Síða 1 af 1

Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Mið 25. Sep 2019 14:38
af Gemini
Ég bý í blokk (byggt 1960 sirka) og er á efstu hæð. Hefur verið endalaust vesen með vatnið hérna. Allir kranar eru sér fyrir kalt og sér fyrir heitt í minni íbúð. Grunar að vandamálið hafi ekkert að gera með tæki hjá mér.

1. Ekki hægt að nota sturtuna afþví hún flöktir mikið úr sjóðandi heit í ísköld.
2. Þó ég loki fyrir heitavatnsinntakið í baðvaskinn er kalda vatnið volgt og hefur heitavatnsbragð (sérstaklega ef ég skrúfa ekki að fullu frá). Hefur komið fyrir að það kom sjóðandi heitt úr kalda.
3. Ef nágranninn fer í sturtu eru biluð læti í minni íbúð (nær eins hátt um hana alla). https://vocaroo.com/i/s1EyU2UpeY6l
Það koma engin hljóð frá pípum ef ég læt renna í bað/sturtu mín meginn.

Hef talað við nágranna en hann vildi ekki ræða þetta og sagði bara gamlar pípur í húsinu. En hann hætti þó að mestu að nota sturtuna á nóttunni.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Mið 25. Sep 2019 15:47
af Kristján Gerhard
Ég er ekki pípari, en...

Deilir þú baðherbergisvegg með þessum nágranna þínum? Biluð sturtutæki gætu verið að valda öllu þessu sem þú lýsir, það er hinsvegar ekki alveg pottþétt.

1. Óstöðugur vatnsþrýstingur. Gæti verið útaf no. 3

2. Það er millileki í blöndunartækjum einhversstaðar.

3. Biluð blöndunartæki hjá nágrannanum eða mögulega eru svo miklar útfellingar í lögnum að það hvín vegna þess. Ef þú deilir baðvegg með nágrannanum ætti hinsvegar að hvína jafn mikið þegar þú ferð í sturtu ef það er ástæðan.


Gemini skrifaði:Ég bý í blokk (byggt 1960 sirka) og er á efstu hæð. Hefur verið endalaust vesen með vatnið hérna. Allir kranar eru sér fyrir kalt og sér fyrir heitt í minni íbúð. Grunar að vandamálið hafi ekkert að gera með tæki hjá mér.

1. Ekki hægt að nota sturtuna afþví hún flöktir mikið úr sjóðandi heit í ísköld.
2. Þó ég loki fyrir heitavatnsinntakið í baðvaskinn er kalda vatnið volgt og hefur heitavatnsbragð (sérstaklega ef ég skrúfa ekki að fullu frá). Hefur komið fyrir að það kom sjóðandi heitt úr kalda.
3. Ef nágranninn fer í sturtu eru biluð læti í minni íbúð (nær eins hátt um hana alla). https://vocaroo.com/i/s1EyU2UpeY6l
Það koma engin hljóð frá pípum ef ég læt renna í bað/sturtu mín meginn.

Hef talað við nágranna en hann vildi ekki ræða þetta og sagði bara gamlar pípur í húsinu. En hann hætti þó að mestu að nota sturtuna á nóttunni.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Mið 25. Sep 2019 16:20
af Gemini
Já við deilum baðherbergisvegg. En það hvín ekkert þegar ég nota tækin mín. Nánast búinn að gefast upp á að tala við nágrannann :(
Var búinn að fá húsfélag til að setja þrýstijafnara í kjallarann. Breytti engu.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Mið 25. Sep 2019 17:32
af Viktor
Það er einhver í húsinu með biluð blöndunartæki sem blandar heita vatninu í kaldavatnslögnina.

Húsfélagið þarf að fá pípara til að endurnýja lagnir og blöndunartæki.

$$$

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Mið 25. Sep 2019 21:43
af Dúlli
Sallarólegur skrifaði:Það er einhver í húsinu með biluð blöndunartæki sem blandar heita vatninu í kaldavatnslögnina.

