Núna fyrir áramót ákvað Íslandsbanki að nú skyldi ég sko fá mér MasterCard. Ekki fékk ég neitt um það ráðir,
mér var ekki boðið hvort ég vildi skipta eða bara segja upp kortunum. Eftir að hafa grennslast fyrir þá er mér
sagt að það sér til að létta á kortaflórunni.... Mér er tjáð að allar tryggingar muni vera eins þar sem ég nýti
kortið mitt aðallega þegar ég ferðast. Samt fer það í mig að svona ákvörðun sé tekin án samþykkis enda smá
vesen innifalið hjá mér að skipta út kortanúmerum á þeim stöðum sem ég hef stundað viðskipti í gegnum tíðina.
Einnig tók ég nýlega eftir því að Valtior virðist vera í vandræðum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... a_valitor/
Þá sá ég aðra frétt í sjónvarpi, tekst ekki að finna hana, þar sem talað var um, ef ég man rétt, að Valitor
hefði ekki skilað neinum hagnaði í X langar tíma heldur væri allveg á núllinu, frekar dúbíus ef ég sletti smá.
Er einhver tenging hér á milli eða um tilviljun að ræða og hvað finnst fólki um svona kortaskipti eftir geði
bankans?
Kv. Samsæriskenningarnöttinn

