Síða 1 af 1

Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Mið 14. Okt 2020 19:27
af mjolkurdreytill
Nú langar mig að spyrja þá raffróðu hér.

Eru einhver opinber meðmæli varðandi það að endurnýja raflagnir í húsum?

Ég þekki ekki aldur lagnanna en byggingin sjálf er að verða fimmtug. Veit ekkert hvort þetta eru upprunalegar lagnir eða hvort einhverntímann hefur verið endurnýjað?

Er almennt mikið um fyrirbyggjandi aðgerðir eða eru þetta verkefni sem farið er í þegar einangrunin gefur sig bara og öryggin slá alltaf út.

Rafmagnið hefur ekki verið að valda mér neinum vandræðum svo því sé svarað.

Re: Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Mið 14. Okt 2020 19:45
af jonsig
Þeir geta enst mun lengur við réttar aðstæður. Venjulega snýst þetta aðallega um að uppfæra staðla, eins og draga varnarleiðara taug í alla tengipunkta og lagnir. Og bæta við bilunarstraumsrofa sem er besta mál.

Kröfur með eldri kerfi er einfaldlega að þau séu í samræmi við reglur og staðla síns tíma, nema eitthvað ákallandi krefjist endurnýjunnar

Postulíns öryggin eru ennþá full gild, bara ekki eins þægilegt að þurfa að byrgja sig upp af þeim.
Ef öryggi eru að leysa út, þá er það nákvæmlega sama og getur hrjáð nýjar lagnir, þá bilanir eða yfirálag á grein ( færri greinar að jafnaði í den per íbúð) . En að það leysi út öryggi öðru hvoru þýðir yfirleitt bara að öryggisbúnaðurinn er að virka.

Re: Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Mið 14. Okt 2020 20:24
af Hausinn
Ef allir tenglar eru jarðtengdir og öryggi á viðeigandi stöðum ættir þú ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Gæti verið ágætt að skipta út rofum/tenglum ef þeir eru í slöppu ástandi.

Re: Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Fim 15. Okt 2020 21:57
af jonsig
Hausinn skrifaði:Ef allir tenglar eru jarðtengdir og öryggi á viðeigandi stöðum ættir þú ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Gæti verið ágætt að skipta út rofum/tenglum ef þeir eru í slöppu ástandi.



Svo hugsar maður aðeins, hvað það er orðið lítið af heimilistækjum með skott sem er með jörð!

Ég er að líta kringum mig , og frekar allt nýlegt hérna inni í húsinu mínu.. en..
Magnarinn, sjónvarpið, útvarpið , ryksugan, ljósin... fyrir utan dót í eldhúsinu og PC tölvuna... nada! Af því sem er ekki FAST-tengt þá bara bara örbylgjan og pc tölvan með jarðtengdri kló. Þó er lappinn minn sem ég er að skrifa á með engri jarðsnertu :)

Nokkuð viss um að þetta var ekki svona í den, áður en spennugjafarnir voru orðnir electróniskir og stuðst var við tvöfalda einangrun raftækja.

Re: Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Fim 15. Okt 2020 22:27
af Hausinn
jonsig skrifaði:
Hausinn skrifaði:Ef allir tenglar eru jarðtengdir og öryggi á viðeigandi stöðum ættir þú ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Gæti verið ágætt að skipta út rofum/tenglum ef þeir eru í slöppu ástandi.



Svo hugsar maður aðeins, hvað það er orðið lítið af heimilistækjum með skott sem er með jörð!

Ég er að líta kringum mig , og frekar allt nýlegt hérna inni í húsinu mínu.. en..
Magnarinn, sjónvarpið, útvarpið , ryksugan, ljósin... fyrir utan dót í eldhúsinu og PC tölvuna... nada! Af því sem er ekki FAST-tengt þá bara bara örbylgjan og pc tölvan með jarðtengdri kló. Þó er lappinn minn sem ég er að skrifa á með engri jarðsnertu :)

Nokkuð viss um að þetta var ekki svona í den, áður en spennugjafarnir voru orðnir electróniskir og stuðst var við tvöfalda einangrun raftækja.

Fá heimilistæki þurfa jörð á að halda. Flest af þeim eru annaðhvort lágspennutæki með utanliggjandi spennubreyti eða eru með plasthýsingu sem einangra notandan frá háspennuhluta tækis. Jarðtenging byrjar að vera mikilvæg ef um er að ræða málmklædd verkfæri, sérstaklega ef hætta er á því að klippa óvart snúruna í sundur með því. Man eftir að hafa óvart klippt í sundur framlenginguna þegar ég var að klippa runna heima. Sló út húsinu. #-o

Re: Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Fim 15. Okt 2020 22:40
af Deucal
Testaðu lekaliðan, er með test takka. Ef hann virkar ekki, láta skipta um hann sem fyrst.
Ef þú treystir þig til þess, þá er gott að taka rafmagn af íbúðinni og opna tengla og skoða hvort það er einhver hita/bruna merki.
Gott er líka að sjónskoða víra í kringum krínglóttu bræðivörin. Ef oft hefur verið að slá út svona stórum öryggjum þá getur vírin skemmst og jafnvel farið í sundur einn daginn.

Re: Raflagnir í eldri húsum?

Sent: Fim 15. Okt 2020 23:42
af jonsig
Hausinn skrifaði:Fá heimilistæki þurfa jörð á að halda. Flest af þeim eru annaðhvort lágspennutæki með utanliggjandi spennubreyti eða eru með plasthýsingu sem einangra notandan frá háspennuhluta tækis. :nerd_been_up_allnight