sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
destinydestiny
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 325
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 21:36
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf destinydestiny » Lau 03. Jan 2015 00:38

ég var að vinna hjá fyrirtæki sem heitir wilsons og ég hætti þar eftir buinn að vinna þar i 1oghálfan mánuð og þeir eru að neyta því að borga mér laun? er einhver séns að þeir komast upp með það




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Bjosep » Lau 03. Jan 2015 00:41

Það eru rekin fyrirbæri á Íslandi sem kallast stéttarfélög. Þú ert að öllum líkindum í einu slíku þar sem síðast þegar ég gáði, þá er ekki hægt að standa utan þeirra.

Farðu og spjallaðu við eitthvað stéttarfélag. Efling myndi ég halda ef þú ert ekki í neinu.

En að því sögðu þá geta þeir ekki komist upp með það að greiða þér ekki laun. Þitt vandamál er líklegast það að þú ert ekki með tímaskýrsluna þína í höndunum heldur þeir.

(og þú átt skilaboð)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7168
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1046
Staða: Tengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf rapport » Lau 03. Jan 2015 01:39

Þá má líka benda á að ef þú hvarfst án þess að segja upp, þá eru þeir í fullu leyfi að halda eftir af launagreiðslum til þín...



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6318
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 445
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf worghal » Lau 03. Jan 2015 02:21

Einnig ef þú varst að vinna svart þá eru þeir ekkert skyldugir til að greiða þér (nokkuð viss um þetta)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
destinydestiny
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 325
Skráði sig: Mið 23. Jan 2013 21:36
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf destinydestiny » Lau 03. Jan 2015 08:07

ég var ekki að vinna svart



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 08:39

rapport skrifaði:Þá má líka benda á að ef þú hvarfst án þess að segja upp, þá eru þeir í fullu leyfi að halda eftir af launagreiðslum til þín...


Hvaða bull fokking bull staðreynd er þetta?

Þetta er ekki satt í neinu siðmenntuðu landi. Þetta er pizzastaður.

destinydestiny skrifaði:ég var að vinna hjá fyrirtæki sem heitir wilsons og ég hætti þar eftir buinn að vinna þar i 1oghálfan mánuð og þeir eru að neyta því að borga mér laun? er einhver séns að þeir komast upp með það


Hvað segja þeir þegar þú biður þá um að borga þér?

Geymdu allt sem sýnir að þú hafir unnið tímana sem þú vannst. Vaktaplön, SMS við vaktstjóra blabla allt sem þér dettur í hug og passaðu vel upp á þau gögn.


Modus ponens


frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf frappsi » Lau 03. Jan 2015 09:44

Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:Þá má líka benda á að ef þú hvarfst án þess að segja upp, þá eru þeir í fullu leyfi að halda eftir af launagreiðslum til þín...


Hvaða bull fokking bull staðreynd er þetta?

Þetta er ekki satt í neinu siðmenntuðu landi. Þetta er pizzastaður.


"Gerist starfsmaður sekur um brotthlaup falla launagreiðslur samstundis niður og er hann jafnframt skaðabótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum að því marki sem brotthlaupið hefur valdið vinnuveitandanum tjóni. Hafa dómstólar mótað þá þumalfingursreglu í slíkum málum að sanngjarnt sé að miða bótakröfuna við laun í hálfum uppsagnarfresti starfsmannsins og að heimilt sé að halda þeirri fjárhæð eftir við útgreiðslu launa."
http://www.sa.is/frettatengt/eldri-fret ... arfsmanna/



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 09:52

frappsi skrifaði:
Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:Þá má líka benda á að ef þú hvarfst án þess að segja upp, þá eru þeir í fullu leyfi að halda eftir af launagreiðslum til þín...


Hvaða bull fokking bull staðreynd er þetta?

Þetta er ekki satt í neinu siðmenntuðu landi. Þetta er pizzastaður.


"Gerist starfsmaður sekur um brotthlaup falla launagreiðslur samstundis niður og er hann jafnframt skaðabótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum að því marki sem brotthlaupið hefur valdið vinnuveitandanum tjóni. Hafa dómstólar mótað þá þumalfingursreglu í slíkum málum að sanngjarnt sé að miða bótakröfuna við laun í hálfum uppsagnarfresti starfsmannsins og að heimilt sé að halda þeirri fjárhæð eftir við útgreiðslu launa."
http://www.sa.is/frettatengt/eldri-fret ... arfsmanna/


Ég á oftar og oftar ekki orð yfir þessu landi.

