Síða 1 af 1

Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 13:49
af joggii
Góðan daginn,

Datt í hug að leita hér inn eftir hjálparhönd. Þannig er mál með vexti að ég var að uppfæra tölvuna og örgjörvaviftan vill ekki fara i gang.
Allt annað virkar sem skildi.

Ég er búinn að fara í gegnum manualin og þetta á allt að vera rétt tengt,

speccar

i510600k
asus rog z490 f gaming
geforce strix 2080
750w psu

Allar aðrar viftur í kassanum keyra fínt.

Ég er með nýja Be quiet Shadow Rock 3 viftu, ásamt nýju móðurborði.

Er einhver snillingur hér sem getur áttað sig á hvað gæti verið að?

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 13:59
af lukkuláki
Prófaðu viftuna á öðrum tengli ef hún snýst ekki þá er hún biluð

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 14:06
af joggii
Takk fyrir athugasemdina,

Ég var með coolermaster viftu sem var að virka fínt í gamla setupinu, þangað til að ég setti hana á nýja setupið þá fékk ég hana ekki til að fara í gang.
Þá keypti ég nýja viftu og hún fer ekki heldur í gang. Ég er sennilega búinn að prófa alla mögulegu tengla.

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 14:15
af mind
Ekki er tölvan að keyra sig upp án þess að örgjörvaviftan fari í gang?
Ef hinar vifturnar virka... hvað gerist þegar setur þessa örgjörvaviftu á tengin sem þær eru að nota ?

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 14:20
af joggii
Jú, hún keyrir sig upp án þess að fara í gang.
Það gerist ekki neitt þegar ég tengi hana í hina tenglana, og hinar viftunar virka i cpu fan tenglinum.

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 14:33
af mind
Mjög undarlegt.

Virkar gamla coolermaster viftan einhversstaðar ennþá?

Það bendir allt til þess að báðar örgjörvavifturnar séu ónýtar. Eina sem mér dettur í hug er að fjórði vírinn á CPU-tenginu á móðurborðinu sé að eyðileggja þær, það er eini munurinn á þessum viftum. Hef samt aldrei séð svoleiðis áður.

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 14:43
af joggii
Þetta er furðulegt.

Ég er með eina stock amd cpu viftu sem er ónotuð, er mér óhætt að tengja hana í móðurborðið til að sjá hvort hún snúist þó þetta sé ekki amd setup?
Ætti hún að virka samt þó ég geti ekki fest hana á móðurborðið?

Re: Sérfræðingur Óskast :)

Sent: Lau 29. Ágú 2020 17:00
af mind
Já það ætti vera óhætt svo lengi sem einmitt reynir ekki setja hana örgjörvann.

Kannski ráð að prufa hana fyrst á venjulegu viftutengi sjá hana virka, sjá svo hvað gerist eftir flytur hana á CPU viftutengið.