Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Allt utan efnis
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Nóv 2012 15:10

hakkarin skrifaði:Annars þá fann ég gott mynband frá Penn and Teller þar sem þeir útskíra það soldið af hverju það er ekki gott að hafa of stórt velferðarkerfi:



Þú ert nú meiri kjáninn. Að reyna að nota stórýkta gagnrýni á öryrkjalöggjöf Bandaríkjabúa til að réttlæta það að þú sért að kveina eins og barn yfir
einhverju sem kemur þér ekki neitt við, gæti ekki komið þér við þó þú reyndir og truflar þig ekki neitt.

Enginn er að biðja um lögskipun eins né neins (sem þetta myndband P&T er um - afskipti ríkis af borgurum sínum), bara að engum hluta þjóðarinnar sé mismunað.

Þetta er á milli þjónustuveitenda (kortafyrirtækjanna) og viðskiptavina þeirra (öryrkja) sem þau eru að mismuna hrapalega og valda miklum óþægindum eflaust óviljandi eða óvitjandi.

Einstaklingur sem ekki getur slegið inn sitt 4 stafa númer. Er fólk sem er svo mikið fatlað ekki oftast nær með aðstoðarfólk með sér þegar það fer og verlsar?


Eigum við ekki bara að sleppa því að reyna að berjast á móti því að fatlað fólk njóti sömu þæginda og við?
Hvað kemur okkur það við ef þau fá kort sem kvitta má með?


Modus ponens

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 03. Nóv 2012 15:25

Gúrú skrifaði:Eigum við ekki bara að sleppa því að reyna að berjast á móti því að fatlað fólk njóti sömu þæginda og við?
Hvað kemur okkur það við ef þau fá kort sem kvitta má með?


Einstaklingur sem ekki getur slegið fjórar tölur í posa getur ekki mundað penna á þann hátt að undirskrift hans teljist marktæk.

Það er bara staðreynd að það er til svo fatlað fólk að það ÞARF aðstoðarmanneskju. Það er ekki hvetjandi að svo fötluð manneskja þurfi að glíma við að athafna sig svo það bæði tefji fyrir og sé í raun auðmýkjandi fyrir manneskjuna sjálfa.

Það er ekki til góðs að hvetja fatlað fólk til þess að vera OF sjálfstætt og (þetta er kannski soldið ljótt en... svona er þetta bara) láta það halda að það sé eins og við sem höfum fulla heilsu. **Nú er ég nb. ekki að segja að fatlað fólk sé skítseyði og megi rotna á jörðinni.** Staðreyndin er bara sú að ef fólk er ekki fært til að sinna sínum þörfum á eigin spýtur án þess að það sé að ganga fram af sér þá þarf það einfaldlega á hjálp að halda, og það er ekkert af hinu slæma.

Það er sjálfsagt að fatlað fólk fái að njóta sömu réttinda og við, en það má ekki gleymast að þau eru ekki eins og við. Þau eiga við erfiðleika að stríða.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Nóv 2012 15:51

Ég er með þrjú debet kort og eitt Mastercard, ekki öll með sitthvort pin-númerið...
Þetta á allt eftir að fara í steik hjá mér :face



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 03. Nóv 2012 16:14

GuðjónR skrifaði:Ég er með þrjú debet kort og eitt Mastercard, ekki öll með sitthvort pin-númerið...
Þetta á allt eftir að fara í steik hjá mér :face


Hvað ætli þú munir símanúmer hjá mörgum manneskjum?

Ég held það taki þig ekki langan tíma að ná þessu.

Skil ekki þessa smáleti í fólki að geta ekki munað pin númer.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Nóv 2012 16:42

KermitTheFrog skrifaði:Einstaklingur sem ekki getur slegið fjórar tölur í posa getur ekki mundað penna á þann hátt að undirskrift hans teljist marktæk.


A) Það er matsmál sem að er matsmál kreditkortafyrirtækjanna en ekki okkar.
Hvað hefur þú fyrir þér í því að það sé ómögulegt? Og hvað þá að hún "teljist ekki marktæk"?

B) Margir þroskahamlaðir, meira að segja fólk sem er einungis með Down's heilkenni, stimplar undirskriftina sína á kvittanir og telst það í fínu lagi
af hálfu kreditkortafyrirtækjanna og hefur alltaf gert.

