Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Þri 14. Des 2021 21:06

Keypti 22W philips led ljós í alla íbúðina þegar ég flutti í hana fyrir nákvæmlega 2.1ári og í dag drapst fyrsta ljósið. Og það í svefnherberginu þar sem það lítið notað. Kostaði eitthvað kringum 8-9þ stykkið af þessum stóru loftljósum.

Aðeins lítil ljóstýra á þessu.
Mynd
Á að gefa út jafnstraum ekki riðstraum, = bilaður spennir.
Mynd
planned obsolescence deildin hjá philips gleymdi að líma þetta allt saman með epoxy, svo það var ekkert mál að taka þetta í sundur.
Ég næ að nota rýmdarmælinguna á rafmagnsmælinum án þess að þurfa rífa þéttana úr til að sjá að annar þeirra sé kaput.
Mynd
Átti bara gamlan 33uF/400V þéttir til að setja í til að staðfesta bilun.
Mynd
HOWLET þéttir ? Líklega Yiyang Howlet Technology ,.. Líklega eitthvað quality control disaster.
Mynd
Síðan þegar varahlutur er pantaður.
Eina sem ég þarf að vita er að þéttirinn þarf að þola 400VDC og ummálið,hæð og bil milli pinna undir þétti. Bara ca.
Sá er að fara kosta mig líklega kringum 50kr innflutt þar sem ég versla oft á mouser.com . Og kannski 350kr í íhlutum.
Mynd

Þetta er algerlega málið þegar maður er búinn að fylla íbúðina af þessu. Þetta eru með einföldustu rásum sem fyrir finnast, viðgerðin tók 15min max. með því að taka ljósið niður sem maður þarf að gera hvort sem er. Síðan eru þetta mjög einfaldar lóðningar (samt gerðar með Metcal :8)


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15676
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1685
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf GuðjónR » Þri 14. Des 2021 21:36

Vel gert!
Hefði ekki meðalmaðurinn keypt sér nýtt?
Óþolandi þegar hlutir endast ekki lengur en þetta, dýrt og óumhverfisvænt.
TheAdder
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 88
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf TheAdder » Þri 14. Des 2021 21:52

Þar sem þetta er nokkurn veginn DIY þráður, þá langar mig að leita álits hjá þér @jonsig.
Hefur þú eitthvað skoðar Pinecil lóðboltann og spennugjafann frá þeim? (www.pine64.com)


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - AORUS GeForce RTX™ 2080 Ti XTREME 11G - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Þri 14. Des 2021 22:05

Svona viðgerð er ekki stórt "up-yours" en þetta telur. Ég sé frammá að þurfa gera þetta við öll ljósin í húsinu mínu. Hinsvegar ættu þau að endast 3x lengur með almennilegum íhlut á 50kr.

Eina sem þarf í þetta er ódýr fjölsviðsmælir og lóðbolti úr byko.

1. Fara á youtube . Glöggva sig á hættum,/þekkja hættur sem stafa af opnum rafbúnaði.
2. Kynnast virkni AVO mæla (fjölsviðsmæla)
3. Kynna sér virkni og mælingar á þessum grunn íhlutum (Viðnám,þéttar,spólur,spennar,öryggi,smárar.(transistor))
4. Kafa ofaní virkni SMPS rafeindaspenna / ólinulegra spenna. Þá aðallega öryggisþáttinn, því þeir eru gjörsamlega allstaðar og vandamálin oft tengd þeim. Buck topalogíur.
5.spyrja bara.

edit*
TheAdder skrifaði:Þar sem þetta er nokkurn veginn DIY þráður, þá langar mig að leita álits hjá þér @jonsig.
Hefur þú eitthvað skoðar Pinecil lóðboltann og spennugjafann frá þeim? (http://www.pine64.com)


Þessi lóðbolti er byggður á TS-100, ég hef ekki reynslu af honum en hef heyrt góða hluti.
Ég notaði Hakko FX-951 í 10ár áður en ég fór í lóðstöðvar sem kosta augun úr. Það er mikilvægt að oddarnir í systemið séu ódýrir ,aðgengilegir og í góðu úrvali. eins og t.d. t-12/t-15 fake hakko oddarnir, eru alls ekki slæmir og kosta lítið sem ekkert og fást gjörsamlega allstaðar.

Var með annan þráð með KSGER/cuecoo lóðstöð sem notar t-12 odda. En kannski ætti ekki að fara linka á þann þráð því þetta eru stórhættulegir lóðboltar en gjörsamlega svínvirka ef þeir eru ekki að reyna drepa mann fyrst. Á þræðinum er einn með svona TS-100 based græju.
Kínversk lóbolta dauðagildra
Síðast breytt af jonsig á Þri 14. Des 2021 22:26, breytt samtals 3 sinnum.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 863
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 97
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf brain » Mið 15. Des 2021 08:57

fyrir þá sem langar að læra eitthvað þá bendi ég oft á:

https://www.youtube.com/c/Theengineeringmindset

einfaldar útskýringar á mannamáliSkjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4414
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 630
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf appel » Mið 15. Des 2021 10:20

Tengt þessu:
https://www.ruv.is/frett/2021/12/15/gal ... rstu-bilun

Annars er ég sammála, galið að henda hlut sem virkar bara útaf því eitthvað lítið er bilað.

