Síða 1 af 1

Mála yfir sílíkon kítti

Sent: Fös 11. Des 2020 23:54
af Black
Var að mála hjá mér alla íbúðina um daginn og sá strax að það var notað sílíkon kítti á alla gólflista og í kringum allar hurðar hjá mér. Málningin loðir ekki við sílíkonið svo mig vantar ráð til að koma þessu í gott horf.

Hefur einhver prófað akrýlgrunn eins og https://husa.is/netverslun/malning/grun ... id=7097845
með góðum árangri :)

eða er best að hreinsa kíttið upp, pússa og mála :hmm

Re: Mála yfir sílíkon kítti

Sent: Lau 12. Des 2020 12:21
af jonsig
Ég er enginn expert, en ég minnir að það sé tekið framm á túbuinni ef það er hægt.

Re: Mála yfir sílíkon kítti

Sent: Lau 12. Des 2020 18:44
af einarhr
Black skrifaði:Var að mála hjá mér alla íbúðina um daginn og sá strax að það var notað sílíkon kítti á alla gólflista og í kringum allar hurðar hjá mér. Málningin loðir ekki við sílíkonið svo mig vantar ráð til að koma þessu í gott horf.

Hefur einhver prófað akrýlgrunn eins og https://husa.is/netverslun/malning/grun ... id=7097845
með góðum árangri :)

eða er best að hreinsa kíttið upp, pússa og mála :hmm


það getur verið erfitt að mála þetta og magnað að þetta sé notað í öll rými hjá þér þar sem það þarf bara sílikon í eldhús og baðherbergi. Ef þú ætlar að rífa þetta í burtu þá er lang best að kítta þetta með Akrýl kítti þar sem það er hægt að mála yfir það og það leyfir smá hreifingu á veggjum án þess að það fari að springa.

Re: Mála yfir sílíkon kítti

Sent: Sun 13. Des 2020 00:27
af Black
einarhr skrifaði:
Black skrifaði:Var að mála hjá mér alla íbúðina um daginn og sá strax að það var notað sílíkon kítti á alla gólflista og í kringum allar hurðar hjá mér. Málningin loðir ekki við sílíkonið svo mig vantar ráð til að koma þessu í gott horf.

Hefur einhver prófað akrýlgrunn eins og https://husa.is/netverslun/malning/grun ... id=7097845
með góðum árangri :)

eða er best að hreinsa kíttið upp, pússa og mála :hmm


það getur verið erfitt að mála þetta og magnað að þetta sé notað í öll rými hjá þér þar sem það þarf bara sílikon í eldhús og baðherbergi. Ef þú ætlar að rífa þetta í burtu þá er lang best að kítta þetta með Akrýl kítti þar sem það er hægt að mála yfir það og það leyfir smá hreifingu á veggjum án þess að það fari að springa.


Mér fannst það líka frekar ótrúlegt þegar ég sá að þetta er meðfram öllum gólflistum, fataskápum og hurðum :pjuke

Ætla að prófa kaupa þetta efni í Húsasmiðjunni. Uppfæri svo póstinn hvort það hafi virkað

Re: Mála yfir sílíkon kítti

Sent: Sun 13. Des 2020 13:41
af k0fuz
Ég málaði yfir sílíkon kítti sem er ofaná veggflísum í eldhúsinu, mér var ráðlagt einmitt að mála yfir því kíttið vill svo loða við sig ryk. Gerði það, tók smá þolinmæði og hugsanlega 2 umferðir (man það ekki alveg) en það virkaði.