Í þessum þræði: Fólk að tjá sig um hluti sem kemur því ekki við án þess að vita neitt um málið.


Modus ponens

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 03. Nóv 2012 17:05

Fram til þessa hef ég mátt gera broskall og kreditkortafyrirtækin tóku það gilt. En það er verið að breyta því, öryggisins vegna.

Þessum undirskriftum er ekkert fylgt eftir, og eru því obsolete.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Nóv 2012 17:13

KermitTheFrog skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er með þrjú debet kort og eitt Mastercard, ekki öll með sitthvort pin-númerið...
Þetta á allt eftir að fara í steik hjá mér :face


Hvað ætli þú munir símanúmer hjá mörgum manneskjum?

Ég held það taki þig ekki langan tíma að ná þessu.

Skil ekki þessa smáleti í fólki að geta ekki munað pin númer.


Ég man engin símanúmer þess vegna nota ég "contact" í símanum :D



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Nóv 2012 17:19

KermitTheFrog skrifaði:Fram til þessa hef ég mátt gera broskall og kreditkortafyrirtækin tóku það gilt. En það er verið að breyta því, öryggisins vegna.


Það er ekkert öruggara við það að láta hreyfihamlaðan einstakling stimpla inn PINið sitt mjög augljóslega fyrir framan aragrúa af fólki
og að leyfa honum að stimpla. Það er í raun óöruggara og heimskulegra vegna þess að einstaklingur sem að sér hann stimpla
inn PINið og tekur kortið getur þá í næði sínu hlaupið í næsta hraðbanka og tekið út eins mikið og þar má.

Og endilega hunsaðu spurningarnar mínar tvær.


Modus ponens


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Bjosep » Lau 03. Nóv 2012 19:43

KermitTheFrog skrifaði:Fram til þessa hef ég mátt gera broskall og kreditkortafyrirtækin tóku það gilt. En það er verið að breyta því, öryggisins vegna.

Þessum undirskriftum er ekkert fylgt eftir, og eru því obsolete.


Kreditkortafyrirtækjunum er almennt séð slétt sama um hvað þú skrifar á kvittunina svo fremi sem þú véfengir ekki færsluna eftir á.

Þetta er eitthvað sem er almennt ekki vitað en þér er frjálst að neita færslum á kortið þitt nema sá sem tekur við greiðslunni geti sýnt fram á að sannarlega hafir þú notað kortið og staðfest færsluna með kvittun. Ágætis dæmi um þetta væri væntanlega ef að einhver tekur kort ófrjálsri hendi og fer á barinn.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Nóv 2012 20:49

Og til að bæta við það sem ég var að segja rétt áðan:

Hvar geturðu keypt eitthvað fyrir fimmtíu þúsund krónur án þess að neinn sé annaðhvort eða bæði að fara að athuga
myndina á kortinu (þegar að þú ert með sérstakt, nær einstakt kort sem má ennþá skrifa undir með) eða með öryggismyndavél sem myndi leiða lögregluna til þín?
Hvergi?

Hvar geturðu tekið út tugi þúsunda króna á dag órekjanlega með lambhúshettu á þér ef þú veist PINið? Í hverjum einasta hraðbanka landsins.
Og í sumum tilfellum jafnvel 100.000 krónum í einni úttekt.

Það er fáránlegt og óöruggt að láta (neyða) fólk sem er þroskahamlað og getur varla stimplað inn PINið ætla að gera það oft á dag
án þess að geta varið inn-stimplið jafn vel og við hin. Þau eru þegar auðveld skotmörk fyrir glæpamenn.


Modus ponens

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Revenant » Lau 03. Nóv 2012 21:40

Ég held að fólk sé byrjað aðeins að misskilja hvað pinnið á minnið gengur út á.

Í grunninn gengur það út á að hætta að nota segulröndina og skipta yfir í örgjörvalestur. Það er öruggara (fyrir korthafan) þar sem ekki er hægt að stela kortanúmerinu af örgjörvanum ólíkt segulröndinni. Þetta EYKUR öryggi korthafans m.a. vegna þess að kortið reiknar unique- cryptogram sem aðeins útgefandinn getur reiknað og svarað.