Svo þegar maður fer með hlutinn til söluaðilans eða umboðsfyrirtækið þá segir hann "kostar meira að gera við en nýr hlutur kostar", einsog þér sé þröngvað í að kaupa nýtt.

Algjör sóun, og líklega mikill umhverfisskaði af þessu. Vildi að stjórnmálamenn fókusuðu á þessa hluti frekar en plastpoka!


*-*

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3736
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 88
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf Daz » Mið 15. Des 2021 10:51

jonsig skrifaði:
...
viðgerðin tók 15min max
....

Er það með þeim tíma sem tekur að taka ljósið í sundur, leita að biluninni þegar þú veist ekki hvað er bilað, lagfæra og setja saman aftur?
Ég er ekki að reyna að gera lítið úr því að það er mjög gott að geta lagfært svona hluti, sérstaklega þegar lagfæringin krefst ekki dýrari hlutar, en við skulum samt ekki gera lítið úr því að þetta krefst sérhæfðs búnaðar, kunnáttu og tíma.
Ef þetta myndi borga sig almennt, þá væri fínn bissness fyrir einhver einyrkja með kunnáttu að selja þessa þjónustu.Skjámynd

norex94
has spoken...
Póstar: 197
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf norex94 » Mið 15. Des 2021 12:24

Þurfti að skipta um svona ljós í sameign hjá mér, setti ljós með perustæði í staðinn.
Þau voru 3 ára og allar díóður farnar. Finnst bara að það ætti alltaf að vera perustæði í kúplaljósum. Þvílik sóunn.
Mynd
Síðast breytt af norex94 á Mið 15. Des 2021 12:24, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Mið 15. Des 2021 13:14

Daz skrifaði:
jonsig skrifaði:
...
viðgerðin tók 15min max
....

Er það með þeim tíma sem tekur að taka ljósið í sundur, leita að biluninni þegar þú veist ekki hvað er bilað, lagfæra og setja saman aftur?
Ég er ekki að reyna að gera lítið úr því að það er mjög gott að geta lagfært svona hluti, sérstaklega þegar lagfæringin krefst ekki dýrari hlutar, en við skulum samt ekki gera lítið úr því að þetta krefst sérhæfðs búnaðar, *comment "kunnáttu og tíma. <== "Practice makes perfect""
Ef þetta myndi borga sig almennt, þá væri fínn bissness fyrir einhver einyrkja með kunnáttu að selja þessa þjónustu.


Þetta voru 15 min max kannski 25min fyrir einhvern sem er alveg nýr. Það tók mig mestan tímann að taka ljósið niður.
Eins og ég nefndi fyrir ofan eina myndina þá gleymdi planned obsolescence deildin að epoxy´a þetta tiltekna ljós niður. Svo þetta voru örfáar skrúfur og þegar skrúfurnar fóru úr þá "datt" þetta í sundur nánast sem og led driverinn. Og að setja þetta saman er playmo difficulty level, ekki lego :)
Pointið: Amk athuga áður en þessu er hennt í endurvinnslu þar sem þetta endar hjá einhverju grey fólki í þriðja heiminum.

Ég hugsa að þetta sé mjög universal vandamál með rafeindastraumfestar. Ef það er aðeins ljóstíra á leddunum það gefur til kynna að báðir ferrít spennarnir séu í lagi og chopperinn virkar. Vegna einfaldleika svona rása þá koma í raun aðeins þéttarnir til greina þegar ljósið er í svona bilunarfasa. Þarna er hægt að laga eitthvað án þess að þurfa alveg eins bilaðan hlut til að stela pörtum úr, þarna er viðgerðin 80kr með lóðtini.

Bottom line, í þessu tilfelli þá eru þetta svo einfaldar rásir að þær eru alveg perfect fyrir nýliðann til að prufa sig áfram og mjög líklega takast að laga, það eru mikið meiri líkur að ég geti hvatt einhvern til að laga svona og takast það heldur en að hafa einhvern skjákorta-viðgerðar guide sem er hátt failure-rate .(kemur þó líklega seinna)
Síðast breytt af jonsig á Mið 15. Des 2021 13:17, breytt samtals 1 sinni.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4414
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 630
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf appel » Mið 15. Des 2021 18:40

Finnst það að selja svona sambyggt ljós þar sem ekki er hægt að skipta um ljósaperu ætti að vera bannað.
Það á að vera hægt að skipta um peru í þessu, ekki henda heilu ljósi bara útaf því að peran er ónýt. Mun aldrei kaupa þannig.

