Draumalandið

Allt utan efnis

kbg
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf kbg » Fim 21. Mar 2013 12:49

urban skrifaði:
það verða óhemju tekjur eftir í landinu, þrátt fyrir að "gróði" álversins sjálfs verði það ekki.
fyrir utan það að ef að fyrirtækið skuldar, þá skiptir engu máli hverjum það skuldar gróði er ekki kominn fyrr en búið er að borga af skuldum.


Hvaða tekjur eru það? Það borgar rafmagnið á niðurgreiddu verði á kostnað almennings og svo fá einhverjir starfsmenn laun.

Þú ert ekki að fatta að þetta er bara bókhaldstrikk. Fyrirtækið skuldar ekki neitt nema á pappírnum. "Skuldin" er búin til svo hægt sé að moka hagnaðinum úr landi.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf urban » Fim 21. Mar 2013 13:00

kbg skrifaði:
urban skrifaði:
það verða óhemju tekjur eftir í landinu, þrátt fyrir að "gróði" álversins sjálfs verði það ekki.
fyrir utan það að ef að fyrirtækið skuldar, þá skiptir engu máli hverjum það skuldar gróði er ekki kominn fyrr en búið er að borga af skuldum.


Hvaða tekjur eru það? Það borgar rafmagnið á niðurgreiddu verði á kostnað almennings og svo fá einhverjir starfsmenn laun.

Þú ert ekki að fatta að þetta er bara bókhaldstrikk. Fyrirtækið skuldar ekki neitt nema á pappírnum. "Skuldin" er búin til svo hægt sé að moka hagnaðinum úr landi.


og svo fá einhverjir starfsmenn laun...

7-800 mans fá laun ~480 í sjálfu álverinu, restin í störfum tengd álverinu
stór hluti algerlega nýstörf
ný störf í landsfjórðungi sem að var deyjandi fyrir.
5,4% af vinnandi fólki á austurlandi árið 2010 vann fyrir alcoa (þá ekki talin með afleidd störf)

ætlaru virkilega að segja að þetta skili engum peningum í kassann ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf rapport » Fim 21. Mar 2013 14:25

urban skrifaði: og svo fá einhverjir starfsmenn laun...

7-800 mans fá laun ~480 í sjálfu álverinu, restin í störfum tengd álverinu
stór hluti algerlega nýstörf
ný störf í landsfjórðungi sem að var deyjandi fyrir.
5,4% af vinnandi fólki á austurlandi árið 2010 vann fyrir alcoa (þá ekki talin með afleidd störf)

ætlaru virkilega að segja að þetta skili engum peningum í kassann ?



Þetta er ástand eins og var/er í Keflavík.

Það treysta allir á auðvelt aðgengi að störfum hjá Alcoa (var Herinn í Kef.)

Þetta drepur alla nýsköpun og sjálfsbjargarviðleitni sem og aðra framleiðslu.

Ef litið er á Austurland sem heild þá er það líklega minna sjálfbjarga í dag en það var fyrir álver.

Nú er líklega minna um matvælaframleiðslu á svæðinu (mengun um að kenna að einhverju leiti)

Alcoa eru ekki vitleysingjar og vita að þeir hafa Austurland "by the balls" og ef það kreppir að hjá þeim þá munu laun vera fryst.

Það er verið að hafa Íslendinga að fíflum í þessum rekstri og verið að koma peningum undan skatti með tilbúnum skuldum.

Þetta er orðið að "kolanámuþorpi" sem mun leggjast af ef aðaliðnaðurinn brestur.

Er það góða aðstaða til að vera í?




kbg
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf kbg » Fim 21. Mar 2013 14:38

urban skrifaði:7-800 mans fá laun ~480 í sjálfu álverinu, restin í störfum tengd álverinu
stór hluti algerlega nýstörf
ný störf í landsfjórðungi sem að var deyjandi fyrir.
5,4% af vinnandi fólki á austurlandi árið 2010 vann fyrir alcoa (þá ekki talin með afleidd störf)

ætlaru virkilega að segja að þetta skili engum peningum í kassann ?


Þú getur endalaust talað um einhver afleidd störf og reynt að tengja það við álverið, en það er nú bara þannig að öll störf eru tengd öðrum störfum og það er ekkert endilega álverið sem býr til þau störf frekar en þeir starfsmenn væru að vinna annarstaðar. Fólk t.d. þarf alltaf að borða sama hvar það vinnur.