Hinsvegar er það PIN innsláttur sem er AUÐKENNING korthafans. Þ.e. ef PIN-ið er slegið inn þá færist áhættan (ef færslan reynist vera sviksamleg) frá búðinni yfir á bankann. Þetta EYKUR öryggi söluaðilans þar sem hann fær aldrei endurkröfu á PIN færslur. Það eru því í hag söluaðila að taka upp PIN auðkenningu. Þó svo að PIN innsláttar væri ekki krafist þá er þetta mikil bæting fyrir bankann því hann þarf að bera kostnaðinn ef kortin eru klónuð og notuð í sviksamlegum tilgangi.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf DaRKSTaR » Lau 03. Nóv 2012 21:52

taka þetta allstaðar í notkun, líka á börum <-- mæli sérstaklega með því.. dauður úr þorsta áður en maður fengi einn bjór :D


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf ZiRiuS » Lau 03. Nóv 2012 22:08

Bara svona til að taka ALLAN vafa af þessu máli að þá er ÖBÍ bara að benda á það augljósa, ég meina það eru ekki allir sem geta notað þetta nýja posadæmi (þar með talinn ég) og mér finnst bara fínt að benda á þetta og skapa umræðu um þetta, þannig verður eitthvað gert í þessu...

Eins með forsetakosningarnar, það var bara meining ÖBÍ að benda enn og aftur á það augljósa, setja pressu með málaferlum og fá úr þessu bætt. Sem tókst því daginn fyrir stjórnlagaþingskosninguna urðu ný lög sem heimiliðu fólki eins og mér að taka aðstoðarmenn sem ÉG vel og treysti inn í kjörklefann.

Það verður engin þróun ef engin umræða skapast um hlutina...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf Revenant » Lau 03. Nóv 2012 22:22




Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf skipio » Lau 03. Nóv 2012 23:53

Ég er að vinna í PIN-innleiðingu hjá einu fyrirtæki og átti fund með fulltrúum frá einu af kortafyrirtækjunum um daginn. Ég sá ekki betur en að það væri búið að hugsa mjög vandlega um hagsmuni fatlaðra, a.m.k. fór stór hluti af fundinum í að ræða þau mál og það var að þeirra frumkvæði (þetta var fyrir fréttatilkynningu ÖBÍ).
Það virtist jafnframt búið að hugsa út möguleika sem ættu, hugsa ég, að henta flestum/öllum hópum fatlaðra (t.d. fyrir hreyfihamlaða, blinda og fólk með elliglöp) og það var mikil áhersla lögð á að starfsfólk yrði þjálfað í að taka á þeim tilfellum þegar fólk ætti í erfiðleikum með að nota PIN-posana.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Öryrkjabandalagið er byrjað að fara í taugarnar á mér

Pósturaf ZiRiuS » Sun 04. Nóv 2012 00:05

skipio skrifaði:Ég er að vinna í PIN-innleiðingu hjá einu fyrirtæki og átti fund með fulltrúum frá einu af kortafyrirtækjunum um daginn. Ég sá ekki betur en að það væri búið að hugsa mjög vandlega um hagsmuni fatlaðra, a.m.k. fór stór hluti af fundinum í að ræða þau mál og það var að þeirra frumkvæði (þetta var fyrir fréttatilkynningu ÖBÍ).
Það virtist jafnframt búið að hugsa út möguleika sem ættu, hugsa ég, að henta flestum/öllum hópum fatlaðra (t.d. fyrir hreyfihamlaða, blinda og fólk með elliglöp) og það var mikil áhersla lögð á að starfsfólk yrði þjálfað í að taka á þeim tilfellum þegar fólk ætti í erfiðleikum með að nota PIN-posana.


Oft eru posarnir ofan á afgreiðslukassanum svona 140-160cm háir og niðurnjörvaðir svo þetta snýst ekkert endilega um góðan vilja og þjálfað starfsfólk, en auðvitað skiptir það gífurlega miklu máli.

Málið er bara að fá búðirnar aðeins til að hugsa, hafa posana lausa með langa snúru.

Nú er ég bara að tala um fólk með hreyfihömlun.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe