


RÚV.is skrifaði:Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás auk þess sem óskað var eftir aðstoð vegna slagsmála á skemmtistað í miðborginni. Þar var einn maður handtekinn og færður í fangageymslu. Annar maður, sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi við skemmtistað í borginni, var líka færður í fangaklefa þar sem hann mun dvelja uns hann verður viðræðuhæfur.
Fjögur innbrot voru tilkynnt, eitt þeirra í bíla en hin í hús. Þá bárust tvær tilkynningar um þjófnað úr verslun og einn maður var handtekinn eftir að hann kastaði glasi í lögreglubíl og olli þannig einhverjum skemmdum. Loks var töluvert um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

mjolkurdreytill skrifaði:RÚV.is skrifaði:frá löggunni
Covid er búið og lífið er gott.
Best bara að halda sig heima þá og sem lengst frá miðbænum