En þú greinilega ert tilbúinn að fórna allri náttúru Íslands fyrir 480 störf. Ég hugsa nú samt að það hefði verið viturlegra að nota þessa 130 milljarða sem fóru í að búa til Kárahnjúkavirkjun og nota það til að hlúa að nýsköpun t.d tengdum hugbúnaði eða öðru sem krefst ekki þess að við fórnum náttúrunni. Sem dæmi þá vinna 300 manns hjá CCP á Íslandi. Geturðu ímyndað þér hvað það væru til mörg störf ef settir hefðu verið 130 milljarðar í nýsköpun?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Mar 2013 14:55

kbg skrifaði:
urban skrifaði:7-800 mans fá laun ~480 í sjálfu álverinu, restin í störfum tengd álverinu
stór hluti algerlega nýstörf
ný störf í landsfjórðungi sem að var deyjandi fyrir.
5,4% af vinnandi fólki á austurlandi árið 2010 vann fyrir alcoa (þá ekki talin með afleidd störf)

ætlaru virkilega að segja að þetta skili engum peningum í kassann ?


Þú getur endalaust talað um einhver afleidd störf og reynt að tengja það við álverið, en það er nú bara þannig að öll störf eru tengd öðrum störfum og það er ekkert endilega álverið sem býr til þau störf frekar en þeir starfsmenn væru að vinna annarstaðar. Fólk t.d. þarf alltaf að borða sama hvar það vinnur.

En þú greinilega ert tilbúinn að fórna allri náttúru Íslands fyrir 480 störf. Ég hugsa nú samt að það hefði verið viturlegra að nota þessa 130 milljarða sem fóru í að búa til Kárahnjúkavirkjun og nota það til að hlúa að nýsköpun t.d tengdum hugbúnaði eða öðru sem krefst ekki þess að við fórnum náttúrunni. Sem dæmi þá vinna 300 manns hjá CCP á Íslandi. Geturðu ímyndað þér hvað það væru til mörg störf ef settir hefðu verið 130 milljarðar í nýsköpun?


Það er erfitt að kenna dauðum hundi að sitja, þú veist að virkjunar/stóriðjuþráhyggjan tröllríðu öllu hérna.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf urban » Fim 21. Mar 2013 18:13

kbg skrifaði:
urban skrifaði:7-800 mans fá laun ~480 í sjálfu álverinu, restin í störfum tengd álverinu
stór hluti algerlega nýstörf
ný störf í landsfjórðungi sem að var deyjandi fyrir.
5,4% af vinnandi fólki á austurlandi árið 2010 vann fyrir alcoa (þá ekki talin með afleidd störf)

ætlaru virkilega að segja að þetta skili engum peningum í kassann ?


Þú getur endalaust talað um einhver afleidd störf og reynt að tengja það við álverið, en það er nú bara þannig að öll störf eru tengd öðrum störfum og það er ekkert endilega álverið sem býr til þau störf frekar en þeir starfsmenn væru að vinna annarstaðar. Fólk t.d. þarf alltaf að borða sama hvar það vinnur.

nú sagði ég nú fyrr í þræðinum, afleidd störf, sem að eru beint vegna álversins, þá tel ég ekki með stelpuna sem að vinnur í matvörubúðinni sem að væri með vinnu þar hvort eð er.
það er slatti af fyrirtækjum með starfsstöðvar þarna fyrir austan eingöngu vegna álversins.
það er hellingur um það að fyrirtæki bættu við sig mannskap.
það er slatti af fyrirtækjum sem að voru stofnuð alfarið vegna þessa álvers.

held að þú ættir að kynna þér hvað afleidd störf eru.

kbg skrifaði:En þú greinilega ert tilbúinn að fórna allri náttúru Íslands fyrir 480 störf.

ekki gera mér upp skoðanir og endilega benntu mér á það hvar ég hef haldið þessu fram.
kbg skrifaði:Ég hugsa nú samt að það hefði verið viturlegra að nota þessa 130 milljarða sem fóru í að búa til Kárahnjúkavirkjun og nota það til að hlúa að nýsköpun t.d tengdum hugbúnaði eða öðru sem krefst ekki þess að við fórnum náttúrunni. Sem dæmi þá vinna 300 manns hjá CCP á Íslandi. Geturðu ímyndað þér hvað það væru til mörg störf ef settir hefðu verið 130 milljarðar í nýsköpun?


Þú virðist alveg gleyma því að það var ekki kveikt í þessum peningum, þetta var talið (og er enn) þjóðhagslega hagkvæmt, það er, peningarnir skila sér til baka.
og guðjónR, ég er alls ekki virkjunarsinni og einsog ég margtók fram í þessum þræði fyrir 4 árum, þá er ég ekkert sérstaklega hlynntur álverum.

En álverið og virkjunin eru hvort tveggja komin og í staðin fyrir að austurlandið sé deyjandi og atvinnuleysi töluvert og tiltölulega einhæfur vinnumarkaður, þá eru komin þarna störf fyrir menntafólk í heimabygð, atvinnuleysi með því minnsta á landinu og síðast en ekki síst töluverður hluti af þessu hálaunastörf


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


maggik
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mið 03. Ágú 2011 13:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf maggik » Fim 21. Mar 2013 19:39

rapport skrifaði:
urban skrifaði: og svo fá einhverjir starfsmenn laun...

......



Þetta er ástand eins og var/er í Keflavík.

Það treysta allir á auðvelt aðgengi að störfum hjá Alcoa (var Herinn í Kef.)

