GuðjónR skrifaði:Stærsta áhyggjuefnið er samt þátttaka lífeyrissjóða Íslendinga. Þeir eru stærstu hluthafar, tapa mest og miðað við skylduna til að verja peninga fólks í öryggi til framtíðar virðist þetta ákaflega óábyrgt. Það er eins og þeir séu endalaust að keyra áhættufjárfestingar sem eiga ekkert erindi í lífeyrissjóði. Spurningin vaknar hvort hér séu hagsmunatengsl eða vinagreiðar í gangi? Það er alveg óásættanlegt að almennir borgarar beri áhættuna fyrir mistök sem þessir sjóðir taka.
Það má segja ýmislegt um þetta ferli enn hérna er ég bara ósammála. Lífeyrissjóðir eiga að ná 3.5% raunávöxtun á ári, þau meiga bara fjárfesta 50% erlendis. Lífeyrissjóðir eru með 8.199.936.000.000 kr sem þau þurfa að koma í fjárfestingu í Júlí 2025. 50% þarf að vera hér á landi.
Við getum ekki kvartað undan því að þau taki þátt í svona verkefnum, þegar þau eru basicly í ómögulegri stöðu. Leiðin er norska leiðin 95% erlendis, ennþá mun gengið á Íslandi auðvita falla, sem mun leiða til verðbólgu til skemmri tíma. Innviðafélög er ekkert heimskulegust í heimi, enn allar leiðir sem hafa verið ræddar núna eru bara falinn skattlagning og Viðreisn er dugleg að bæta í skatttekjur að það þarf ekkert að bæta við þar.
Lífeyrissjóðir verða að taka X parta af þessu og fjárfesta í áhættufjárfestingu til þess að ná ávöxtunarmarkmiðum. Og svo er hitt, mér finnst bara frábært hjá fólki að reyna að gera eithvað nýtt, þó þetta hafi ekki gengið upp hérna. Versti hluturinn er frekar að fólk hafi ekki lært að það hafi verið að setja góðan pening eftir vondu ( seinni stig fjárfestingar ) enn fyrri stig fjárfestingar finnst mér bara flott.
Pössum okkur á því að vera ekki að rífa fólk niður, sem allavega reynir að gera eithvað sjálft, þó því mistakist. Það er mikið betra heldur enn að fólk haldi að peningar vaxi á trjánum hjá ríkinu.