Síða 1 af 1

Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 04:07
af netkaffi
Kaupi helst bara fjöltengi sem taka 5 eða meira. Helst svört, en ég get sætt mig við hvítt ef það er ódýrara.*


(* Ég mála það bara sjálfur. Er einhver btw með tips fyrir að mála/lita fjöltengi? Þau eru svo ljót hvít. Get náttúrulega bara notað túss, en ef það er til einhver non-toxic litarefni sem ég get notað á þetta þá er það plús.)

Kannski þetta sé hagstæðast, Byko hvítt 6 tengi án rofa: 967 kr. (Engin lengd?)
Byko: 6 tengja svart með rofa: 1507 kr. 1,5m
Ikea hvítt með 6 tengja með rofa: 1.190,- 1,5 m
Origo, 6 tengja svart með rofa og barnaöryggi: 1290 kr. 1,4m
Kannski ágætt að eiga eitt svona líka, með hvítt með 2 USB hleðsluinputum: 2.371 kr. 1,5m
Útifjöltengi hjá Húsasmiðjunni er á gott verð miðað við annarstaðar, reyndar bara 4 plugga (svart): 2.275 kr. https://www.husa.is/netverslun/ljos-raf ... id=5876820
Svo eru þeir með fjöltengikubb, 4 tenglar: 3.195 kr 1.4m https://www.husa.is/netverslun/ljos-raf ... id=5877354

Hvað eru annars verðin á þessu?: Maður þarf að skrá sig inn. https://www.ronning.is/fj%C3%B6ltengi-1 ... 09-su-000c

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 07:03
af ColdIce
Hvað eru annars verðin á þessu?: Maður þarf að skrá sig inn. https://www.ronning.is/fj%C3%B6ltengi-1 ... 09-su-000c

6.850 m/vsk

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 10:09
af Sultukrukka

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 11:01
af netkaffi
Sultukrukka skrifaði:https://www.ronning.is/fj%C3%B6ltengi-6xschuko-%C3%A1n-rofa-sv-11612

1244 kr án afsláttar.
Meinarðu 1.244 kr með afslætti?

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 18:24
af jonsig
Þú málar ekki rafmagnsefni þar sem ytra byrðið er hluti af öryggi þess sem það er vottað fyrir. Punktur.

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 18:36
af appel
IKEA er með eitthvað líka:

https://www.ikea.is/categories/99466

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:15
af einarn
Ég hef keypt nokkur gembird surge protector fjöltengi í kísildal og er bara nokkuð sáttur við þau. Kosta 1500kall enn alveg þess virði IMO.

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 22:14
af netkaffi
appel skrifaði:IKEA er með eitthvað líka:

https://www.ikea.is/categories/99466
Ikea er með ódýrasta sem ég fann á landinu m.v. ef þú vilt rofa og fjölda tengja.
Byko er með ódýrasta ef þú getur sleppt rofanum (getur t.d. notað WifFi smart rofa í staðin). En svo er engin snúra á því heldur, LOL

Reyndar nota ég rofa á fjöltengjum nánast aldrei; er það ekki bara svona ef maður ætlar til útlanda og vill slökkva á öllum raftæjum t.d? Veit að sumir slökkva á þeim áður en þeir fara að sofa út af einhverri paranoju að það kveikni í raftækjum á meðan þeir sofa.

einarn skrifaði:Ég hef keypt nokkur gembird surge protector fjöltengi í kísildal og er bara nokkuð sáttur við þau. Kosta 1500kall enn alveg þess virði IMO.
1500 er nú ekki dýrt ef svona surge vörn virkar eitthvað. Tjekkáessu.

jonsig skrifaði:Þú málar ekki rafmagnsefni þar sem ytra byrðið er hluti af öryggi þess sem það er vottað fyrir. Punktur.

Já, sæll. En þeir sem mála PlayStation, tölvukassa eða fartölvur?

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Þri 01. Des 2020 23:05
af Longshanks

Re: Hvar er hagstæðast að kaupa fjöltengi? + Kann einhver að lita fjöltengi?

Sent: Mið 02. Des 2020 09:16
af Sultukrukka
netkaffi skrifaði:
Sultukrukka skrifaði:https://www.ronning.is/fj%C3%B6ltengi-6xschuko-%C3%A1n-rofa-sv-11612

1244 kr án afsláttar.
Meinarðu 1.244 kr með afslætti?


Nei, 1244 kr er heildarverð til allra án fríðinda. Rönning er svo með allskonar afslætti fyrir fagmenn og fyrirtæki í þessum bransa.