Hobbýhornið mitt: mini trésmíðaverkstæði

Allt utan efnis

Höfundur
Chokotoff
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 01. Mar 2015 02:40
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Hobbýhornið mitt: mini trésmíðaverkstæði

Pósturaf Chokotoff » Þri 14. Júl 2015 20:57

Sælir spjallverjar :D

Mér datt í hug að deila með ykkur hobbýhorninu mínu. Þannig er að ég ákvað fyrir stuttu að koma mér upp aðstöðu til að sinna aðaláhugamálinu sem er að skera út og smíða allskonar smáhluti úr timbri og öðru tilfallandi. Fór og tæmdi einn vegg inni í þvottahúsi/geymslu og smíðaði mér þetta horn hérna:
20150714_202451.jpg
20150714_202451.jpg (1.86 MiB) Skoðað 996 sinnum


Vorum að skipta út eldhúsinnréttingu og var þessi borðplata afgangs þannig að ég sneið hana niður í 1,5m og skellti henni í hornið.
20150714_201630.jpg
20150714_201630.jpg (1.89 MiB) Skoðað 996 sinnum


Undir er frystiskápur sem væri ekki þarna ef hann kæmist fyrir annars staðar, og ikea skúffueining sem ég fékk gefins. Hún fékk nýtt líf sem verkfæraskápur. Planið er að setja hjól undir þannig að það sé hægt að draga hann út ef mig vantar auka borðpláss.
20150714_201529.jpg
20150714_201529.jpg (1.96 MiB) Skoðað 996 sinnum


Fyrir ofan set ég svo grunna hillu fyrir hluti eins og skrúfur og nagla, auka batterý og annað sem gott er að geta gripið í. Undir hana skrúfa ég slátur úr gömlum vegglampa sem gefur alveg hellings ljós. Þar fyrir ofan koma svo djúpar geymsluhillur.
20150714_201622.jpg
20150714_201622.jpg (1.97 MiB) Skoðað 996 sinnum


Set þetta hér inn sem smá innblástur fyrir þá sem hafa drauma um aðstöðu fyrir hobbýið sitt, hvert sem það er, en þykjast ekki hafa pening eða pláss til að koma henni upp :P


DFTBA

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hobbýhornið mitt: mini trésmíðaverkstæði

Pósturaf Daz » Þri 14. Júl 2015 22:14

Flott! þ.e.a.s að ganga bara í málið.
Ég þarf bara að finna mér eitthvað hobbý sem ég get sett út í horn :|



Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 744
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 7
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Hobbýhornið mitt: mini trésmíðaverkstæði

Pósturaf Saber » Lau 18. Júl 2015 22:27

Vel gert! :happy


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Hobbýhornið mitt: mini trésmíðaverkstæði

Pósturaf Nitruz » Lau 18. Júl 2015 23:31

Flottur =D> takk fyrir að deila þessu.