Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Allt utan efnis

hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf hallihg » Þri 28. Jan 2014 18:28

Mynd


count von count


Vodafone
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 28. Jan 2014 18:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf Vodafone » Þri 28. Jan 2014 18:33

Góðan dag gott fólk

Afsakið sein svör við þessum spjallþræði.

Við getum ekki svarað hverjum og einum hér, en bendum þeim sem vilja fá nánari upplýsingar um sín mál á að hafa samband við þjónustuver Vodafone.

Almennt getum við hins vegar sagt að við höfum farið ítarlega yfir allar okkar gagnamagnsmælingar og gengið úr skugga um að okkar mælingar eru réttar. Við erum ekki að mæla innlenda gagnanotkun sem erlenda og það er ekki skekkja í mælingunum.

Það sem virðist vera að valda ruglingi m.a. á þessum spjallþræði, er að verið er að tengja IP-tölur við gagnamagnsmælinguna. Það er ekki rétt aðferðafræði og okkar mælingar byggja ekki á IP tölum.

Erlent gagnamagn er sú netumferð sem kemur frá erlendum aðilum. Það á t.d. við um erlendar efnisveitur á borð við Google (þ.á.m. YouTube) og Akamai. Slíkar efnisveitur eru að verða sífellt stærri hluti af netumferð, enda hefur framboð efnis frá þeim stóraukist og einnig gæði efnisins, svo sem upplausn myndbanda. Til að bæta gæði þessarar þjónustu og dreifa álagi á netkerfi er búnaður á Íslandi á vegum efnisveitanna. Við þetta fá efnisveiturnar bandvídd, aðstöðu, þjónustu, rafmagn og íslenskar IP tölur. Því getur í sumum tilvikum litið út fyrir að netumferð sé innlend, þótt hún komi sannarlega frá erlendum aðilum á borð við YouTube.

Ekki telst til gagnamagnsnotkunar niðurhal milli internetviðskiptavina Vodafone eða umferð sem berst til Vodafone frá beinum samtengingum innlendra fjarskiptafélaga þar með talið umferð um RIX. Því er ekki litið til IP talna við mælingu heldur er niðurhalsumferðin mæld á ákveðnum samtengipunktum.

Efni sem kemur frá erlendum gagnaveitum, t.d. YouTube eða Google, er mælt sem erlent gagnamagn enda kemur efnið sannarlega erlendis frá. Efnið getur verið staðsett á netþjóni hvar sem er í heiminum, enda reka stórar efnisveitur slíka þjóna út um allan heim, m.a. hér á landi. Hugsunin með því er að tryggja góða þjónustu við notendur, tryggja sem hnökralausast samband, stytta svartíma við fyrirspurnum frá notendum o.s.frv.

Þegar notandi sækir efni inn á YouTube er í sjálfu sér ekki ljóst hvert fyrirspurnin hans fer. Að sama skapi er óvíst hvort hún fer á endanum í gegnum vefþjón sem þessir aðilar reka hér á landi eða annars staðar. Allt að einu, þá er efnið sannarlega erlent og Vodafone ber kostnað af hverri uppflettingu sinna viðskiptavina - hvort sem efnið er vistað á vefþjóni sem þjónustuaðili YouTube rekur hér á landi eða í Kuala Lumpur svo eitthvað dæmi sé nefnt.

Annars má nefna að gagnamagnsnotkun hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum og raunar má tala um algjöra sprengingu í þeim efnum. Við höfum brugðist við með því að stækka gagnamagnspakkana og þá viðbótargagnamagnspakka sem eru í boði.
• Við höfum séð mjög mikla aukningu á niðurhali vegna notkunar viðskiptavina Netflix, Hulu, Dropbox og fleiri aðila sem streyma efni.
• Margar efnisveitur dreifa nú efni í mun meiri gæðum en áður (HD) sem leiðir óhjákvæmilega af sér aukinn gagnaflutning. Myndband í háskerpugæðum er þyngra en myndband í hefðbundnum gæðum
• Til að mæta þessari auknu notkun jók Vodafone innifalið gagnamagn í þjónustuleiðum sínum í sumar og hefur nú boðið viðskiptavinum uppá að velja hvort lokað sé á þeirra tengingu þegar innifalið gagnamagn er búið eða þeir fá sjálfvirkt gagnamagn.

