Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2465
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 222
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf GullMoli » Mið 11. Okt 2023 11:18

Ryobi hér og töluvert notað í framkvæmdum síðasta árið án nokkurra vandræða. Aðeins farið að heyrast öðruvísi hljómur í fyrstu borvélinni sem ég keypti frá þeim eftir að ég hræði heilan helling af steypu með stórri hræru, virkar þó alveg jafn vel ennþá :)

Smiðir sem ég þekki nota Makita en mér skilst að Festool sé toppurinn, enda hressilegur verðmiði.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7077
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Tengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf rapport » Mið 11. Okt 2023 14:06

GullMoli skrifaði:Ryobi hér og töluvert notað í framkvæmdum síðasta árið án nokkurra vandræða. Aðeins farið að heyrast öðruvísi hljómur í fyrstu borvélinni sem ég keypti frá þeim eftir að ég hræði heilan helling af steypu með stórri hræru, virkar þó alveg jafn vel ennþá :)

Smiðir sem ég þekki nota Makita en mér skilst að Festool sé toppurinn, enda hressilegur verðmiði.


Úff! bræddi svakalega úr borvél við að hræra flot á sínum tíma, þurfti að bruna út í búð að kaupa aðra á núll einni til að blandan færi ekki til spillis.

Ég vann um tíma hjá Húsasmiðjunni þegar þeir voru að taka inn þessi lúxusmerki í fagmannaverslanirnar sínar, DeWalt, FESTOOL, Makita, Fein, HiKoki (selt frá Hitachi í sér fyrirtæki).

Það sem maður lærði var m.a. að sum merkin eru með ódýrari "litlabróðir" sem er stundum Harlemútgáfa en stundum bara öðruvísi á litinn, það er því hægt að gera góð kaup í ódýrari bröndum EF maður er nógu klár til að spotta það.

Veit fólk t.d. að Ryobi og Milwaukee eru í sömu eigu?

https://www.protoolreviews.com/power-to ... owns-them/




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 106
Staða: Ótengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf agnarkb » Mið 11. Okt 2023 20:15

GullMoli skrifaði:Ryobi hér og töluvert notað í framkvæmdum síðasta árið án nokkurra vandræða. Aðeins farið að heyrast öðruvísi hljómur í fyrstu borvélinni sem ég keypti frá þeim eftir að ég hræði heilan helling af steypu með stórri hræru, virkar þó alveg jafn vel ennþá :)

Smiðir sem ég þekki nota Makita en mér skilst að Festool sé toppurinn, enda hressilegur verðmiði.


Ég fékk góðan díl á DeWalt verkfærum fyrir um ári síðan en verslaði mér í sumar ódýra Ryobi borvél á tilboði bara til þess eins að drullumalla steypu og önnur múrefni. Ágæt vél og ég hef prófað flottari og öflugri tæki frá Ryobi en þetta sem ég keypti en finnst það vera smá dílbreiker fyrir mig hvað rafhlöðurnar taka mikið pláss á verkfærinu.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2465
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 222
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf GullMoli » Fim 12. Okt 2023 09:13

agnarkb skrifaði:
GullMoli skrifaði:Ryobi hér og töluvert notað í framkvæmdum síðasta árið án nokkurra vandræða. Aðeins farið að heyrast öðruvísi hljómur í fyrstu borvélinni sem ég keypti frá þeim eftir að ég hræði heilan helling af steypu með stórri hræru, virkar þó alveg jafn vel ennþá :)

Smiðir sem ég þekki nota Makita en mér skilst að Festool sé toppurinn, enda hressilegur verðmiði.


Ég fékk góðan díl á DeWalt verkfærum fyrir um ári síðan en verslaði mér í sumar ódýra Ryobi borvél á tilboði bara til þess eins að drullumalla steypu og önnur múrefni. Ágæt vél og ég hef prófað flottari og öflugri tæki frá Ryobi en þetta sem ég keypti en finnst það vera smá dílbreiker fyrir mig hvað rafhlöðurnar taka mikið pláss á verkfærinu.


