Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Allt utan efnis

Höfundur
Steam
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 18. Maí 2015 20:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf Steam » Mán 18. Maí 2015 21:00

Ég var rétt áðan inn á Amazon og var að ganga frá kaupum á Android boxi sem átti að kosta mig 170$, svo var sendingarkostnaður ca. 50$. Total 220$ og svo birtist neðst á reikningnum liður sem var kallaður "Import Fees Deposit" 60$. Þessi liður er skilgreyndur þannig að hann sé fyrirfram greiðsla til þess aðila sem sér um að flytja inn vörunar, þeas. póstsins, dhl, osfrv. Hann á að covera öll opinbergjöld. Ég talaði við þjónustuborðið hjá Amazon og sagði að ég hefði ekki heyrt um þetta fyrirkomulag áður og ég væri illa stemmdur því að verða tvírukkaður af tollinum hérna heima, sem ég veit að þeir koma til með að gera, bara til að vera sem mest óliðlegir. Þjónustuborðið fullvissaði mig um að ég myndi ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessu því þetta myndi allt vera automatískt, þeir myndu einfaldlega rukka mig strax um 60$ og ef ég yrði tvírukkaður þá myndu þeir einfaldlega borga þessa peninga til baka... þeas. innan 60 daga.

Hefur einhver hér prufað þetta kerfi? Er þetta að virka? Væri frábært ef þetta virkaði og maður gæti röllt út í póst og sótt pakkann sinn en af fyrri reynslu þá er ég skít hræddur um að þetta verði notað til að drepa innfluttning þannig að það sé hægt að okra á okkur heima.

Væri gaman að heyra í einhverjum sem hefur flutt inn pakka eftir að þetta nýja kerfi byrjaði.

Kv.
Steam




wicket
FanBoy
Póstar: 799
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf wicket » Mán 18. Maí 2015 21:25

Amazon byrjaði að rukka VSK 1.janúar 2012 og skila honum hingað til lands og það gekk 100%. Hef ekki trú á því að Amazon klikki á þessu.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3288
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf Frost » Mán 18. Maí 2015 21:25

Er að bíða eftir sendingu, kemur á fimmtudaginn. Vonandi þarf ég ekki að borga neitt.

Sá þetta einmitt og mundi að ég hafi lesið um þetta á vaktinni: viewtopic.php?f=9&t=64508&p=590815&hilit=import+fee#p590770
Samkvæmt þeim sem hafa pantað þaðan þá þarf ekki að borga neitt.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Höfundur
Steam
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mán 18. Maí 2015 20:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf Steam » Mán 18. Maí 2015 21:33

Þetta er náttúrulega mjög sniðugt ef kerfið virkar. Hafði engar áhyggjur af Amazon með þetta, meira af Íslensku hliðinni.
Þannig að það virðist vera í lagi að panta. Takk fyrir svörin.




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf machinefart » Mán 18. Maí 2015 21:52

Er þetta ekki bara í gegnum DHL? Þeir eru að vísu að reikna vörugjöld ennþá á fullt af vörum, þeir endurgreiða náttúrulega allt umfram, bara leiðinlegt að vera að punga út fullt af fé bara til þess að fá það endurgreitt aftur.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 240
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf nidur » Mán 18. Maí 2015 22:30

Þetta virkar ótrúlega vel hjá Amazon


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

brain
1+1=10
Póstar: 1144
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf brain » Mán 18. Maí 2015 22:46

Þetta hefur verið gert við 2 sendingar frá Amazon til mín.

Ekki þurft að borga viðbót í tolli.

Flott að hafa þetta svona. Varan fer beint á pósthús.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3614
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Amazon.com byrjað að innheimta tolla fyrir Íslensk stjórnvöld

Pósturaf dori » Þri 19. Maí 2015 08:37

Ég hef fengið sendingu svona. Tók tvo daga frá því að ég pantaði vöruna þangað til ég var kominn með hana í hendurnar, fékk svo endurgreiddar einhverjar nokkrar krónur sem þeir ofrukkuðu einhverjum vikum seinna (ætli það hafi ekki verið 60 dagar).

Frábært thing, miklu betra en að díla við Póstinn.