland er bara of lítið til að höndla fjárfestinguna, lausnin er í annað hvort innviðafjárfestingum ( sem myndi enda í aukinni skatt fyrir okkur í formi gjald ) eða breyta hlutfallinu sem lífeyrissjóðir meiga fjárfesta erlendis.

Þetta birtist líka í því að lífeyrissjóðirnir eiga eiginlega öll skráð félög á landinu.


Þetta með Þóru lítur ekki vel út, enn hún hefur samt ekki unnið hjá Play síðast 2022.

Ýtir lífeyriskerfið ekki undir verðbólgu þegar lífeyrissjóðirnir eiga bókstaflega allt og eru með háa arðsemiskröfu? Erum við þá ekki í raun að borga það sem uppá vantar í lífeyri með verðbólgu?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1603
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 264
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf depill » Lau 04. Okt 2025 14:47

arons4 skrifaði:Ýtir lífeyriskerfið ekki undir verðbólgu þegar lífeyrissjóðirnir eiga bókstaflega allt og eru með háa arðsemiskröfu? Erum við þá ekki í raun að borga það sem uppá vantar í lífeyri með verðbólgu?

Jú. Og það er erfiðara að keppa við stórfyrirtækin af sömu ástæðu.

Noregur neyðir norska olíusjóðinn til að fjárfesta 95% erlendis. Ég myndi vilja sjá 90 - 95% erlendis hjá Íslensku lífeyrissjóðunum.

3 stærstu fjarskiptafyrirtækin eru í eigu meirihluta lífeyrissjóðana
2 stærstu retail fyrirtækin o.s.frv.

Við erum til dæmis mörg orðin kvótaeigendur í gegnum lífeyrissjóðina. Enn krónan myndi falla við það, sem gæti svo valdið verðbólgu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17129
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2333
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Okt 2025 16:00

Eins og maðurinn sagði, það er flókið að eiga peninga á Íslandi.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8515
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf rapport » Lau 04. Okt 2025 19:50

Lífeyrissjóðakerfið er ríki í ríkinu.

Af hverju eru þeir ekki að fjárfesta í nættum lífskjörum félagsmanna með fasteignalánum, með uppbyggingu hjúkrunarheimila sem hirða svo lífeyririnn grimmt til baka af inniliggjandi osfrv. ?

Í DK er 10 sinnum stærri sjóðum stýrt af 5% af þeim mannskap sem vinnur við þetta hér innanlands.

Þetta er rotið kerfi í rekstri og galið að hugsa til þess hversu mikið er braskað með þessa peninga.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1603
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 264
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf depill » Sun 05. Okt 2025 14:27

rapport skrifaði:Lífeyrissjóðakerfið er ríki í ríkinu.

Af hverju eru þeir ekki að fjárfesta í nættum lífskjörum félagsmanna með fasteignalánum, með uppbyggingu hjúkrunarheimila sem hirða svo lífeyririnn grimmt til baka af inniliggjandi osfrv. ?

Í DK er 10 sinnum stærri sjóðum stýrt af 5% af þeim mannskap sem vinnur við þetta hér innanlands.

Þetta er rotið kerfi í rekstri og galið að hugsa til þess hversu mikið er braskað með þessa peninga.


1. Þau fjárfesta grimmt í fasteignalánum, bæði beint og óbeint. Það er samt eitt af vandamálum við Íslenska kerfið hvað lífeyrissjóðirnir eru stórir.
2. Ég hef ekki séð þetta með Danmörku vs Íslandi. Kostnaðurinn hér á landi er yfirleitt sagður í kringum 0.23 - 0.3% af eignum. Það sme ég hef lesið frá Danmörku er svipað.
3. Íslenska lífeyrissjóðskerfið er yfirleitt rankað besta eða næst besta ( eftir Hollendingum ) í lífeyrissjóðskerfi.

Íslenska lífeyrissjóðskerfið er að mörgu leyti frábært og það er stór hættulegt að heyra pólitíkusa sem geta ekki rekið ríkið nálægt núlli og kunna ekki að segja nei við neinn, tala um að breyta þessu kerfi. Ég get alveg séð að minnstu lífeyrissjóðirnir eigi mögulega að sameina enn þeir stærri eru mjög stórir. Lífeyrissjóðskerfið er mjög stórt í samanburði við allar þjóðir, sérstaklega miðað við hvað hagkerfið er stórt og er vel fjármagnað.

