Uppgreiðsla húsnæðislána

Allt utan efnis
Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf Revenant » Mið 05. Júl 2017 17:20

Hvaða lán er best (og hvaða greiðslubyrði) fer alfarið eftir stöðu hvers og eins.
Fyrir suma sem eru vel stæðir geta farið í óverðtryggt lán og staðgreitt vextina en þeir sem hafa minna milli handanna leitast í verðtryggð jafngreiðslulán (þó þau séu dýrari í heildina).

Gerðu bara ráð fyrir að mánaðarlega greiðslur geti hækkað um 20-30% þegar verðbólgan fer af stað aftur og hafðu það í huga að of há greiðslubyrði getur verið slæm ef það koma upp erfiðleikar (t.d. vegna atvinnumissis eða veikinda).

But in the end þá er þetta bara peningakast hvort maður tekur rétta/ranga ákvörðun.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf dori » Mið 05. Júl 2017 21:26

Ég er ekki alveg viss hvort þessi sýn á þetta hafi komið fram í þræðinum áður. Biðst velvirðingar ef svo er.

Bankarnir eru með fullt af þokkalega kláru liði í vinnu við að láta peningana sína skila þokkalegri ávöxtun. Óverðtryggt er alltaf meiri áhætta fyrir þá en verðtryggt. Þar af leiðandi eru verðtryggð lán (yfirleitt) aðeins ódýrari.

Auðvitað, eins og hefur marg oft komið fram þá er mismunandi hvernig lánin hegða sér ef allt fer í fokk.

Eitt sem menn hafa minnst á varðandi það að taka óverðtryggt lán og að þá "endurfjármagnar maður bara" ef það verður of þungt. Það er alveg númer 1, 2 og 3 að þú vilt ekki þurfa að endurfjármagna. Það er alveg gefið að þau kjör sem bjóðast þegar það sem þú ert með er of erfitt eru líkleg til að vera mjög hagstæð.

Best er að stilla láninu þannig að þú borgir það eins hratt upp og þú getur án þess samt að það sé líklegt til að verða vandamál t.d. ef þú (eða önnur tveggja fyrirvinna heimilisins) missir vinnuna í einhvern tíma. Alltaf miklu auðveldara og ódýrara að borga aukalega inná lán en að þurfa að endurfjármagna.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1370
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 194
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf nidur » Mið 05. Júl 2017 22:26

GuðjónR skrifaði:.

Það stendur á síðu ILS "Jafnframt er ekki reiknað uppgreiðslugjald ef fjárhæð sem greidd er fyrir gjalddaga er lægri en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli."

Ætli þetta þýði að þú megir setja inn milljón á ári á þitt lán án þess að það sé reiknað uppgreiðslugjald?

En eftir smá útreikninga þá fann ég eftirfarandi, þarna miðaði ég við 2,5% verðbólgu allt tímabilið, og þetta er það sem þú borgar næstu 30 árin, fyrstu 10 eru ekki inn í tölunum.

6M lánið - heildarkostnaður
20.673.795 kr. Miðað við áframhaldandi greiðslur
10.036.106 kr. Borga það upp á 13 árum með því að setja inn aukalega 42 þús á mánuði eða 500 þús á ári.
Minnkar mánaðargreiðslur á 6M um 2þús á milli ára en 24M hækkar um 3þús


24M lánið - heildarkostnaður
68.372.123 kr. Miðað við áframhaldandi greiðslur
56.620.067 kr. Ef þú myndir setja aukalega 42 þús á mánuði eða 500 þús á ári.

32M lán - óverðtryggt sjá Arionbanka skjáskot - heildarkostnaður
70.000.000 kr.

Í stað þess að borga 170+42 = 212 þús á mánuði , þá er kannski ekki svo slæmt að fara strax í 192 þús ef það lækkar heildarkostnað um svipaða tölu.
þeas. 10M+56,6M = 66,6M vs 70M
eða núverandi 20,6M + 68,4 = 89M vs 70M með því að borga 22 þús meira á mánuði




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1224
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf nonesenze » Sun 09. Júl 2017 03:24

Hef ekki lesið alla þessa þulu. En hefur þú skoðað að borga þetta lán upp að 10.000 og dreift restinni á settan tíma til að komast hjá þessu uppgræðslu láni?


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1224
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf nonesenze » Sun 09. Júl 2017 03:25

Sorry uppgrgræðgi láni


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf Klemmi » Sun 09. Júl 2017 10:10

Ég verð að vera ósammála mönnum sem hafa áhyggjur af því að þú lendir í vandræðum með óverðtryggt lán ef það kemur annað hrun.

Ef þú ert með verðtryggt lán og verðbólga eitt árið stekkur upp í 20-30%, þá fjúka þar mörg ár af sparnaði sökum hækkandi höfuðstóls og mánaðarlegar greiðslur þínar hækka um ca 15-25% (eftir því hversu stór verðbólgu þátturinn hefur verið af mánaðarlegum greiðslum fram til þessa).

