Síða 1 af 1

Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 11:04
af Sera
Góðan dag,

Mig vantar að láta gera úttekt á þakinu hjá mér. Er einhver sem getur mælt með verktaka, fyrirtæki eða einstakling sem tekur að sér svona úttektir?

Bæði vantar mig úttekt á viðgerð sem var framkvæmd fyrir 4 árum og eins úttekt á stöðunni, hvað þarf að gera til að laga og hvað það kostar.

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 11:12
af brain
Einn besti smiður sem ég hef unnið með er Eyjólfur í Trévirki

Hann er með síma 8647739

Hvort hann hafi tíma, veit ekki, hann er mikið busy.

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 11:22
af demaNtur
Sera skrifaði:Góðan dag,

Mig vantar að láta gera úttekt á þakinu hjá mér. Er einhver sem getur mælt með verktaka, fyrirtæki eða einstakling sem tekur að sér svona úttektir?

Bæði vantar mig úttekt á viðgerð sem var framkvæmd fyrir 4 árum og eins úttekt á stöðunni, hvað þarf að gera til að laga og hvað það kostar.


Mæli með honum Óla hjá þak.is. :happy

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 12:29
af GullMoli
Þessir hafa verið duglegir í kringum mig, meðal annars sáu um 2-3 raðhúsalengjur stutt frá mér og það virtist vera vel unnið og tók hóflega skamman tíma. https://nyttthak.is

Þeir hafa verið að auglýsa aðeins fyrir næsta sumar, lista upp langan lista af heimilisföngum þar sem þeir hafa séð um þakskipti svo fólk geti farið og skoðað og spurt. Hljómar eins og þeir hafi amk góða trú á sjálfum sér.

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 13:31
af peturthorra
Matthías Eyjólfsson
husavidgerdir.is
565-7070

Vann hjá honum í mörg ár og sá gæði verkanna.

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 14:05
af Bassi6
Óli hjá þak.is.

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fim 16. Nóv 2023 16:48
af nidur
Sera skrifaði:Góðan dag,

Mig vantar að láta gera úttekt á þakinu hjá mér. Er einhver sem getur mælt með verktaka, fyrirtæki eða einstakling sem tekur að sér svona úttektir?

Bæði vantar mig úttekt á viðgerð sem var framkvæmd fyrir 4 árum og eins úttekt á stöðunni, hvað þarf að gera til að laga og hvað það kostar.


Hvernig þak?

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Fös 17. Nóv 2023 21:53
af appel
Ég fékk 2-3 aðila til að gera eye-ball skoðun á þaki hjá foreldrum mínum í sumar, og tilboð á grundvelli þess. Þetta eru ekki mjög nákvæm tilboð því nágranninn gerði við þakið hjá sér fyrir ári síðan og það kostaði 4x meira en það sem þessi fyrirtæki gáfu upp, alveg eins raðhús, og svipað sem þurfti að gera, skipta um þakið. Ýmiskonar aukakostnaður getur komið til.
Það er rándýrt að fara fá verkfræðistofur til að gera ítarlega úttekt, og flestar taka ekki svona smáverk, eitt lítið hús. Þannig að það þarf doldið að taka tilboðum svona fyrirtækja með fyrirvara, gæti orðið hærra en upprunalegt tilboð.
Stærri fjölbýli fá óháðan úttektarmann sem gerir ítarlega úttekt á húsinu, og skrifar skýrslu um hvað þarf að lagfæra. Svo er farið í tilboðsgerð á grundvelli þess. Eftirlitsmaður hefur svo eftirlit með framkvæmdinni (stundum sami og gerði skýrsluna). En þetta er bara fyrir framkvæmdir þar miklar fjárhæðir eru undir, 50-200 milljónir +.

Re: Úttekt á þaki - meðmæli?

Sent: Lau 18. Nóv 2023 09:56
af rapport
demaNtur skrifaði:
Sera skrifaði:Góðan dag,

Mig vantar að láta gera úttekt á þakinu hjá mér. Er einhver sem getur mælt með verktaka, fyrirtæki eða einstakling sem tekur að sér svona úttektir?

Bæði vantar mig úttekt á viðgerð sem var framkvæmd fyrir 4 árum og eins úttekt á stöðunni, hvað þarf að gera til að laga og hvað það kostar.


Mæli með honum Óla hjá þak.is. :happy

x2