Planned obsolescence er reyndar upprunið úr ljósaperugeiranum. Hér um miðja síðustu öld þá kappkostuðu ljósaperuframleiðendur að framleiða peru sem entist bara í tiltekinn tíma, og helst skemur. Þeir höfðu brennt sig á því að hafa framleitt OF GÓÐAR ljósperur framan af þannig að þessir eldgömlu glóðaperur virtust bara endast í áratugi ef ekki lengur. Þannig að þeir vildu framleiða meira til að selja meira, og þá skipti máli að það sé ákveðinn líftími á þessum perum. Sýnist að Philips sé að reyna endurtaka sama leik.

Doldil spurning um siðferði í raun þetta planned obsolescence, m.t.t. mengunar, jarðrasks, gróðurhúsaáhrifa, o.s.frv. Þetta er svo ingrained í allri framleiðslu og vöruhönnun, jafnvel prentarar eru með teljara og þegar þú ert búinn að prenta X eintök þá hættir hann að prenta. Ég er fyrir löngu búinn að gefast upp á því að reyna eiga heimilisprentara, nær að klára kannski 2 blekhylki áður en hann gefur upp öndina.


*-*


Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf Hizzman » Mið 15. Des 2021 19:42

Ja Phillips ... aldrei haft góða reynslu af því merki og forðast það. Sjónvörpin gætu verið ok samt.

Talandi up ljósaperur, eitt sinn breytti ég ljósastæði fyrir tvær perur þannig að það voru 2 100w perur raðtengdar. Þetta var kveikt flest kvöld, perurnar voru í lagi 10 árum síðar þegar íbúðin var seld!Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Mið 15. Des 2021 23:19

appel skrifaði:Finnst það að selja svona sambyggt ljós þar sem ekki er hægt að skipta um ljósaperu ætti að vera bannað.
Það á að vera hægt að skipta um peru í þessu, ekki henda heilu ljósi bara útaf því að peran er ónýt. Mun aldrei kaupa þannig.


Keypti sett með allskonar týpum af SMT leddum á 1500kr á aliexpress. Og re-leddaði wrt3200acm routerinn minn með míni 12þ.kr hitabyssu (proXxon) og smá flúxi (youtube lois rossman). Það var smá tímafrekt en gaman, og ég þreif allt ógeð úr honum í leiðinni

Fyrir þá sem vilja fikta með flux, þá er ég viss um að kísildalur eigi og selji topnik zel flux sem er mjög gott í alhliða rework og er ekki eitrað ( án sínk klóríðs ! :pjuke )
Íhlutir selja líka flúx án sínk klóríðs frá welleman, en maður getur allt eins notað vaselín :/
Síðast breytt af jonsig á Mið 15. Des 2021 23:28, breytt samtals 1 sinni.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Sun 26. Des 2021 17:39

Datt svo óvart í þetta rugl aftur. "Smart" mos draslið búið að rafsjóða sig við power plane, svo það þurfti að fræsa helvítið í burtu. Sést á bleikum koparnum að hann hefur hitnað gríðarlega undir footprintinu á smart mosinum sem er búið að fjarlægja.

Mynd
Mynd Mynd
Síðast breytt af jonsig á Fös 31. Des 2021 11:14, breytt samtals 3 sinnum.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Fös 31. Des 2021 10:37

Verð kannski að stofna annan þráð um þetta, en folding@home projectið mitt er aftur komið af stað.
Kominn með tölfræði yfir þessi skjákort, þetta eru uþb 25% bilaðra korta með gpu vandamál, semsagt að laga 70% c.a. er yfirleitt ekki flókið.
Þessi var með bilaðan ram die. ps. hef aldrei lagað kort með að setja það í ofn eða nota hitabyssu á það.

*edit*
GTX1080. Búinn að taka þrjú kort á 3.5klst yfir hátíðarnar, planið að klára FAH project, síðan fara einhver kort í gjafatölvur sem ónefnt tölvufyrirtæki stendur fyrir. Má ekki segja of mikið strax ;)

Mynd

Mynd
Mynd
Síðast breytt af jonsig á Sun 02. Jan 2022 22:39, breytt samtals 4 sinnum.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Sun 09. Jan 2022 09:00

Ein auðveld viðgerð á laugardegi, góður félagi kaupir 2060 Super skjákort af scammer. Kort bootar en windows installar ekki driverum.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Síðast breytt af jonsig á Sun 09. Jan 2022 09:01, breytt samtals 1 sinni.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)


dadik
spjallið.is
Póstar: 464
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 60
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf dadik » Sun 09. Jan 2022 13:14

Flott framtak. Hvar færðu varahlutina í þetta?


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4225
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 610
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaf planned obsolescence fingurinn í dag

Pósturaf jonsig » Sun 09. Jan 2022 14:33

dadik skrifaði:Flott framtak. Hvar færðu varahlutina í þetta?þá skjákortin, eða hvað sem er ?

Ég harvesta oft úr öðrum scrap skjákortum. Stundum eru til partar á mouser/tme. Hef keypt eitthvað af aliexpress, með misjöfnum árangri.

Partar í ljósið, keypti þá bara á tme.eu hægt að fá allt í svona einfalt.


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop. Seasonic SSR-1000GD REV.A (Resurrected)