Ef þú ert með óverðtryggt lán og verðbólga eitt árið stekkur upp í 20-30%, þá hækkar höfuðstóllinn ekkert. Ef þú ert með fasta vexti til x ára, þá eru ágætis líkur á að það sé eitthvað eftir af þeim tíma, þar sem mánaðarlegar greiðslur hækka ekkert og þú hefur fínt svigrúm til að fara yfir lánamarkaðinn og velja næstu skref. Það getur vel verið að þá sé best að skipta yfir í verðtryggt lán þegar vextirnir þínir eru endurreiknaðir, en þá ertu allavega með vaðið fyrir neðan þig. Þú stendur uppi með sama höfuðstól og þú gerðir fyrir hrun og í umtalsvert betri málum.

Söfnunarsjóður Lífeyrisréttinda býður núna óverðtryggð lán með föstum 5,55% vöxtum til 2 ára, ekkert uppgreiðslugjald og lántökugjöld 45þús kall + kostnaður við lánshæfismat og þinglýsingu skjala. Ég valdi þetta lán, og tók til 40 ára með jöfnum greiðslum. Það væri fatalt ef ég ætlaði bara að greiða samkvæmt greiðsluáætlun, en ég greiði alltaf eins mikið og ég get aukalega inn á lánið í hverjum mánuði. Að taka til langs tíma með jöfnum greiðslum gerir það að verkum að "skyldu"greiðslurnar í hverjum mánuði eru lágar, svo að ef eitthvað kemur upp á, bíllinn þarf að fara í viðgerð eða önnur stórútgjöld koma upp, þá er ég ekki í neinum svakalegum vandræðum.

Eins og fram hefur komið, þá er skynsamlegasta lánið fyrir hvern og einn háð aðstæðum hans. Ég tel samt að menn séu að telja sjálfum sér trú um að ef það komi annað hrun, þá skipti það engu máli hvort þú sért með óverðtryggt eða verðtryggt. Því er ég alfarið ósammála, því þú hefur almennt möguleika á því að breyta eða endurfjármagna óverðtryggðu lánin þegar breytingar verða á vöxtum, og höfuðstóllinn stendur í stað.

Það sem ég hef helst áhyggjur af er þó einmitt að þeir sem voru með verðtryggt lán verði bailaðir út með einum eða öðrum hætti, og ég nagi mig í handabökin fyrir það að hafa valið og greitt fyrir öruggu leiðina.



Skjámynd

Goodmann
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 02:45
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf Goodmann » Sun 09. Júl 2017 13:40

Sá ekki hvort einhver kom inn á þetta enn, það er líka mögulegt að lækka höfuðstólinn með að borga aukalega inn á lánið á gjalddaga og þarmeð lækka vaxta greiðslurnar smávegis.
Ég veit að það er ekki markmiðið með upphaflega póstinum en fannst það ætti að vera með.
Gangi þér vel í bardaganum við tröllin í bankanum.


CPU: AMD FX-8320 8 Core 3.5 GHz | MB: Gigabyte 970A-DS3P | GPU: AMD Radeon R9 380
Case: Fractal Define R5 | PSU: Gigabyte G750H | RAM: ADATA XPG V1.0 DDR3 1600 Mhz
HDD: SSD Plextor PX-250, SSD Samsung 850 EVO 250GB, 4TB Toshiba X300, 1 TB SAMSUNG HD & 500GB WD Caviar.

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1370
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 194
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf nidur » Sun 09. Júl 2017 22:45

Klemmi skrifaði:Söfnunarsjóður Lífeyrisréttinda býður núna óverðtryggð lán með föstum 5,55% vöxtum til 2 ára, ekkert uppgreiðslugjald og lántökugjöld 45þús kall + kostnaður við lánshæfismat og þinglýsingu skjala. Ég valdi þetta lán, og tók til 40 ára með jöfnum greiðslum.


Flott lán á ferðinni þarna miðað við flest, ekkert uppgreiðslugjald tryggir góða stöðu, hvað sem gerist með verðbólgu og annað í framtíðinni.




raekwon
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mán 07. Jan 2008 13:04
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreiðsla húsnæðislána

Pósturaf raekwon » Sun 09. Júl 2017 23:43

það er til trix í bókinni svo þú losnir við allt uppgreiðslugjald það er að greiða niður 99% af láninu og þá ertu að borga bara einhverjar krónur á mánuði næstu árin og svo geturðu gert það án kostnaðar eða bara borgað 4 krónur á mánuði næstu árin, veit um allavega 2 sem eru að borga eitthvað álíka frekar en að greiða niður allt lánið með svakalegum kostnaði.