Launamál í IT bransanum

Allt utan efnis

Höfundur
md007
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 11. Apr 2015 20:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Launamál í IT bransanum

Pósturaf md007 » Sun 12. Apr 2015 07:05

Daginn félagar

Mig langar aðeins að leita til ykkar og fá álit á launum í IT bransanum. Þar sem tölvubransinn er ansi breiður þá er kannski betra að ég skilgreini vinnuna sem ég á við.

Þá er ég að tala um viðhald og þjónustu á Windows netþjónum, aðstoð við notendur og útstöðvar, uppsetningar á búnaði, utanumhald um domain og viðhald á því (stýra policyum, prenturum, pósthólfum, login scriptum o.fl. þess háttar).

Ég er aðal tengiliður ýmissa fyrirtækja og leysi flest öll verkefnin sjálfur. Ef þörf er á þá hef ég aðgang að dýpri Microsoft sérfræðingi og Cisco sérfræðingi þegar kemur að flóknari netmálum og configi á svissum og routerum.
Hvað mynduð þið telja að sanngjörn laun fyrir svona einstakling væru fyrir 8 tíma vinnudag? Útseldur tími til fyrirtækja er cirka 20-25þús kall á tímann fyrir þau sem eru ekki í samning.

Er með MCP, MCITP, Office 365 gráður, Comptia A+ og fleiri námskeið á bakinu. Er með nokkurra ára reynslu í tölvuviðgerðum hjá tveimur stórum umboðsaðilum og svo 2-3 ára starfsreynslu í að vesenast í IT umhverfum fyrirtækja.

Mér finnst tölurnar sem VR gefa manni upp til að fá einhverja hugmynd um launin manns í samanburði við aðra í sömu stétt ekki alveg nógu nákvæmar. Þar er hægt að velja um kerfisfræðing/tölvunarfræðing en það getur verið svo vítt. Mögulega forritarar og fleiri þar undir sem eru að vinna allt öðruvísi vinnu en maður sjálfur.

Ég er ekki að biðja ykkur um að gefa upp launin ykkar, bara hugmynd að launatölu fyrir 8 tíma grunnlaun fyrir svona starf í einkageiranum hjá IT fyrirtæki sem selur út þjónustu starfskrafta sinni til annarra fyrirtækja.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6378
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Launamál í IT bransanum

Pósturaf AntiTrust » Sun 12. Apr 2015 15:37

Ég myndi segja 450.000 +/- 50þús eftir ábyrgð, stöðu og flækjustigi.




fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Launamál í IT bransanum

Pósturaf fedora1 » Sun 12. Apr 2015 17:41

Þetta gæti líka farið eftir því hvað þú ert mikið útseldur. Ef þú ert 80% útseldur á 15-20k klukkustundina gæir þú alveg verið með 600k +/- 100k

En það getur verið erfitt að halda hárri % í útseldri, þetta sveiflast ... og hafa í huga að launakostnaður fyrirtækisins er hærri en bara útborguð laun (tryggingagjald og lífeyrissjóður)