Samt sem áður sé ég enga leið fyrir þá að halda aftur eins og hálfs mánaða magni af launum, af hverju voru þeir ekki búnir að greiða launin í svona langan tíma?
Mun þá sú heild teljast til niðurfellingar vegna þess að þeir borguðu ekki út launin í 40+ daga?

Þetta er áhugaverðasta mál sem hefur verið sent inn á þetta spjallborð svo ég muni.

Af hverju ætti ég t.d. að þurfa að halda áfram að vinna hjá fyrirtæki sem er ekki að greiða mér laun? Það hljómar eins og bókstafleg þrælkun
og þó það ætti vissulega að fara í ferli hjá réttum aðilum þá er absúrd hugmynd að fólk eigi bara að sætta sig við það og standa frammi fyrir niðurfellingu launa sinna.

Fyrirtæki sem hættir að greiða fólki laun án ástæðu er raunverulega að segja því upp, ekki satt? Pælið aðeins í því með þessa bull fokking bull staðreynd í huga ef þið ætlið að huga að henni í þessu máli.

Kannski er það samt bara vitlaust lesið út úr þræðinum hjá mér að hann hafi ekkert fengið borgað í einn og hálfan mánuð eða hvort hann fékk eitt launatímabil borgað en ekki næsta.

EDIT: Ef að "Falla launagreiðslur samstundis niður" = "Hættir hann að vinna sér inn pening" þá er þetta nákvæmlega sama rökrétta kerfið og í USA/UK og
restin er bara tort law. Ef "Falla launagreiðslur samstundis niður" = "Þarf aldrei að borga honum" þá er þetta absúrd og kommentið mitt hér fyrir ofan helst óbreytt.


Modus ponens


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Bjosep » Lau 03. Jan 2015 11:20

ASÍ skrifaði:Reglur um uppsagnarfrest í kjarasamningi VR við Samtök atvinnulífsins (2008) er með þeim hætti að á fyrstu þremur mánuðum sem er reynslutími er uppsagnarfrestur 1 vika. Á næstu þremur mánuðum á eftir er uppsagnarfrestur 1 mánuður en eftir 6 mánaða starf er uppsagnarfrestur 3 mánuðir. Þá gilda sambærilegar reglur um uppsagnarfrest eftir 10 ára starf hjá fyrirtæki.


http://www.asi.is/vinnurettarvefur/stet ... arfrestur/



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1367
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 193
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf nidur » Lau 03. Jan 2015 12:49

Ef þú ert búinn að vinna þarna í 1 og hálfan mánuð samtals þá geta þeir haldið hálfri viku í launum en þurfa að greiða þér restina.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7168
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1046
Staða: Tengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf rapport » Lau 03. Jan 2015 13:51

destinydestiny skrifaði:ég var að vinna hjá fyrirtæki sem heitir wilsons og ég hætti þar eftir buinn að vinna þar i 1oghálfan mánuð og þeir eru að neyta því að borga mér laun? er einhver séns að þeir komast upp með það


Förum yfir upphafinnleggið....


Hann er búinn að vinna þarna í 1,5 mánuð.

Það stendur ekkert um að hann hafi ekki fengið fyrsta mánuðinn greiddan.



Þetta er því spurning um tvær vikur.

Ef hann var í vaktavinnu þá getur verið að viku uppsagnarfresturinn hafi verið 5 vinnudaga vika en vikan á undan 2 vinnudaga vika = hann er raun í mínus.



Ég benti bara á að fólk sem stingur af úr vinnu missir réttinn á "farsælum endi".



Þetta er kannski ekki eitthvað sem fólk veit um ríkisstarfsmenn, en ef þú vinnur ekki vinnuskylduna þína og það vantar segjum 2 klst. upp á, s.s. þú vannst 158 klst í mánuði, þá færðu bara 157 klst. greiddar.

Ástæðan...?

Þú gerðir samning um 160 en skilaðir þeim ekki, 50% af "vinnusvikunum" er tekið af þér aukalega fyrir að svíkja samninginn.

Þetta er ástæðan fyrir því að ríkisstarfsmenn vinna yfirleitt alltaf ókeypis einhverjar mínútur eða klst. yfir 160 klst. sem þeir fá svo ekkert fyrir.


Það má gera þetta við alla 30.000+ starfsmenn ríkisins en 24/7 - 365 en allt verður brjálað ef unglingur á pizzastað finnst hann svikinn?


Einkageirinn er bara ekki nógu harður greinilega...



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 14:05

Einkageirinn er bara ekki nógu harður greinilega...


