Síða 1 af 1

Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Lau 02. Nóv 2019 16:56
af mikkimás
Sælir.

Hef ekki verið þekktur fyrir að vera handlaginn DIY maður, en ég er þó að reyna að læra. Var að kaupa mér nýja íbúð og keypti fallegt ljós í leiðinni, en þarf ráðleggingar með að tengja það, enda að gera svona í fyrsta skipti.

Fyrir var einföld pera tengd í aðeins bláa og brúna, engin jarðtenging. Að vísu var brúni þráðurinn í ljósinu tengdur í hvítt í dósinni. Sjá myndina hér að neðan. Er ekki neinn rafmagnsgaur ennþá, þ.a. átta mig lítið á fjölda víra í dósinni.

Ljósið sem ég keypti og ætla að setja upp gerir ráð fyrir jörð. Er ekki bráðnauðsynlegt að jarðtengja?

Ef ég má tengja brúna vírinn í ljósinu við þennan hvíta í dósinni, þá átta ég mig samt ekki á því hvernig ég jarðtengi. Það er slott laust í þessu plastdrasli sem jarðvírarnir tengjast.

Þarf ég að fjarlægja hausinn af og tengja þannig?

Og já, ég er búinn að slá út þessum hluta íbúðarinnar.

Untitled.png
Untitled.png (2.36 MiB) Skoðað 6810 sinnum

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Lau 02. Nóv 2019 17:04
af arons4
Hvíti vírinn er millilína, tengt í hana svo þú getir slökkt ljósið, ef þú tengir í brúna þá er ljósið alltaf kveikt. Tengið sem jörðin(gulgræn) er í er stungutengi, vírnum einfaldlega stungið inní það en þeir þurfa að vera einþættir, ef vírarnir eru fjölþættir þá geriru eins og gert er við núllið(bláa) og tekur vírbút úr stungutenginu í annað smellutengi, getur sett fjölþætta víra beint í smellutengi. Smellutengið virkar svoleiðis að þú lyftir appelsínugula flipanum til að opna það.

Ljósið tengist ss í bláa og hvíta og ef það er jörð á ljósinu fer það í tengið með gulgrænu.

Myndi sammt ráðleggja þér að tala við fagmann

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Lau 02. Nóv 2019 18:36
af mikkimás
Æji, sennilega væri bara best að tala við rafvirkja.

Annars gæti ég setið uppi með 29 metra af einþættri snúru og 50 stykki af smellutengjum ef ég fer að versla sjálfur fyrir örfá ljós.

Takk samt.

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Lau 02. Nóv 2019 18:43
af hagur
mikkimás skrifaði:Æji, sennilega væri bara best að tala við rafvirkja.

Annars gæti ég setið uppi með 29 metra af einþættri snúru og 50 stykki af smellutengjum ef ég fer að versla sjálfur fyrir örfá ljós.

Takk samt.


Auðvitað alltaf best að fá fagmann í verkið, en þú getur farið í Byko og keypt einn meter af svona ídráttarvír í öllum litum. Smellu og stungutengi fást þar líka í litlum pokum. Þú ert ekki nauðbeygður til að kaupa þetta í svaka magni ;)

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Lau 02. Nóv 2019 19:14
af mikkimás
hagur skrifaði:Auðvitað alltaf best að fá fagmann í verkið, en þú getur farið í Byko og keypt einn meter af svona ídráttarvír í öllum litum. Smellu og stungutengi fást þar líka í litlum pokum. Þú ert ekki nauðbeygður til að kaupa þetta í svaka magni ;)

Er einhver ákveðin breidd af vír sem ég ætti að kaupa?

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Lau 02. Nóv 2019 20:08
af ColdIce
mikkimás skrifaði:
hagur skrifaði:Auðvitað alltaf best að fá fagmann í verkið, en þú getur farið í Byko og keypt einn meter af svona ídráttarvír í öllum litum. Smellu og stungutengi fást þar líka í litlum pokum. Þú ert ekki nauðbeygður til að kaupa þetta í svaka magni ;)

Er einhver ákveðin breidd af vír sem ég ætti að kaupa?

1.5 vír

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Mið 06. Nóv 2019 14:49
af mikkimás
Ég er sáttur með að hafa ekki kallað í fagmann.

Þetta var fínn skóli, þó að eftiráhyggju hafi þetta ekki verið nein kjarneðlisfræði.

Takk fyrir hjálpina samt allir :)

Re: Ráðlegging við að tengja loft ljós

Sent: Mið 06. Nóv 2019 14:53
af Mossi__
Tryggður?