Húsfélagið þarf að fá pípara til að endurnýja lagnir og blöndunartæki.

$$$


Þetta felur ekki undir húsfélags ábyrgð.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fim 26. Sep 2019 09:19
af Kristján Gerhard
Dúlli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er einhver í húsinu með biluð blöndunartæki sem blandar heita vatninu í kaldavatnslögnina.

Húsfélagið þarf að fá pípara til að endurnýja lagnir og blöndunartæki.

$$$


Þetta felur ekki undir húsfélags ábyrgð.


Lagnirnar eru sameiginlegar en ekki blöndunartækin.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fim 26. Sep 2019 09:20
af Kristján Gerhard
Gemini skrifaði:Já við deilum baðherbergisvegg. En það hvín ekkert þegar ég nota tækin mín. Nánast búinn að gefast upp á að tala við nágrannann :(
Var búinn að fá húsfélag til að setja þrýstijafnara í kjallarann. Breytti engu.


Þá hvín væntanlega ekki í lögnunum heldur í blöndunartækjunum hjá honum.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fim 26. Sep 2019 13:05
af Viktor
Dúlli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er einhver í húsinu með biluð blöndunartæki sem blandar heita vatninu í kaldavatnslögnina.

Húsfélagið þarf að fá pípara til að endurnýja lagnir og blöndunartæki.

$$$


Þetta felur ekki undir húsfélags ábyrgð.


Það þarf að finna hvar lekinn á sér stað, ég var ekki að segja hvað húsfélagið ætti að borga og hvað ekki. Hann sem eigandi íbúðar getur ekki farið fram á að pípari fái að skoða lagnir hjá fólki, en húsfélagið getur það.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fim 26. Sep 2019 13:54
af olihar
Það lekur á milli í blöndunartækjum einhverstaðar. Láta yfirfara öll blöndunartæki í öllum íbúðum sem eru á sömu greinum.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fim 26. Sep 2019 16:27
af Gemini
Takk fyrir hjálpina. Ætli ég verði ekki að taka þetta upp á húsfélagsfundi.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fim 26. Sep 2019 19:26
af Dúlli
Sallarólegur skrifaði:
Dúlli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er einhver í húsinu með biluð blöndunartæki sem blandar heita vatninu í kaldavatnslögnina.

Húsfélagið þarf að fá pípara til að endurnýja lagnir og blöndunartæki.

$$$


Þetta felur ekki undir húsfélags ábyrgð.


Það þarf að finna hvar lekinn á sér stað, ég var ekki að segja hvað húsfélagið ætti að borga og hvað ekki. Hann sem eigandi íbúðar getur ekki farið fram á að pípari fái að skoða lagnir hjá fólki, en húsfélagið getur það.


Húsfélagið getur því miður ekki þvingað upp á svona. Engin getur farið inn á annara eign.

Þetta er að verða vandamál núna til dæmis í ljósleiðara lögnum í eldri blokkum þar sem inntak enda í geymslum og ekki hægt að bæta né breyta því eigendur eru orðnir þreyttir á að hleypa inn. Húsfélagið hefur engan rétt á svona þvingum nema með því að fara með þetta fyrir dóm og læti.

Re: Einhver pípari sem gæti giskað hvað væri að

Sent: Fös 27. Sep 2019 15:42
af frr
Það væri hægt að spyrja íbúa hvort blöndunartækin þeirra séu heit þó þau séu ekki í notkun.
Það er nóg að þreifa á þeim.
Þetta eru eingöngu tæki með sjálfvirkum hitastilli sem bila svona. Var með Grohe heima hjá mér þar sem nákvæmlega þetta gerðist.
Flestir ætti að taka erindinu vel, ef þeir búa í Reykavík, þar sem heita vatnið er ekki sérlega bragðgott.