Síða 1 af 1

Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?

Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:11
af netkaffi
Hvað er þetta, einhver ræma með LED ljósum?
https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7E/
Ef ég ætla fara smart-lýsa heimilið mitt, á ég að fara í svona?




Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?

Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:36
af hagur
Já, Philips Hue LED borði. Þú þarft samt að kaupa Hue bridge líka til að geta stýrt þessu með appi í símanum. Þetta kit inniheldur bara 2 metra LED borða og PSU fyrir hann.

Meikar meira sense að taka þetta: https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7G/ og þá færðu Bridge-ið með í pakkanum fyrir örlítið meira.

Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?

Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:55
af netkaffi
hagur skrifaði:Meikar meira sense að taka

Takk kærlega. Myndiru mæla með að fara í Philips vörur ef ég ætla að fara smart-lýsa heimili mitt og einhverra fjölskyldumeðlima? Eða mæliru með einhverju öðru?

Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?

Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:56
af bigggan
Eg keypti þennan frekar vegna þess hann er með "Bridge" sem gefur þér fleiri möguleikar.


https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7G/

Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?

Sent: Mán 30. Nóv 2020 22:00
af hagur
netkaffi skrifaði:Takk kærlega. Myndiru mæla með að fara í Philips vörur ef ég ætla að fara smart-lýsa heimili mitt og einhverra fjölskyldumeðlima? Eða mæliru með einhverju öðru?


Já ég mæli hiklaust með Philips Hue. Það er ekki ódýrt, en þetta eru gæðavörur að mínu mati. Svo er þetta lang-stærsti playerinn á þessum markaði þannig að það vilja allir vinna með þeim, enda er varla til sá smart home búnaður sem ekki integrate-ast við Philips Hue.

Svo er hægt að spara slatta með því að kaupa Ikea Tradfri perurnar - þær virka beint með Hue kerfinu.

Ég byrjaði sjálfur á Hue Starter kitti sem samanstóð af 3 E27 litaperum og brú. Svo er þetta bara ávanabindandi og núna er ég kominn með Hue í allt húsið meira og minna. Fullt af led borðum, allskonar perur og ljós, hue dimmer rofar, hue hreyfiskynjarar o.sv.frv. Ótrúlega skemmtilegt dót.

Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?

Sent: Mán 30. Nóv 2020 22:01
af netkaffi
Takk. Kaupi þetta.