Að gera lykkju á stálvír

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Þri 05. Júl 2016 11:32

Það slitnaði annar af tveimur stálvírunum sem toga bílskúrshurðina hjá mér upp.
Veit einhver hvar ég fæ stykki til þess að búa til nýja lykkju, þ.e. klemma endann svona saman.
Vírinn þarf að þola mikil álag.
Viðhengi
IMG_0681.JPG
IMG_0681.JPG (293.95 KiB) Skoðað 3010 sinnum




baldurgauti
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf baldurgauti » Þri 05. Júl 2016 11:37

Bauhaus ætti að eiga þetta fyrir þig :D




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf Tbot » Þri 05. Júl 2016 11:44

Þetta er þrykkt á, geri ekki ráð fyrir að þú eigir slíka vél. Hægt að redda sér með vírklemmum

Getur þú ekki fengið nýjan vír hjá umboðsaðila hurðarinnar?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Þri 05. Júl 2016 11:52

Spurning hvort "vírklemmur" séu nógu öflugar.
Hef ekki skoðað hvernig þetta festist við hjólið sjálft en kannski væri öruggast að reyna að fá nýjan vír með lykkju að því gefnu að það sé ekki eitthvað trix að festa hann við hjólið.
Vírinn er held ég góður, þetta slitnaði af því að lykkjan var oft blaut og náði að riðga í sundur.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 982
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf arons4 » Þri 05. Júl 2016 12:28

Þegar ég hef þurft að gera svona hef ég bara fengið töngina til að þrykkja þetta lánaða(er að vísu úti á landi þar sem slíkt er minna mál). En hef séð nokkrar týpur af svona stykkjum sem er hægt að ganga frá með skrúfum eða róm.

GuðjónR skrifaði:Spurning hvort "vírklemmur" séu nógu öflugar.

Ef þetta er hurð með tveimur gormum þá er vírinn sennilega ekki að bera alla þyngdina á hurðinni.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 134
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf vesi » Þri 05. Júl 2016 13:04

Getur sett 2-3 klemmur á svona, til að auka haldið, en þetta er nú bara ein hurð en ekki talía með 3t burðar getur.
svo ég held að þú sért allveg safe með svona vílklemmum.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Þri 05. Júl 2016 13:28

Ég hringdi í Vírnet á Borgarnesi og talaði við sérfræðing í þessum hurðum.
Hurðin sem ég er með er 240cm á hæð og 470mc á breidd og á milli 250 og 300KG, þyngdin er borin uppi af þessum tveim stálvírum og fjórum gormum sem eru upptrekktir. Hann sagði mér að gleyma öllu öðru en láta búa til nýja víra (báðu megin) með pressuðum hólkum.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 134
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf vesi » Þri 05. Júl 2016 14:30

GuðjónR skrifaði:Ég hringdi í Vírnet á Borgarnesi og talaði við sérfræðing í þessum hurðum.
Hurðin sem ég er með er 240cm á hæð og 470mc á breidd og á milli 250 og 300KG, þyngdin er borin uppi af þessum tveim stálvírum og fjórum gormum sem eru upptrekktir. Hann sagði mér að gleyma öllu öðru en láta búa til nýja víra (báðu megin) með pressuðum hólkum.


Magnað , ætli slitþol vírsins sem þú sýndir á myndinni sjé ekki 500+kg, svo eru þessar klemmur gefnar upp í einhverjum kg líka.

ef að vírarnir eru að taka tops 2/3 hluta þyngar hurðar á sig þá erut vel yfir mörkum.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Þri 05. Júl 2016 14:39

Ef hvor vírinn er að halda max 200kg þá ættu svona klemmur að duga, en fyrst ég get farið með vírinn og látið pressa svona stykki á nýjan vír þá held ég að það borgi sig, var næstum búinn að drepa mig á helvítis hurðinni í gær.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf Tbot » Þri 05. Júl 2016 16:05

Það sem er verið að horfa á ef annar vírinn hefur gefið sig er alltaf spurning um hinn.

Ef þetta er ekki spurning um tugi þúsunda, þá er best að skipta um báða og vera góður næstu árin.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 982
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf arons4 » Þri 05. Júl 2016 18:36

GuðjónR skrifaði:Ef hvor vírinn er að halda max 200kg þá ættu svona klemmur að duga, en fyrst ég get farið með vírinn og látið pressa svona stykki á nýjan vír þá held ég að það borgi sig, var næstum búinn að drepa mig á helvítis hurðinni í gær.

Annaðhvort halda gormarnir rétt tæplega þyngdinni á hurðinni eða tvö sett af gormum sem vinna á móti hvor öðrum og flytja spennuna á milli sín. Hlutverk þeirra er að létta hurðina svo það sé hægt að opna hana með handafli/litlum mótor.

Ef spennan í þessum gormum er ekki rétt styllt þá annaðhvort þarf hurðin hjálp við að opnast eða hjálp við að lokast.

Engu af síður er þetta gríðaleg spenna í gormum og getur verið hættulegt þegar maður er óviss. Myndi fá fagmann í verkið.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1508
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 238
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf nidur » Þri 05. Júl 2016 20:47

Svona vírar sem eru klemmdir saman eru gerðir af fagmönnum, miðað við styrk vírsins og fl.

Þeas. gefnir upp fyrir vissa þyngd.