Þetta drepur alla nýsköpun og sjálfsbjargarviðleitni sem og aðra framleiðslu.
Ég hugsa að það sé ekki satt, nýsköpun í formi sprotafyrirtækja er sennilega ekki mikil en nýksöpun innan fyrirtækja er töluverð t.d hönnun og þróun á einföldum handverkfærum og upp í róbóta.
Töluvert hefur verið um nýsmíði á hlutum sem annars þyrfti að flytja inn til landsins en fyrirtæki er þjónusta álverið hafa lagt mikið kapp við að bjóða upp á slíka þjónustu sem er bæði þeim og álverinu til hagræðingar þar sem að afhendingartími styttist oft gríðarlega og innkaupaverð getur verið lægra.
Auk þess sem mörg fyrirtæki hafa verið sett á laggirnar til þess að þjónusta álverið sem og íbúa austurlands.

Önnur framleiðsla hefur bara aukist hugsa ég t.d hefur Síldarvinslan verið að endurnýja sína framleiðslulínu og nú nýlega var kjötvinnsla sett á laggirnar á Egilssöðum.

Ef litið er á Austurland sem heild þá er það líklega minna sjálfbjarga í dag en það var fyrir álver.
Rétt, sérstaklega með tilkomu bættra samgangna, úflutningshafnar, sterks sjávarútvegs auk tveggja skóla á framhaldsskólastigi og lítils atvinnuleysis... og nú þarf ekki að bíða 2 vikur eftir pípara!! :roll:

Nú er líklega minna um matvælaframleiðslu á svæðinu (mengun um að kenna að einhverju leiti)
Minni matvælaframleiðsla útskýrist af erfiðari rekstargrundvelli t.d samkeppni við SS og Goða, sú matvælaframleiðsla sem var fyrir framkvæmdir var að syngja sitt síðasta áður en Fjarðaál tók til starfa.
SVN, LVF og Eskja eru aftur í útgerð og vinna bæði fisk til manneldis og svo til bræðslu, sauðfjárrækt er sennilega á pari fyrir og eftir framkvæmdir þó er ekki mikið um nýliðun, allavega á Fjarðabyggðarsvæðinu. Það var reyndar framleitt helvíti gott marmelaði á Reyðarfirði en einhverjir bölvaðir snillingar fóru í þrot stuttu eftir að hafa keypt fyrirtækið.

Alcoa eru ekki vitleysingjar og vita að þeir hafa Austurland "by the balls" og ef það kreppir að hjá þeim þá munu laun vera fryst.
Fæst fyrirtæki rjúka í launahækkanir þegar að þeim kreppir, svo ég hugsa að þetta sé rétt hjá þér.

Það er verið að hafa Íslendinga að fíflum í þessum rekstri og verið að koma peningum undan skatti með tilbúnum skuldum.
Ég er ekki sammála því að það sé verið að hafa fólk að fíflum en vissulega eru beinar skattgreiðslur ekki háar eins og er en væntanlega hefur þetta þurft til þess að Alcoa færi í svona stórar og umfangsmiklar framkvæmdir hér á landi.

Þetta er orðið að "kolanámuþorpi" sem mun leggjast af ef aðaliðnaðurinn brestur.
Ég veit ekki hvort þetta á að vera niðrandi en menntunarstig hefur hækkað gríðarlega með tilkomu þessa álvers nú er allavega eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki á svæðinu frá öðrum en ríkinu.
Fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Akureyri falla þá ekki flestir byggðarkjarnar landsins undir þessa kolanámuskilgreiningu þína þar sem aðaliðnaðurinn er iðulega kjarninn í flestum samfélögum.

Er það góða aðstaða til að vera í?



Skjámynd

Fridvin
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Draumalandið

Pósturaf Fridvin » Fim 21. Mar 2013 23:04

Þetta skapar svo mikið meiri störf en þið eruð að tala um.
Það eru 2-3þúsund manns sem koma beint eða óbeint með starf við álverið sem borga skatt.
Það eru fyrirtæki eins og Launafl sem voru stofnuð til þess að þjónusta álverið og stækkuðu síðan út og eru t.d með bílaverkstæði og rafsuðuverkstæði á Reyðarfirði. Nærst stærsta höfn landsins er hérna fyrir austan og skilar hún inn miklum tekjum til Fjarðabyggðar.
Síðan hefur fasteignarverð hækkað hérna og hefur það bjargað mörgum sem voru á þessum bæjarfélögum hérna sem voru við það að drepast áður en álverið kom.

Ég tek nú ekkert meira fram núna en mér finnst það lítið annað en heimska að segja að vegna þess að tekjuskattur á alþjóðlegu fyrirtæki skuli ekki vera greiddur hérna að vera segja hluti eins og að stöðva þetta eða að það hefði átt að koma í veg fyrir þetta.
Ég er einn þeirra sem er með starf við þetta og væri atvinnulaus ef þetta væri ekki hérna.


Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North