Paelingar vardandi drykkju unglinga

Allt utan efnis

Höfundur
Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf Jim » Mið 07. Maí 2014 13:28

Segjum ad 18 ara einstaklingur haldi party i husi foreldra sinna thegar their eru fjarverandi. Gestirnir eru ymist 17 eda 18 ara og koma med afengi fyrir sig, enginn er ordinn tvitugur. I partyinu er ekki bodid upp a afengi og gestgjafinn sjalfur drekkur ekki. Eitthvad gerist svo ad loggan kemur og ser fullt af olograda og u20 einstaklingum med afengi.

Mer finnst afengislogin vera a svo miklu grau svaedi vardandi drykkju unglinga. Loggan bustar einhver unglingaparty hverja einustu helgi en samt eru aldrei neinir eftirmalar, nema kannski ef thad eru eiturlyf lika.

Thad er bannad ad selja, veita eda afhenda afengi til einstaklinga yngri en 20 ara en u20 einstaklingum er ekki beinlinis bannad ad drekka. Login segja lika ad logreglan hefur rett til ad gera allt afengi upptaekt sem u20 einstaklingar hafa undir hondum.

Tengist barnaverndarnefnd thessu a einhvern hatt vegna theirra sem eru 17 ara?
Eru foreldrar gestgjafans sekir um eitthvad?
Hvad med gestgjafann sjalfan?
Breytist daemid ef foreldrarnir eru a stadnum?
Hvad gerist ef 18-19 ara einstaklingur er tekinn med afengi?

Eg er ekki ad tala um hvad er liklegt ad loggan myndi raunverulega gera heldur hvad vaeri thad versta sem gaeti gerst ef ollum logum er fylgt?



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf Yawnk » Mið 07. Maí 2014 13:33

Hvað með að spyrja bara lögguna sjálfa að þessu, senda þeim þetta í einkaskilaboðum á Facebook? fengir án efa réttasta svarið þar



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5545
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1034
Staða: Tengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf appel » Mið 07. Maí 2014 13:35

Við búum ekki í Íran, sem betur fer.


*-*


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf AntiTrust » Mið 07. Maí 2014 13:37

Þetta er nefnilega svolítið snúið, þar sem að í lögum stendur:

VI. kafli. Meðferð og neysla áfengis.
18. gr. Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.


Það er í raun hvergi tekið fram í áfengislögum að neysla áfengis hjá aðilum undir 20 ára sé ólögleg. Ætli það sé ekki hægt að segja að allir sem verða vitni að lagabrotum séu samsekir eða amk sekir um að tilkynna það ekki til yfirvalda. Hugsanlega lítur málið verr út ef foreldrar væru á staðnum, þá eru þeir í raun meðsekari en ef þeir væru utanhúss.

Stórefast um að barnaverndanefnd fari að skipta sér mikið af drykkju hjá 17 ára og yfir. Það versta sem gerist í svona aðstæðum er að ég ímynda mér áminning til foreldra frá barnaverndarnefnd ef áfengið var vísvitandi leyft og upptekt á áfenginu sjálfu, ef ég man rétt liggur engin sekt við því að eiga áfengið undir aldri.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf Viktor » Mið 07. Maí 2014 18:56

Neysla áfengis eða eiturlyfja er ekki bönnuð með lögum, sama hvaða aldur á í hlut - heldur bara varsla, dreifing og sala.

Foreldrar eru ekki meðsekir ef þeir eru ekki á staðnum og húsráðandi ber ekki ábyrgð á því hvað fólk gerir á heimilinu hans, nema að hann sé að hvetja til ólöglegs athæfis.

Hér er eitthvað svipað á Vísindavefnum, tl;dr en þetta er svipuð pæling:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1277


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf Gúrú » Mið 07. Maí 2014 19:26

Yawnk skrifaði:Hvað með að spyrja bara lögguna sjálfa að þessu, senda þeim þetta í einkaskilaboðum á Facebook? fengir án efa réttasta svarið þar


Lögreglan er aldrei besta upplýsingaveitan fyrir svona spurningar.

Lögfræðingar eru ávallt besta úrræðið ef þig vantar réttar upplýsingar.


Modus ponens


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2379
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 150
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf littli-Jake » Mið 07. Maí 2014 20:57

Gúrú skrifaði:
Yawnk skrifaði:Hvað með að spyrja bara lögguna sjálfa að þessu, senda þeim þetta í einkaskilaboðum á Facebook? fengir án efa réttasta svarið þar


Lögreglan er aldrei besta upplýsingaveitan fyrir svona spurningar.

Lögfræðingar eru ávallt besta úrræðið ef þig vantar réttar upplýsingar.


Nema að lögræðingar eru ekki mikið í að gefa frí svör á facebook


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf Viktor » Mið 07. Maí 2014 21:02

littli-Jake skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Yawnk skrifaði:Hvað með að spyrja bara lögguna sjálfa að þessu, senda þeim þetta í einkaskilaboðum á Facebook? fengir án efa réttasta svarið þar


Lögreglan er aldrei besta upplýsingaveitan fyrir svona spurningar.

Lögfræðingar eru ávallt besta úrræðið ef þig vantar réttar upplýsingar.


Nema að lögræðingar eru ekki mikið í að gefa frí svör á facebook


Eflaust einhver hér sem er til í að skoða þetta :)

https://www.facebook.com/search/results ... ype=groups


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1043
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf rapport » Mið 07. Maí 2014 21:37

Gúrú skrifaði:
Yawnk skrifaði:Hvað með að spyrja bara lögguna sjálfa að þessu, senda þeim þetta í einkaskilaboðum á Facebook? fengir án efa réttasta svarið þar


Lögreglan er aldrei besta upplýsingaveitan fyrir svona spurningar.

Lögfræðingar eru ávallt besta úrræðið ef þig vantar réttar upplýsingar.


Mín reynsla af lögfræðingum er að þú verður að fá annað, þriðja og jafnvel fjórða álit til að fá almennilega mynd á flókin atriði.

Lögreglu sem og öllum opinberum starfsmönnum ber skv. lögum að svara svona spurningum satt og eftir bestu getu eða vísa erindinu til einhvers sem getur svarað.

sbr. 2.mgr 14.gr laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins:

Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Paelingar vardandi drykkju unglinga

Pósturaf Gúrú » Mið 07. Maí 2014 22:43

rapport skrifaði:Mín reynsla af lögfræðingum er að þú verður að fá annað, þriðja og jafnvel fjórða álit til að fá almennilega mynd á flókin atriði.


Flókin atriði eru flókin. Það væri bara óábyrgt af lögreglumönnum að ætla að gefa einhver afgerandi svör
við mörgum af þessum spurningum í upphaflega póstinum. Lögfræðingar með reynslu af því sem hefur gerst
í sambærilegum málum fyrir dómi geta getið sér til um hvað mun í raun og veru gerast þegar þar að kemur.

Ef foreldri er á staðnum þar sem unglingar eru að drekka væri kannski hægt að fá hann dæmdan fyrir eitthvað, en kannski ekki.
Það fer eftir svo, svo mörgu.


Modus ponens