Vandamálin okkar stíga mest vegna þeirra sem greiða lítið sem ekkert inní lífeyrissjóðskerfið og leggjast þá á TR/Ríkið eða gamla samninga sem ríkið gerði þegar kerfið var tekið upp eins og hvernig RÚV gerði sinn lífeyrissjóð sem er meira í líkingum við Bandaríkin.

Ef þið vitið ekki með Bandaríkin, að þá getur oft þýtt gjaldþrot fyrirtækis að þú tapir lífeyrissjóðnum þínum og gegnumstreymis kerfi eins og Þýska kerfið er núna þannig að það verður að fara bæði að hugsa um skerðingar og hækkun skatta til þess að fjármagna það.

Það má alveg bæta eithvað smá, enn best fyrir Ísland væri bara að það mætti fjárfesta meira erlendis.

Varðandi svo uppbyggingu hjúkrunarýma, þarna ertu kominn í innviðafjárfestingar, sem ég er ekkert sérstaklega mikið á móti, fyrir utan vegna þess að þetta er bara leyfa ríkinu að fjármagna sig lengur í mínus og eru bara hærri framtíðarskattar á mig. Skattar hér eru mjög háir og þjónustan hefur ekki verið að batna og núverandi ríkisstjórn er bara að hækka þessa skatta.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17129
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2333
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf GuðjónR » Sun 05. Okt 2025 14:56

Samanburður á íslensku lífeyrissjóðakerfi og stærstu bandarísku kerfum (New York)

Grunnupplýsingar (allt í ISK, 1 USD = 121,05 ISK)

  • Ísland
    • Fjöldi sjóða: 20 (68 deildir)
    • Meðlimir: ~250.000
    • Heildareignir: ~7.710 milljarðar
    • Starfsmenn: 500–700
    • Meðalárstekjur starfsmanna: 9–10 millj.
    • Heildarlaunakostnaður á ári: 4,5–7 milljarðar
    • Hlutfall launakostnaðar miðað við eignir: 0,625–0,972 % mánaðarlega (7,5–11,7 % árlega)
    • Launakostnaður á hvern meðlim/ár: 18.000–28.000 ISK
  • New York
    • Fjöldi sjóða: 9
    • Meðlimir: ~2,4 milljónir
    • Heildareignir: ~69.937 milljarðar
    • Starfsmenn: 15.000–20.000
    • Meðalárstekjur starfsmanna: ~11,884 millj.
    • Heildarlaunakostnaður á ári: 178–238 milljarðar
    • Hlutfall launakostnaðar miðað við eignir: 0,021–0,028 % mánaðarlega (0,25–0,34 % árlega)
    • Launakostnaður á hvern meðlim/ár: 74.000–99.000 ISK

Greining / ályktun
  • Ísland eyðir hlutfallslega 20–30x meiri hluta af eignum sínum í launakostnað en New York, þrátt fyrir miklu minni kerfi.
  • Á hvern meðlim eru launakostnaðartölur lægri á Íslandi, en þegar horft er á kerfisrekstur í heild, þá er yfirbyggingin mjög dýr.
  • Kerfið notar of marga stjórendur miðað við fjölda meðlima og veltu/eignir. Með minna kerfi – t.d. 1–3 sjóðum – væri hægt að fækka starfsmönnum og stjórnum í hlutfalli, án þess að skerða þjónustu eða öryggi lífeyrisréttinda.
  • Þetta myndi lækka hlutfall launakostnaðar per eignir nær því sem stærri kerfi á borð við New York ná, og bæta hagkvæmni kerfisins til muna.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3292
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 600
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 05. Okt 2025 15:01

Ég myndi ekki hata það að geta valið mér íslenskan Lífeyrissjóð sem myndi vera rekin á einhvers konar Vanguard Index fund módeli og sleppa við alla þessa bölvuðu yfirbyggingu og rugl. En já það er flókið að eiga pening á Íslandi.


