fylgist með netnotkun, er það ekki jafn ólöglegt og niðurhal á höfundavörðu efni?
Fylgst með þeim sem sækja netefni
Ný bresk rannsókn bendir til þess að
fylgst sé með nánast öllum sem sækja
höfundarréttarvarið efni á netið.
Upplýsingunum er safnað í stóra
gagnagrunna en ekki er ljóst hver
safnar þeim eða í hvaða tilgangi. Nú
til dags er algengt að menn sæki sér
tónlist, kvikmyndir og sjónvarpsþætti í
gegnum svokallaðar torrent skrár á
netinu. Þannig er meðal annars hægt að
nálgast höfundarréttarvarið efni án
endurgjalds. Í mörgum tilvikum liggur
ekki fyrir hverjir það eru sem eru að
safna þessum upplýsingum, hvað þá í
hvaða tilgangi. Höfundar
rannsóknarinnar velta meðal annars upp
þeim möguleika að samtök rétthafa vilji
halda nákvæmt bókhald yfir hverjir séu
að stela efni í gegnum netið.