Vona að þetta dugi til að varpa skýrara ljósi á málið.

Bestu kveðjur,

Hrannar Pétursson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone




Refur
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 28. Jan 2014 18:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf Refur » Þri 28. Jan 2014 18:48

Og þar með hafa spilin verið lögð á borðið. Vodafone rukkar fyrir aðgang að spegluðum efnisveitum meðan aðrir þjónustuaðilar gera það ekki. Dæmið er einfalt fyrir mig - ég mun flytja mín viðskipti frá Vodafone.

Thanks for all the fish!



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf dori » Þri 28. Jan 2014 18:48

Vodafone skrifaði:Erlent gagnamagn er sú netumferð sem kemur frá erlendum aðilum.
Erlent niðurhal er netumferð sem kemur í gegnum erlendan tengipunkt. Þannig hefur þetta alltaf verið skilgreint allsstaðar. Þið getið ekki rifið einhverja heimskulega skilgreiningu útúr rassgatinu á ykkur og látið eins og það sé bara eðlilegt.

Ætlið þið þá að reyna að finna VPN traffík og rukka fyrir hana sem erlenda þar sem það eru allar líkur á því að fólk sé að nota það til að horfa á netflix eða öðrum "erlendum aðilum"? Þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef nokkru sinni lesið á internetinu. Til hamingju, þú vannst kommentakerfið á DV ](*,)
Síðast breytt af dori á Þri 28. Jan 2014 18:50, breytt samtals 1 sinni.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf hkr » Þri 28. Jan 2014 18:49

Vodafone skrifaði:Þegar notandi sækir efni inn á YouTube er í sjálfu sér ekki ljóst hvert fyrirspurnin hans fer. Að sama skapi er óvíst hvort hún fer á endanum í gegnum vefþjón sem þessir aðilar reka hér á landi eða annars staðar. Allt að einu, þá er efnið sannarlega erlent og Vodafone ber kostnað af hverri uppflettingu sinna viðskiptavina - hvort sem efnið er vistað á vefþjóni sem þjónustuaðili YouTube rekur hér á landi eða í Kuala Lumpur svo eitthvað dæmi sé nefnt.


En EF efnið kemur frá íslandi, er það þá ekki talið sem innlent? Ef ég lendi á þjóni sem er hýstur hér á landi, þá hlýtur að það að vera innlent, því jú, það er nákvæmlega skilgreiningin á "innlent". Getið ekki farið að breita skilgreiningum á orðum af því að núverandi skilgreining hentar ykkur ekki..

Þannig af ég skrái fyrirtækið mitt í USA en hýsi það á íslandi, er það þá orðið erlend traffík? Það er jú "erlendur aðili" en innlend traffík.
Síðast breytt af hkr á Þri 28. Jan 2014 18:51, breytt samtals 1 sinni.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf AntiTrust » Þri 28. Jan 2014 18:50

Vodafone skrifaði:
Þegar notandi sækir efni inn á YouTube er í sjálfu sér ekki ljóst hvert fyrirspurnin hans fer. Að sama skapi er óvíst hvort hún fer á endanum í gegnum vefþjón sem þessir aðilar reka hér á landi eða annars staðar. Allt að einu, þá er efnið sannarlega erlent og Vodafone ber kostnað af hverri uppflettingu sinna viðskiptavina - hvort sem efnið er vistað á vefþjóni sem þjónustuaðili YouTube rekur hér á landi eða í Kuala Lumpur svo eitthvað dæmi sé nefnt.


Sem stjórnandi hér finnst mér eðlilegt að taka það fram að ég er starfsmaður hjá fjarskiptafyrirtæki sem er í samkeppni við Vodafone. Ég tek þó einnig fram að ég er viðskiptavinur Vodafone, bæði með net og aðra þjónustu og hef verið í langan tíma og þetta hefur því bein áhrif á mig sem neytanda.

Ég ætla að afrita komment frá mér aðeins fyrr í þræðinum, og segja aftur: Þetta getur ekki staðist. Ef 100 aðilar horfa á sama vinsæla myndbandið af Youtube eða annarri efnisveitu sem er á GGC þjóninum hjá ykkur, þá hlýtur Vodafone bara að borga fyrir niðurhal á því sama myndbandi erlendis frá einu sinni - ekki satt? Í slíku tilfelli eruð þið því að rukka erlent niðurhal á 90+ viðskiptavini án þess að þurfa að endursækja efnið út.


Vodafone skrifaði:
Vona að þetta dugi til að varpa skýrara ljósi á málið.

Bestu kveðjur,

Hrannar Pétursson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone


Ef þú rennir yfir þráðinn sérðu að það var í raun engin þörf á því að útskýra þetta, svörin lágu fyrir. Það sem vantaði var útskýring og/eða afsökun á því að hafa keyrt slíkar breytingar á þjónustunni í gegn, fullmeðvitaðir um þau áhrif sem þær hafa á notendur án þess að láta hvorki framlínuna ykkar né viðskiptavini vita.

Lélegt. Mjög lélegt.




kthordarson
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf kthordarson » Þri 28. Jan 2014 18:53

Takk fyrir að staðfesta svindlið, rukka fyrir innlent niðurhal og láta okkur ekki vita af þessari breytingu.
Þegar traffíkin kemur frá 193.4.0.0/16 eða öðrum íslenskum netum til mín er hún frá Íslandi og er því innlent niðurhal. Ég borga með glöðu geði allt erlent niðurhal, þegar það er erlent niðurhal.

Það sést gögglega á ársreikningi félagsins að þessi ráðstöfun hefur minnkað rekstrarkostnað ykkar. Enda þurfið þið núna aðeins að "greiða" einusinni fyrir hvert myndband niðurhal af youtube, en rukkið viðskiptavinina margoft.




kthordarson
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf kthordarson » Þri 28. Jan 2014 19:00

45332496.jpg
45332496.jpg (95.85 KiB) Skoðað 2402 sinnum




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf Garri » Þri 28. Jan 2014 19:09

Þá er bara að kæra þetta.

Það að breyta skilmálum á samningi sem er innheimt eftir án þess að láta viðskiptavini vita sem og sína þjónustumenn, er ekki bara siðlaust, heldur líka ólöglegt.

Póst og fjarskiptastofnun fer með slík mál. Og sjálfsagt að senda inn tilkynningu á þetta algjörlega siðlausa framferði.

Þar fyrir utan, þá er speglað efni ekki erlent niðurhal.

Vodafone er ekki að greiða rekstraraðilum erlends sæstrengs fyrir speglað efni sem þeir síðan rukka okkur fyrir sem erlent niðrhal, það er eins mikil lygi og hægt er að fabrikera í þessu máli. Eins og ég hef margsagt á þessum þræði þá er sjálfsagt að rukka fyrir speglun sem þeir standa straum af og þá eðlilega í hlutfalli við þann kostnað, en að nota reikniformúlu og gjaldskrá fyrir erlent niðurhal til þess, er að sjálfsögðu ekkert annað en ein gerð af vörusvikum. Sérstaklega þar sem kúninn getur í langflestum tilvikum ekki sannreynt þetta á einn eða neinn hátt sjálfur.

Það er orðið ljóst að ég mun yfirgefa þetta gutta-fyrirtæki.. þótt fyrr hefði verið.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf Revenant » Þri 28. Jan 2014 19:18

Spurningar:

Myndband á forsíðu youtube (þ.e. myndbandið er vinsælt og í cache) er það talið sem innlent download eða erlent?
Er niðurhalsmælinging gerð fyrir aftan GGC eða fyrir framan (sem má skilja af fyrri svörum)?




blah12
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 09:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf blah12 » Þri 28. Jan 2014 19:19

Mynd




bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf bigggan » Þri 28. Jan 2014 20:29

Vodafone skrifaði:Góðan dag gott fólk


• Til að mæta þessari auknu notkun jók Vodafone innifalið gagnamagn í þjónustuleiðum sínum í sumar og hefur nú boðið viðskiptavinum uppá að velja hvort lokað sé á þeirra tengingu þegar innifalið gagnamagn er búið eða þeir fá sjálfvirkt gagnamagn.



Umm nei, var hjá ykkur þegar þíð breytu i sjálfvirk aukning á gagnamagn, og þá var okkur sagt að það var ekki hægt að slökkva á sjálfvirkt aukningu gagnamagns...



Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 630
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf MrSparklez » Þri 28. Jan 2014 20:31

Þá er það loksins komið á hreint, ég er farinn til Hringdu :-"




dodzy
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 19:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf dodzy » Þri 28. Jan 2014 20:40

"Erlent niðurhal er allt það efni sem þú skoðar eða sækir frá útlöndum.

Þetta á við um allar vefsíður sem þú skoðar og allt efni sem á þeim er, í þeim tilfellum sem síðan er vistuð á erlendum þjónum."
úr spurningar og svör á vodafone.is, mundi segja að þetta stangast á við það sem var sagt hér að ofan




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 690
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf kjartanbj » Þri 28. Jan 2014 20:40

Um daginn fór ég yfir á gagnamagni útaf ég var að ná í efni af því sem ég hélt að væri ekki talið sem erlent gagnamagn eins og hjá öðrum netveitum, fékk einhvern email, enga viðvörun eða neitt, í dag fæ ég allt í einu sms um að ég sé að klára gagnamagnið aftur , kom 10GB auka gagnamagn í fyrra skiptið, núna er ég hinsvegar búin að láta breyta að ég fái ekki sjálfvirkt gagnamagn en samt kemur sms um að ég sé að klára gagnamagnið og aukið gagnamagn fyrir 1700kr verði sett ef ég klára og ég geti sent einhvern texta til baka og verði þá uppfærður í 250gb notkun, sem ég hef bara ekkert við að gera


Hvert ætti maður að fara annað með ljósleiðarann, hvar get ég búist við að fá stöðuga tengingu, rétt talið gagnamagn og á skikkanlegu verði , þar sem Vodafone vill klárlega ekki hafa fólk í viðskiptum við sig , sama er með símann hjá mér, það virðist vera upp og ofan hvort ég fái sms um að ég sé að verða búin með inneignina á honum
og síma kostnaður hefur bara hækkað gríðarlega á síðustu mánuðum, fólk er bara ekki að gera sér grein fyrir því virðist vera

hvert ætti ég að fara ? Hringdu fær illa útreið í þræði hérna á spjallinu þannig maður veit ekki með það , 365 er með allt of langa bindingu á samningum finnst mér
hvernig er Tal? eða Hringiðan , maður hefur heyrt að þjónustan hjá Tal sé ekki upp á marga fiska

þetta er ekki auðvelt val held ég, ef síminn myndi bara bjóða uppá Ljósleiðara gegnum gagnaveituna þá myndi maður skoða það en þeir bjóða bara upp á ljósnet sem maður fer nú ekki að downgreida í



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf dori » Þri 28. Jan 2014 21:20

Ég ætla að prófa Símafélagið (sip.is)



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf MatroX » Þri 28. Jan 2014 21:21

dori skrifaði:Ég ætla að prófa Símafélagið (sip.is)

verst hvað per gb kostar mikið hjá þeim


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf tdog » Þri 28. Jan 2014 21:38

MatroX skrifaði:
dori skrifaði:Ég ætla að prófa Símafélagið (sip.is)

verst hvað per gb kostar mikið hjá þeim



Þjónustan hjá þeim er topp, netrútun góð og einu vandamálin hjá sem ég á við eru frá GR þegar ég endurræsi fjandans ljósbreytuna hjá mér :)




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf hallihg » Þri 28. Jan 2014 21:44

Vodafone skrifaði:Efni sem kemur frá erlendum gagnaveitum, t.d. YouTube eða Google, er mælt sem erlent gagnamagn enda kemur efnið sannarlega erlendis frá. Efnið getur verið staðsett á netþjóni hvar sem er í heiminum, enda reka stórar efnisveitur slíka þjóna út um allan heim, m.a. hér á landi. [...]

Allt að einu, þá er efnið sannarlega erlent [...]


Tek undir gagnrýni hér að ofan. Með þessum fáránlegu rökum Vodafone er verið að flokka niðurhal eftir uppruna efnisins sjálfs en ekki hvort efnið sé raunverulega sótt af erlendum netþjón. Það er í raun verið að rjúfa gagnamagnsflokkun og mælingu frá raunverulegri staðsetningu netþjóna og tengja það við einhvern uppruna eða "þjóðerni" upplýsinga, eins og það sé til. Þetta sýnir annað hvort a) vanþekkingu á virkni internetsins eða b) ótrúleg klókindi til að skapa fyrirtækinu tekjur.

