Síða 1 af 1

Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 08:32
af netkaffi
Maður sér svona oft á skrifstofum. EInhverjir svona meðfærilegir veggir notaðir til að búa til aðskilin vinnurými. Gæti verið þetta heiti divider á ensku. Allavega mig vantar einhvern svona meðfærilegan vegg til að setja í rými gagnvart hurð þar sem ég heyri svo mikið í traffík frammi í gegnum hurðina.

Kannski eitthvað af þessu. https://www.amazon.com/sound-proof-divi ... f+dividers
https://www.amazon.com/Luxor-Reclaim-Ac ... B07FPM5W7L

Fæst ekki eitthvað svona á íslandi? Sem virkar vel? Er ekki að tala um neina vélaverksmiðju frammi, bara fólk að labba og tala og skella hurðum.

Ath. hef ekki kost á aað skipta um hurðina sjálfa. En gæti kannski sett eitthvað sound proof / acoustic protection drasl á hana líka til viðbótar. Svo meðmæli fyrir slíkt eru vel þegin.

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 09:02
af rapport
Hugsanlega yrði best að setja eitthvað hljoðgleypandi fyrir utan dyrnar til að hljóðið þar ómi minna.

Yfirleitt snýst svona um að auka yfirborð sem dempar hljóð, s.s. endurkastar því ekki og drepur óm.

Svona skilrúm hjálpa tóluvert, en líka að skipta gipsplötum í lofti fyrir steinullarplötur ef það er kerfisloft.

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 10:46
af netkaffi
Takk. Það heyrist ekki mikið í gengum veggina held ég, bara hurðina. Ég er mjög sáttur að búa hérna fyrir utan þennan í-gegnum-hurð óm. Hlýt að finna einhverja lausn á þessu. Get reyndar ekkert sett fyrir utan hana þar sem ekkert er pláss. En fyrir innan, þá gæri ýmsar lausnir komið til greina.

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 11:13
af mjolkurdreytill
Ódýrasta lausnin væri einfaldlega bara að taka fataslá og hengja á hana eins mörg handklæði og þú getur. Handklæði eru alræmd fyrir að sjúga í sig hljóðbylgjur.

Í einhverjum blokkum hafa hurðirnar verið bólstraðar að innanverðu.

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 12:21
af SolviKarlsson
Þetta er væntanlega ekki að fara gera mikið um hljóðið sem berst í gegnum hurðina. Það besta sem þú getur gert er að reyna þétta kantana í kringum hurðina. Hugsaðu um herbergið sem þú ert í eins og það sé fiskabúr. Ef að vatnið myndi leka í gegnum hurðina, þá fer hljóðið þar í gegn. Ef hurðin er þegar þétt hins vegar. Þá er kannski möguleiki á að flekinn geri eitthvað gagn.

Edit: svona free standing skilrúm hafa oft fengist hjá Efnisveitunni.

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 18:09
af Viktor

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 18:15
af selur2
Þ.Þorgrímsson í Ármúla er að selja helling af hljóð"dempandi" lausnum

https://www.thco.is/kerfisloft/amf/hljo ... nir/apama/

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 18:25
af Oak
Er ekki hægt að setja einhvern þéttikannt í kringum hurð eða eitthvað í þá áttina?

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Sun 01. Nóv 2020 18:49
af Lexxinn
Ég ætlaði alltaf að gera svona heimagerða handklæða-myndaramma hljóðdempun þar sem ég leigi erlendis en vegna COVID hef ég verið óvenju mikið heima og því ekki látið verða af þessu.

https://www.youtube.com/watch?v=pABvTWSxOes&t=457s

Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Mán 02. Nóv 2020 11:57
af rapport
Var að aðstoða vinahjón fyrr skemmstu að flytja í 102 og sá þar geggjaða þriggja falsa yfirfellda eldvarnar og hljóðeinangrandi hurð fram á stigagang með tveim felliþröskuldum.

Það var svo mikill wow faktor í þessari hurð að við vorum tveir fertugir öskrandi á stigaganginum á meðan einhver stóð inni og opnaði og lokaði til að heyra virknina í hurðinni.

Ég held að það sé sérstaklega góður punktur frá SölvaK að þétta meðfram hurðinni svo að hljóð "leki" ekki inn meðfram óþéttum könntum.

En það er í lögum/reglum að það eigi að vera eldvarnarhurð úr íbúð fram á stigagang, þannig að hurðin ætti að vera nokkuð þétt. Mjög líklega er þetta einhver óþéttni sem mætti laga.


Re: Hljóðeinangrandi meðfærilegur "veggur"/plata

Sent: Mán 02. Nóv 2020 13:33
af Zethic
Ég náði að minnka hávaða með því að fara í Byko og kaupa nettan þéttilista. Setti það síðan í hurðarfalsið og lét hurðina klemmast á listann.
Snarminnkaði hávaða, losnaði við loft "flaut/ýlfr" og lykt sem kom stundum úr ruslalúgunni

https://byko.is/leit/vara?ProductID=219533