Hægfara endalok samfélagsmiða

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2551
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 297
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hægfara endalok samfélagsmiða

Pósturaf jonfr1900 » Fös 29. Mar 2024 23:56

Það er í gangi núna hægfara endalok samfélagsmiða. Þetta er af ýmsum ástæðum hjá fólk en mér sýnist svona á flestu að þetta sé sjálfum fyrirtækjunum að kenna sem hafa misst sig í græðgi og hugsunarleysi gagnvart því fólki sem notar þessa miðla í dag.

"It Was Really Toxic": People Who've Quit Or Cut Back On Social Media Are Opening Up About How It Affected Them (Buzzfeed, UK Yahoo! News)
Síðast breytt af jonfr1900 á Fös 29. Mar 2024 23:56, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7194
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1060
Staða: Ótengdur

Re: Hægfara endalok samfélagsmiða

Pósturaf rapport » Lau 30. Mar 2024 07:31

Held að þeir sem eru áhrifagjarnir og verða samfélagsmiðlafíklar vanti málsvara.

Það er líka fáránlega mikið verið að troða forrituðum niðurstöðum upp á fólk út frá generic profiling sem er óþolandi og treður öllum í með svipuð áhugamál í sama boxið út frá því sem hentar tekjumódeli samfélagsmiðilsins best en ekki hvað einstaklingurinn vill.

Það þarf áræðni og vilja + þekkingu á virkninni til að breyta stillingum eða hundsa tillögur, því um leið og smellt er á eitthvað sem miðillinn er að vera í þig þá tvíeflist hann í að misskilja þig.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2551
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 297
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægfara endalok samfélagsmiða

Pósturaf jonfr1900 » Lau 30. Mar 2024 16:44

Ég tilkynnti klám eða svindl til Facebook um daginn. Niðurstaðan, braut ekki gegn reglum þeirra. Að berjast á móti fasistum hjá þeim er alveg stranglega bannað hinsvegar.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 88
Staða: Ótengdur

Re: Hægfara endalok samfélagsmiða

Pósturaf netkaffi » Lau 15. Jún 2024 20:08

jonfr1900 skrifaði:Ég tilkynnti klám eða svindl til Facebook um daginn. Niðurstaðan, braut ekki gegn reglum þeirra.
Þetta er alveg súrrelískt, maður tilkynnir gróft klám frá bota til þeirra og það er bara niðurstaðan. Eru þeir að reyna spilla landinu okkar?