Með sömu rökum ættu öll stafræn gögn sem ekki eru bókstaflega sköpuð á Íslandi að teljast til erlends niðurhals þegar þeim er deilt áfram og þau send milli aðila innanlands, af því að þau komu einhvern tímann í gegnum sæstrenginn á kostnað einhvers, og því hægt að segja að gögnin séu "sannarlega erlend".


count von count

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf urban » Þri 28. Jan 2014 21:52

Vodafone skrifaði:Góðan dag gott fólk

Afsakið sein svör við þessum spjallþræði.

Kóði: Velja allt

Langur texti frá Hrannari.


Vona að þetta dugi til að varpa skýrara ljósi á málið.

Bestu kveðjur,

Hrannar Pétursson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone


Byrjum á einu, hérna eru sjálfsagt mestu tölvunördar á landinu.
þú ert ekki að varpa skýrara ljósi á málið, þú ert að endurtaka það sem að notendur hérna voru löngu búnir að sjá og benda á.

þú þarft ekki að segja okkur að aukin erlend notkun sé aukin erlend notkun.
þú þarft ekki að segja okkur að HD streymi noti meira af gangamagninu okkar en annars.
það sem að þú fyrst og fremst þarft að útskýra er afhverju í ósköpunum þið rukkið fyrir það sem að er speglað þegar að önnur fyrirtæki gera það ekki.

Ég er alvarlega farinn að halda að eigendur símans og annara ISPa hafi keypt Vodafone og séu að reyna að eyðileggja það.
alveg merkilegt hvað þetta fyrirtæki virðist ekki vlja halda í kúnnana sína


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf hallihg » Þri 28. Jan 2014 21:57

Þetta virðist vera eitthvað c/p af fréttatilkynningu til fjölmiðla, enda orðrétt sömu línur og DV quotaði.

Alla vega, ömurlegt PR á þessum vettvangi.


count von count

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf urban » Þri 28. Jan 2014 22:01

hallihg skrifaði:Þetta virðist vera eitthvað c/p af fréttatilkynningu til fjölmiðla, enda orðrétt sömu línur og DV quotaði.

Alla vega, ömurlegt PR á þessum vettvangi.


Alveg hjartanlega sammála því.
Síminn má þó eiga það að þeir hafa verið með notenda hérna inni í nokkur ár og virðast fylgjast með spjallborðinu.
Vodafone virðist ekki hafa neinn áhuga á því


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Refur
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 28. Jan 2014 18:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf Refur » Þri 28. Jan 2014 22:01

Þeir voru líklega bara ekki að græða nóg ... NOT!

Uppgjör Vodafone á 3. ársfjórðungi 2013
Tekjur hækka og hagnaður eykst

EBITDA hagnaður nam 990 m.kr. og hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi
EBITDA hlutfall tímabilsins nam 28,9%
Hagnaður nam 415 m.kr. og jókst um 192%
Tekjur hækkuðu um 1% frá sama tímabili í fyrra
Handbært fé 1.300 milljónir króna og hefur aldrei verið hærra




Refur
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 28. Jan 2014 18:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf Refur » Þri 28. Jan 2014 22:01

Þeir voru líklega bara ekki að græða nóg ... NOT!

Uppgjör Vodafone á 3. ársfjórðungi 2013
Tekjur hækka og hagnaður eykst

EBITDA hagnaður nam 990 m.kr. og hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi
EBITDA hlutfall tímabilsins nam 28,9%
Hagnaður nam 415 m.kr. og jókst um 192%
Tekjur hækkuðu um 1% frá sama tímabili í fyrra
Handbært fé 1.300 milljónir króna og hefur aldrei verið hærra




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Er vodafone downloadið í einhverju rugli ????

Pósturaf hallihg » Þri 28. Jan 2014 22:05

dodzy skrifaði:"Erlent niðurhal er allt það efni sem þú skoðar eða sækir frá útlöndum.

Þetta á við um allar vefsíður sem þú skoðar og allt efni sem á þeim er, í þeim tilfellum sem síðan er vistuð á erlendum þjónum."
úr spurningar og svör á vodafone.is, mundi segja að þetta stangast á við það sem var sagt hér að ofan


Dodzy copyaðiru þennan texta bara áðan?

http://www.vodafone.is/internet/ljosleidari/adstod/

Þeir virðast hafa brugðist hratt við.


count von count