Já sammála, það kom hinsvegar nýtt lúkk á rafhlöðurnar í ár og þær eru aðeins minni. Á t.d. 2.5Ah af nýju týpunni sem er minni en eldri 2Ah rafhlaða sem ég á.



rapport skrifaði:Úff! bræddi svakalega úr borvél við að hræra flot á sínum tíma, þurfti að bruna út í búð að kaupa aðra á núll einni til að blandan færi ekki til spillis.


Haha oj, hefur það ekki bara verið kolavél og kominn tími á ný kol?


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


frr
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf frr » Lau 20. Apr 2024 22:04




Skjámynd

KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf KaldiBoi » Sun 21. Apr 2024 18:46

Ég sá þetta um daginn hjá Coolshop: https://www.coolshop.is/vara/dewalt-dck ... on/23JT4N/

Þetta er svo hlægilegur díll að ég eiginlega hálfsé eftir ap hafa helgað lífi mínu Milwaukee :-(




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf DabbiGj » Mán 22. Apr 2024 21:54

Þetta er allt svipað Þegar upp er staðið og það sem skiptir kanski mestu máli að kaupa þetta á góðu verði.

Ryobi er sterkur kostur fyrir heimilið og meira en nógu góðar vélar í það, annars er það bara að velja það sem að menn geta verslað á besta verði.

Sjálfur er ég með Bosch bláu línuna og mikið meira en ánægður fyrir utan það að það þurfa að hafa gert við nokkrar 12ah 18v rafhlöður




oon
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 19. Jan 2011 15:52
Reputation: 7
Staða: Tengdur

Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?

Pósturaf oon » Mán 22. Apr 2024 23:41

Það veltur auðvitað allt á því í hvers konar notkun verkfærin eru hugsuð.

Ég starfa ekki sem iðnaðarmaður en geri mjög mikið sjálfur og hef safnað sennilega 30+ Ryobi verkfærum sem ég er mjög ánægður með. Get deilt mínum opinionated skoðunum ef þú ert að leita að slíku:

- Ef þú ert að hugsa þetta í DIY þá er bara vitleysa að kaupa dýru merkin IMHO. Margir félagar mínir sem keyptu sér DeWalt eða Milwuakee sett tíma varla að bæta í safnið þegar laufblásari eða kíttibyssa kosta 70-80 þús (og rafhlöðurnar kannski 50% ofan á það?)
- Búinn að nota þau í stór og smá verk - frá innréttingasamsetningum og pallasmíði yfir í baðherbergi og þakskipti
- Ég hef getað réttlætt að kaupa kíttibyssu, hjámiðjujuðara og sverðsög af því þau kostuðu 10-20 þús hvert og ég hef síðan keypt allnokkur verkfæri á ~$50 í USA ferðum. Bauhaus, Byko og VFS eru svo reglulega með 15-25% afslætti
- Ryobi er með eitt breiðasta vöruframboðið sem gengur fyrir sömu rafhlöðunni og ég hef t.d. bætt við hekkklippum, sláttuorfi og sláttuvél, LED ljósi, ryksugu - og útvarpi sem er gott að nota til að halda rafhlöðunni "í formi"
- Í einhverjum þessara kaupa vantaði mig í raun bara fleiri rafhlöður en bætti kannski 5-10 þús ofan á og keypti tveggja verkfæra sett með sömu rafhlöðu innifalinni
- Mæli með að kaupa betri Ryobi vörulínurnar með kolalausum mótor úr One+ HP línunni í verkfærum sem þú notar mikið (t.d borvél og skrúfvél) - það er stórmunur á afli, rafhlöðuendingu og "build quality" en kærkomið að geta keypt ódýr verkfæri sem eru sjaldan notuð og þurfa engan veginn að vera betri
- Svo er ekkert að því að eiga stakar snúruvélar frá stóru merkjunum sem eru yfirleitt margfalt ódýrari en batteríis þegar portability er ekki það mikilvægasta

Hljómar kannski eins og maður sé helsjúkur fanboy eða tækjafíkill (sem ég líklega er) en þetta eru bara mjög hentug verkfæri - fyrir það sem þau eru