Hérna er eitthvað sem þú ættir að íhuga:

Almennt telst réttlátt að fólk fái borgað fyrir unna vinnu.

Almennt teljast ógildir samningsliðir sem tala um fyrirframákveðna refsingu fyrir ómælanlegan skaða umfram mælanlegan skaða.

Pizzastaður sem þarf bara að hringja í einhvern til að taka vaktina (búhú) en fengi andvirði 5/10/15/x vinnudaga væri almennt talið ósanngjarnlega verðlaunaður aðili

Ég veit ég er að vera þvílíkur armchair lawyer en þegar að maður gerir þráð eins og OP með ófullkomnum upplýsingum fær maður ófullkomin svör frá ómenntuðum ólögfræðingum. ;)


Modus ponens

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7168
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1046
Staða: Tengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf rapport » Lau 03. Jan 2015 14:29

Gúrú skrifaði:
Einkageirinn er bara ekki nógu harður greinilega...


Hérna er eitthvað sem þú ættir að íhuga:

Almennt telst réttlátt að fólk fái borgað fyrir unna vinnu.

Almennt teljast ógildir samningsliðir sem tala um fyrirframákveðna refsingu fyrir ómælanlegan skaða umfram mælanlegan skaða.

Pizzastaður sem þarf bara að hringja í einhvern til að taka vaktina (búhú) en fengi andvirði 5/10/15/x vinnudaga væri almennt talið ósanngjarnlega verðlaunaður aðili

Ég veit ég er að vera þvílíkur armchair lawyer en þegar að maður gerir þráð eins og OP með ófullkomnum upplýsingum fær maður ófullkomin svör frá ómenntuðum ólögfræðingum. ;)



Ég er innilega sammála þér, ég fór í "state of disbelief" þegar launafulltrúinn var að segja mér frá þessu...

Svo er margt annað sem starfsmenn ríkisins láta ganga yfir sig fyrir lágmarkslaun.

t.d. starfsmenn LSH, eiga að vera mættir upp á deild, klæddir og tilbúnir til vinnu kl.16 en fá ekki 10-15 mín greiddar á meðan skipt er um föt (skilda að vera í vinnufatnaði) og á meðan gengið er frá búningsherberginu og upp á deild.

Sama gildir um lok vaktar, kl.16 er vaktin búin, sama þó að rapport (aha, flott orð ...) hafi ekki verið klárað milli vakta og að viðkomandi á eftir að ganga niður í búningsherbergi og klæða sigúr vinnufatnaði sem skilda var að fara í.

Þannig að 8.klst vakt kallar á a.m.k 8,5 klst. viðveru (oft meira því búningsherbergin ráða ekki viðallan fjöldann og fólk þarf stundum að bíða til að geta athafnað sig þar).




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Klemmi » Lau 03. Jan 2015 14:42

rapport skrifaði:Þá má líka benda á að ef þú hvarfst án þess að segja upp, þá eru þeir í fullu leyfi að halda eftir af launagreiðslum til þín...


Ekki rétt, ef hann hverfur án þess að segja upp, þá er það í verkahring fyrirtækisins að segja honum upp, ef þeir gera það ekki, þá á hann rétt á launum, þrátt fyrir að vera ekki í vinnunni. Ef starfsmaður segir ekki upp, og vinnuveitandi segir honum ekki upp sökum þess að hann mæti ekki í vinnu, þá getur starfsmaður farið fram á laun þar sem hann fékk ekki áminningu um að hann ætti að mæta í vinnunna og enga uppsögn.

Veit um dómsmál sem samsvarar þessu, það urðu eigendaskipti á fyrirtæki og einn starfsmaðurinn var ósáttur með breytingarnar, svo hann hætti að mæta. Nýju eigendur álitu svo að hann væri hættur og málið leyst, en svo hefur starfsmaðurinn samband löngu seinna og krefur þau um launagreiðslur, þar sem hann hafi aldrei hætt. Málið fór fyrir rétt og "starfsmaðurinn" vann málið, þar sem hann hafði hvorki sagt upp né honum verið sagt upp störfum, og átti hann þá rétt á launagreiðslum þó svo að hann mætti ekki til vinnu.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 15:22

rapport skrifaði:Svo er margt annað sem starfsmenn ríkisins láta ganga yfir sig fyrir lágmarkslaun.
t.d. starfsmenn LSH, eiga að vera mættir upp á deild, klæddir og tilbúnir til vinnu kl.16 en fá ekki 10-15 mín greiddar á meðan skipt er um föt (skilda að vera í vinnufatnaði) og á meðan gengið er frá búningsherberginu og upp á deild.
Sama gildir um lok vaktar, kl.16 er vaktin búin, sama þó að rapport (aha, flott orð ...) hafi ekki verið klárað milli vakta og að viðkomandi á eftir að ganga niður í búningsherbergi og klæða sigúr vinnufatnaði sem skilda var að fara í.
Þannig að 8.klst vakt kallar á a.m.k 8,5 klst. viðveru (oft meira því búningsherbergin ráða ekki viðallan fjöldann og fólk þarf stundum að bíða til að geta athafnað sig þar).


First things first: Rapport er ekki nothæft orð í þessu samhengi. :?

Annars er þetta alls ekki staða sem starfsmenn íslenska ríkisins standa einir að heldur er þetta reglan frekar en undantekningin hvar sem þú ert staddur í heiminum.
Sjaldan kallar 8 klst. vakt á 8 klst. viðveru sama hver vinnan er. Í einkageiranum á Íslandi kemur þetta sama fatavandamál upp nánast alls staðar og niðurstaðan er oftast sú sama, þú færð ekki borgað fyrir að skipta um föt.

Frægasta nýlega málið um hvar skuli draga mörkin í svona málum er án nokkurs vafa hæstarréttarmál í Bandaríkjunum milli starfsmanna og (óbeint) Amazon.
Hæstiréttur ógildi niðurstöðu 9. svæðis alríkisdómstóls og sagði að Amazon þyrfti ekki að greiða fyrir tíma starfsmanna sem þeir eyddu í öryggishliðum á leið úr vinnu.


Modus ponens

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf Revenant » Lau 03. Jan 2015 15:32

ASÍ er með góða lesningu um vanefndir ráðningasamninga:

VANEFNDIR RÁÐNINGARSAMNINGS



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7168
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1046
Staða: Tengdur

Re: sælir vitið þið einhvað um þetta ? vinnutengt

Pósturaf rapport » Lau 03. Jan 2015 15:43

Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:Svo er margt annað sem starfsmenn ríkisins láta ganga yfir sig fyrir lágmarkslaun.
t.d. starfsmenn LSH, eiga að vera mættir upp á deild, klæddir og tilbúnir til vinnu kl.16 en fá ekki 10-15 mín greiddar á meðan skipt er um föt (skilda að vera í vinnufatnaði) og á meðan gengið er frá búningsherberginu og upp á deild.
Sama gildir um lok vaktar, kl.16 er vaktin búin, sama þó að rapport (aha, flott orð ...) hafi ekki verið klárað milli vakta og að viðkomandi á eftir að ganga niður í búningsherbergi og klæða sigúr vinnufatnaði sem skilda var að fara í.
Þannig að 8.klst vakt kallar á a.m.k 8,5 klst. viðveru (oft meira því búningsherbergin ráða ekki viðallan fjöldann og fólk þarf stundum að bíða til að geta athafnað sig þar).


First things first: Rapport er ekki nothæft orð í þessu samhengi. :?

Annars er þetta alls ekki staða sem starfsmenn íslenska ríkisins standa einir að heldur er þetta reglan frekar en undantekningin hvar sem þú ert staddur í heiminum.
Sjaldan kallar 8 klst. vakt á 8 klst. viðveru sama hver vinnan er. Í einkageiranum á Íslandi kemur þetta sama fatavandamál upp nánast alls staðar og niðurstaðan er oftast sú sama, þú færð ekki borgað fyrir að skipta um föt.

Frægasta nýlega málið um hvar skuli draga mörkin í svona málum er án nokkurs vafa hæstarréttarmál í Bandaríkjunum milli starfsmanna og (óbeint) Amazon.
Hæstiréttur ógildi niðurstöðu 9. svæðis alríkisdómstóls og sagði að Amazon þyrfti ekki að greiða fyrir tíma starfsmanna sem þeir eyddu í öryggishliðum á leið úr vinnu.



WUT?

Það er alltaf gefið rapport við vaktaskipti...

Sjá heimild:

Vísindalega heimildasafnið

Og svo ögn betri heimild...

Hrafnista


Ég ætti nú að vita hvað rapport er og þýðir.

Hér er svo "rapport lagið", uppáhalds lagið mitt...




Ég veit að fólk á ekki að fá greitt fyrir að skipta um föt o.þ.h. en mér finnst það samt fáránlegt þegar það er skilda að vera í vinnufatnaði.

Þetta var bara annað dæmi um fáránleika í launaútreikningi.