Ég myndi ekki gera neitt annað en að láta búa til eða kaupa nýtt sett í þetta.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1508
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 238
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf nidur » Þri 05. Júl 2016 20:49

Ég myndi líka skoða aðeins af hverju hann slitnaði, kannski þarf að skipta um eitthvað annað líka.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2380
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 66
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf Gunnar » Þri 05. Júl 2016 20:59

ég hefði haldið að gormarnir gera hurðana léttari fyrir mótorinn og svo eru vírarnir svo hún fari rétt upp. Verður að passa að vírarnir séu jafn strektir svo hún fari ekki skökk upp.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 134
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf vesi » Þri 05. Júl 2016 21:18

nidur skrifaði:Ég myndi líka skoða aðeins af hverju hann slitnaði, kannski þarf að skipta um eitthvað annað líka.


Vírinn er held ég góður, þetta slitnaði af því að lykkjan var oft blaut og náði að riðga í sundur.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 874
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 161
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf Hrotti » Þri 05. Júl 2016 23:46

Gormarnir "toga" í þessa víra og þeir bera allann þungann af hurðinni, þannig að þó manni finnist lítið mál að opna með höndunum þá er rosa átak á vírunum allann tímann. Það er samt smá aðgerð að skipta um þetta og þarf að passa vel að vírarnir séu nákvæmlega jafn langir.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3865
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 271
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf Tiger » Mið 06. Júl 2016 00:22

Farðu í Ísfell í Hafnarfirði með vírinn og þeir gera nýjan samdægurs á klink. Þeir keyptu víraverkstæði olíufélagsins fyrir ekki löngu síðan.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf urban » Mið 06. Júl 2016 00:22

GuðjónR skrifaði:Vírinn er held ég góður, þetta slitnaði af því að lykkjan var oft blaut og náði að riðga í sundur.


Þú ert samt að misskilja.
Vírinn er alls ekki góður, það er vírinn sem að ryðgaði í sundur, lykkjan er bara lykkja á vírnum, semsagt ekki sérlykkja sem að er þrykkt á endan á vírnum.
Vírinn hjá þér er einfaldlega of stuttur núna nema að það sé enþá meira uppá keflinu fyrir hann (verða að vera lágmark 3 hringir ef ég man rétt)

Vírinn þar að auki teygjist hægt og rólega þannig að skipta um annan getur valdið vandræðum þegar að þeir eru misteygðir.

Ekkert vit í öðru en að skipta þessu öllu út.
Já og ef að þú hefur ekki gert það sjálfur áður eða fylgst vel með því hvernig það er gert, þá skaltu annað hvort kynna þér málið virkilega vel og hvað ber að varast eða hreinlega að leyfa fagmanni að sjá um verkið, það eru ótrúlega margir sem að hafa klúðrað þessu og hurðin hálf skökk eða of þung.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Mið 06. Júl 2016 11:41

Skemmtileg umræða hérna, ef ég hefði vitað það sem ég veit núna fyrir tveim dögum þá hefði ég gert hlutina öðruvísi en mér datt ekki í hug að hurðin væri hátt í 300kg. Það borgar sig klárlega að skipta um báða vírana, þó annar hafi riðgað í sundur þá fékk hinn á sig tvöfalt álag og það gæti hafa veikt hann. Það er hægt að fá þessa víra út um allt, t.d í Ísflell eins og Tiger benti á, en það er einn góður Vaktari að kanna hvort hann geti skellt í þetta fyrir mig, hann vinnur í vélsmiðju. Vírinn hans er 4mm að þvermáli en það ætti bara að vera betra (original er 3mm), bara passa að vírarnir séu jafnlangir

Já ég var stálheppinn að stórslasa mig ekki þegar vírinn slitnaði og ég reyndi að slaka hurðinni þá fór hún auðvitað á ská og skjön þannig að ég opnaði hana í botn og slakaði á gormunum eitthvað sem ég veit núna að er algjört NO NO. Mér datt ekki í hug að hurðin væri svona þung.
Þegar ég losaði um síðast gorminn þá féll hún en ég var í tröppu og náði að grípa í botninn á henni og halda henni meðan ég öskraði á hjálp, hurðin seig neðar og neðar og svona 5 sec áður en ég var að missa takið þá var gripið undir hana með mér, svo náðum við í sameiningu að slaka henni. Það þarf ekkert að spyrja að leikslokum ef ég hefði dottið úr tröppunni og lent undir hurðinni, 250kg + fallþunginn.

Mynd



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Mið 06. Júl 2016 21:23

Double post og update!
Haldiði að mercury hafi ekki smíðað þessa flottu víra!
Gamli vírinn er eins og tannþráður í samanburði. Plús það að hann setti lykkju inn í lykkjuna sem tekur núninginn af vírunum, snilld! :happy
Viðhengi
IMG_0698.JPG
IMG_0698.JPG (351.81 KiB) Skoðað 2441 sinnum
IMG_0700.JPG
IMG_0700.JPG (246.83 KiB) Skoðað 2441 sinnum



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3457
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf mercury » Mið 06. Júl 2016 22:02

Skulum vona að þu komir þessu saman áfallalaust. :happy [-o<



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17145
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2338
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf GuðjónR » Fim 07. Júl 2016 00:15

mercury skrifaði:Skulum vona að þu komir þessu saman áfallalaust. :happy [-o<

hehehe, ég vona að ég sé kominn fyrir vind með þetta, en kannski vissara að hafa þig á speed-dial til vonar og vara... :D :happy
Gömlu kaplarnir entust í 12 ár, ég er fullviss um að þessir munu endast jafn lengi og hurðin sjálf, ótrúlegur munur á köplunum.
Þú færð 10/10 fyrir handbragðið. ;)



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3457
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Að gera lykkju á stálvír

Pósturaf mercury » Fim 07. Júl 2016 00:25

Haha þakka þér ;)