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1603
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 264
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf depill » Sun 05. Okt 2025 15:22

GuðjónR skrifaði:Samanburður á íslensku lífeyrissjóðakerfi og stærstu bandarísku kerfum (New York)

Grunnupplýsingar (allt í ISK, 1 USD = 121,05 ISK)

  • Ísland
    • Fjöldi sjóða: 20 (68 deildir)
    • Meðlimir: ~250.000
    • Heildareignir: ~7.710 milljarðar
    • Starfsmenn: 500–700
    • Meðalárstekjur starfsmanna: 9–10 millj.
    • Heildarlaunakostnaður á ári: 4,5–7 milljarðar
    • Hlutfall launakostnaðar miðað við eignir: 0,625–0,972 % mánaðarlega (7,5–11,7 % árlega)
    • Launakostnaður á hvern meðlim/ár: 18.000–28.000 ISK
  • New York
    • Fjöldi sjóða: 9
    • Meðlimir: ~2,4 milljónir
    • Heildareignir: ~69.937 milljarðar
    • Starfsmenn: 15.000–20.000
    • Meðalárstekjur starfsmanna: ~11,884 millj.
    • Heildarlaunakostnaður á ári: 178–238 milljarðar
    • Hlutfall launakostnaðar miðað við eignir: 0,021–0,028 % mánaðarlega (0,25–0,34 % árlega)
    • Launakostnaður á hvern meðlim/ár: 74.000–99.000 ISK

Greining / ályktun
  • Ísland eyðir hlutfallslega 20–30x meiri hluta af eignum sínum í launakostnað en New York, þrátt fyrir miklu minni kerfi.
  • Á hvern meðlim eru launakostnaðartölur lægri á Íslandi, en þegar horft er á kerfisrekstur í heild, þá er yfirbyggingin mjög dýr.
  • Kerfið notar of marga stjórendur miðað við fjölda meðlima og veltu/eignir. Með minna kerfi – t.d. 1–3 sjóðum – væri hægt að fækka starfsmönnum og stjórnum í hlutfalli, án þess að skerða þjónustu eða öryggi lífeyrisréttinda.
  • Þetta myndi lækka hlutfall launakostnaðar per eignir nær því sem stærri kerfi á borð við New York ná, og bæta hagkvæmni kerfisins til muna.


1. Áhugavert hvað er flokkað sem lífeyrissjóður í Bandaríkjunum. Gæti verið að sé að ræða um lífeyrissjóð kennara í New York ? Lífeyrissjóðakerfi í Bandaríkjunum er mjög spes og eins og ég sagði áður, oft inní fyrirtækjum og fólk hefur tapað réttindum eins og til dæmis þegar General Motors fór hálf í gjaldþrot og önnur fyrirtæki.

Enn þetta er auðvita þvæla sem ChatGPT er að æla út úr sér. Þannig eignir Íslensku Lífeyrissjóða eru 8200 milljarðar ISK. Þannig 11,7% árlega væri auðvita 902 milljarðar ekki 7. Ef þetta er 7 milljarðar þá er launakostnaður 0,08% ( á ári ). Launakostnaður á meðlim er samt einhvern rétt.

Ef að Bandaríska staðreyndin er rétt líka 238 milljarðar fyrir 69.937 milljarðar af eignum. Þá er það 0,34% árlegur kostnaður. Sem þýðir að Íslenska lífeyrissjóðskerfið er miklu ódýrara.

Gott að treysta GPT módelunum ekki fyrir stærðfræði.
Síðast breytt af depill á Sun 05. Okt 2025 15:25, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8515
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf rapport » Sun 05. Okt 2025 16:47

Hjaltiatla skrifaði:Ég myndi ekki hata það að geta valið mér íslenskan Lífeyrissjóð sem myndi vera rekin á einhvers konar Vanguard Index fund módeli og sleppa við alla þessa bölvuðu yfirbyggingu og rugl. En já það er flókið að eiga pening á Íslandi.


Þannig er þetta í DK (er mér sagt), að hjá lífeyrissjóðunum sé engin sjóðsstýring.

Lífeyrissjóðurinn setur reglur / fjárfestinagstefnu og svo fær fjárfestingabanki hlutverk að hámarka arðsemi út frá stefnunni.

En Íslenska kerfið virðist einan best ístakk búið til að mæta framtíðarskuldbindingum...

https://ec.europa.eu/eurostat/statistic ... statistics