Var aðeins að spá hvort að einhverjir hafa reynslu á tecshop hérna. Langar bara að vita hvernig hefur gengið að panta þaðan, ótrúllega mikið úrval.
Væri sjálfsagt búinn að panta ef að hver einasti texti á síðunni hefði ekki stafsetningarvillur, og líka það að merkið lítur úr fyrir að hannað af sex ára barni að leika sér með paint.
Veit alveg að það þýðir ekkert að þetta sé vond síða, vill bara fá að vita hvað þið haldið.
Reynsla ykkar af tecshop.is?
-
robbi553
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Þri 24. Maí 2016 20:21
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Reynsla ykkar af tecshop.is?
Síðast breytt af robbi553 á Lau 25. Jún 2016 19:28, breytt samtals 1 sinni.
-
HalistaX
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla ykkar af tecshop.is?
robbi553 skrifaði:Var aðeins að spá hvort að einhverjir hafa reynslu á tecshop hérna. Langar bara að vita hvernig hefur gengið að panta þaðan, ótrúllega mikið úrval.
Væri sjálfsagt búinn að panta ef að hver einasti texti á síðunni hefði ekki stafsetningarvillur, og líka það að merkið lítur úr fyrir að hannað af sex ára barni að leika sér með paint.
Veit alveg að það þýðir ekkert að þetta sé vond sýða, vill bara fá að vita hvað þið haldið.
Ouch
Hahahaha
Þetta var komið í hús heima á einhverjum 2 vikum ef ég man rétt, og sat svo á stofu borðinu í nokkra mánuði þangað til turninn minn fór í uppfærslu, og allt dótið var sett í hann.
Ég gæti ekki verið annað en sáttur, kortið perform'ar ágætlega, aflgjafinn er að virka ágætlega og 8gb kubburinn var enþá í vélinni, síðast þegar ég vissi.
Ég mæli með því að versla við þessa síðu, verðin eru fín, mættu vera aðeins ódýrari þar sem þarf ekki að borga sölumönnum kaup fyrir að selja þetta dót, en annars þá tekur þetta bara sinn tíma rétt eins og allt annað.
Go for it!

Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Re: Reynsla ykkar af tecshop.is?
Verslaði hjá þeim EVGA aflgjafa fyrir einhverjum mánuðum á mjög góðu verði. Get ekkert sett útá þá, fékk hann í hendurnar eftir 7 daga og auðvitað í fullkomnu ástandi. Hef ekkert lennt í neinu veseni eða þurft að hafa samband við þá síðan svo ég veit nú ekki hvernig þeir þjónusta mann eftirá.
Er líka sammála þér með þetta lógó, virkilega ljótt.
Er líka sammála þér með þetta lógó, virkilega ljótt.
|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|
-
robbi553
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Þri 24. Maí 2016 20:21
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla ykkar af tecshop.is?
Steinman skrifaði:Verslaði hjá þeim EVGA aflgjafa fyrir einhverjum mánuðum á mjög góðu verði. Get ekkert sett útá þá, fékk hann í hendurnar eftir 7 daga og auðvitað í fullkomnu ástandi. Hef ekkert lennt í neinu veseni eða þurft að hafa samband við þá síðan svo ég veit nú ekki hvernig þeir þjónusta mann eftirá.
Er líka sammála þér með þetta lógó, virkilega ljótt.
Var einmitt að spá í það sama, eini staðurinn þar sem maður fær EVGA G2 aflgjafa, alltaf uppseldir hjá start.is.
-
asgeirbjarnason
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 73
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla ykkar af tecshop.is?
Keypti hjá þeim örgjörva, móðurborð, minni og aflgjafa í vetur því þeir voru með mjög gott úrval (vildi SFX-L aflgjafa, sem engin önnur tölvubúð virtist vera með) og verð á pari við ódýrstu búðirnar. Hef ekkert nema gott um þau að segja. Líst sérstaklega vel á það að þau eru að bjóða upp á frekar sérhæfða hluti sem hefur verið erfitt að nálgast í öðrum tölvubúðum og virðast vera með minni álagningu á vöruflokkum sem hinar tölvubúðirnar virðast hafa okrað soldið á.
Til dæmis eru þeir með 8 porta 802.1Q VLAN svissa á rétt um 10k á meðan litlir VLAN svissar hjá öðrum búðum hafa verið á svona 30-40k. Annað dæmi er síðan að routerinn sem ég er með heima, TP-Link Archer C7, kostar hjá þeim um 18k en um það bil 25k þar sem ég fann hann í öðrum búðum.
Skil í rauninni að þessar vörur sem ég bendi hérna á séu með mikilli álagningu á íslandi; líklega ekki mikil hreyfing á þessum vörum. Þetta módel sem Tecshop virðast vera með, að hafa sem minnst á lager hér á landi, virðist koma vel út fyrir þessar vörur.
Til dæmis eru þeir með 8 porta 802.1Q VLAN svissa á rétt um 10k á meðan litlir VLAN svissar hjá öðrum búðum hafa verið á svona 30-40k. Annað dæmi er síðan að routerinn sem ég er með heima, TP-Link Archer C7, kostar hjá þeim um 18k en um það bil 25k þar sem ég fann hann í öðrum búðum.
Skil í rauninni að þessar vörur sem ég bendi hérna á séu með mikilli álagningu á íslandi; líklega ekki mikil hreyfing á þessum vörum. Þetta módel sem Tecshop virðast vera með, að hafa sem minnst á lager hér á landi, virðist koma vel út fyrir þessar vörur.
-
methylman
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla ykkar af tecshop.is?
Ég hef verslað nokkrum sinnum við þá og það tekur 5 til 10 daga að fá vörurnar í hendurnar, lægra verð réttlætir biðtímann og engin vandamál með að skila vöru eða þessháttar. Ég er mjög ánægður með þá.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.