Síða 1 af 1

Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Mán 12. Ágú 2019 22:41
af appel
Er að velta fyrir mér kostnaði við að endurnýja baðherbergi. Mér hefur verið sagt að það kosti 1-2 millur lágmark.

Hver er reynsla manna af þessu?

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Mán 12. Ágú 2019 22:45
af Cascade
1 milljón sirka ef þú kaupir enga vinnu
2millur+ ef þú kaupir vinnu

Svona ef þetta á að vera fínt baðherbergi

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Mán 12. Ágú 2019 23:26
af appel
Afhverju þarft allt að vera svona dýrt á þessu landi... pfff :catgotmyballs

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Mán 12. Ágú 2019 23:33
af Dúlli
appel skrifaði:Afhverju þarft allt að vera svona dýrt á þessu landi... pfff :catgotmyballs


Veistu hvað þetta er mikið vinna og hvað þetta er mikill efniskostnaður ?

Getur sparað þér með að flytja inn efni að utan.

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Þri 13. Ágú 2019 00:03
af astro
appel skrifaði:Er að velta fyrir mér kostnaði við að endurnýja baðherbergi. Mér hefur verið sagt að það kosti 1-2 millur lágmark.

Hver er reynsla manna af þessu?


Kostnaður við að endurnýja baðherbergi x er ekki sami og að endurnýja baðherbergi x.

Því meira sem þú breytir til = :money

Ég vann sem pípari í 7 ár, þokkalegur í öllu sem flokkast undir "manual-labor", gerði allt saman sjálfur í fyrstu íbúðinni sem ég keypti, það var:

1. Reif út baðkar, gólfefni og flísar, innréttingar og tæki, lítill ofn fjarlægður.
2. Setti sturtu í stað baðkar (100x100) og þvottavéla innréttingu við hliðiná sturtunni með vegg á milli (þvottahús var annarstaðar í íbúðinni sem ég tappaði allar lagnir í og gerði að skrifstofu). Að setja sturtu í stað baðkars þýddi, færa neysluvatnslagnir fyrir blöndunartæki ásamt brot í gólf fyrir niðurfalli og tengingar (þetta var walk-in sturta, í flútti við gólfið).
3. Ný Innrétting sett upp ásamt nýrri handlaug, ný blöndunartæki, nýr vatnslás og annað tilfallandi efni.
4. Klósett var fært um 10-15cm til að gera pláss fyrir 1x1m sturtunni, ásamt því að hafa það vegghengt á utanáliggjandi flísuðum klósettkassa.
5. Settur upp 60x120 handklæðaofn (króm).
6. Flísað og fúgað hátt og lágt.


Ég er örugglega að gleyma einhverju, en efni keypti ég hér og þar, ekkert endilega dýrasta eða nákvæmlega það sem mig langaði MEST í, heldur það sem hentaði og ég taldi vera svona "neutral" uppá endursölu á íbúðinni þegar kæmi að því þar sem þetta var ekki framtíðareign.

Efnið kostaði mig um 400 þúsund þegar allt var komið, ég gerði þetta í sumarfríinu mínu og tók mig um 2 vikur, frá því ég byrjaði að rífa út og þangað til að ég fór í fyrstu sturtuna, tannburstaði mig í vasknum og sturtaði niður í klósettinu :)

Til að sjá heildarmyndina á öllu umfanginu mæli ég með að byrja að skrifa niður hvað þú ætlar að gera, hverju þú ætlar að skipta út, færa, breyta, osfv og búa síðan til innkaupalista útfráþví, til að fá betri heildarmynd hvað þú þarft nákvæmlega, fara síðan í að surfa verslanir og sjá hvað er í boði og hvað þú myndir vilja, skrifa niður verð, og vera með innkaupalistann meðferðis.

Það er alltaf hægt að fá díla í öllum verslunum, en gott er ef þú þekkir iðnaðarmenn :)

Gangi þér vel, ekki hika við að senda mér skiló ef ég get svarað einhverju fyrir þig :)

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Þri 13. Ágú 2019 08:51
af hagur
Getur allt eins spurt: "Hvað kostar bíll?"

Við endurnýjuðum baðherbergið í gömlu íbúðinni fyrir reyndar nokkrum árum (2010 c.a), það endaði í 5-600þús. Rifum *allt* út. Gerðum allt sjálf, fyrir utan að fá pípara til að tengja klósett og setja stúta fyrir blöndunartæki uppá vegg. Tókum semsagt burt baðkar og settum lítinn sturtuklefa. Gólf flísalagt uppá nýtt plús 2 af 4 veggjum.

Við keyptum flest allt í Múrbúðinni, t.d klósett-kittið, sturtuklefann, flísar, lím og fúgu.

ATH að við þennan 5-600þús kall má eflaust bæta við 100-200þús fyrir innréttingu, en við fengum okkar ókeypis frá tengdó sem er innréttingasmiður sem rekur verkstæði sem smíðar innréttingar.

Það sem kom mér mest á óvart voru allir "litlu" hlutirnir, þeir voru fljótir að telja. Þurfti líka að kaupa slatta af smáverkfærum sem ég átti ekki sjálfur, t.d flísabora, demantsbora, spaða og fúgusvamp fyrir flísalögnina o.sv.frv.

Það sem hleypir svo verðinu auðvitað enn meira upp er að kaupa vinnu iðnaðarmanna. Því meira sem þú gerir sjálfur, því ódýrara verður þetta að sjálfsögðu.

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Þri 13. Ágú 2019 09:45
af KristinnK
Eins og aðrir segja þá fer kostnaður mjög mikið eftir því í hvað nákvæmlega þú vilt gera. Þetta 1.5-2 miljónir verð er líklega fyrir að bókstaflega rífa út allt (innréttingar, baðkar, vask, veggjaflísar, gólfefni) og gera allt upp á nýtt (flota, flísaleggja gólf og veggi, innréttingar, sturta/baðkar, vaskur, etc.). Það eru fæst baðherbergi sem þarf að gera svo mikið við.

Mitt ráð er bara að spyrja sjálfan sig og svara heiðarlega hversu mikið þarf að skipta út og hversu mikið þú vilt skipta út. Er eitthvað að flísunum á veggnum? Er ekki nóg að skrapa aðeins af fúgunni og fúga yfir? Er eitthvað að baðkarinu eða sturtunni, eða væri ekki nóg að hreinsa af gamla kíttið, þrífa vel og kítta upp á nýtt?

Það sem er ódýrast og einfaldast er að skipta um skápa, vask og blöndunartæki. Kostar ekki nema nokkra tugi þúsunda og getur skipt um það sjálfur á einni helgi. Það eitt og sér getur gert heilmikinn mun á svip baðherbergisins.

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Þri 13. Ágú 2019 11:10
af rapport
Góð blöndunartæki í vask og bað + sturta eru á minnst 100þ. með afslætti.
Baðkar/sturtubotn/gólfsturta = 30-100þ.
IKEA innrétting = 40-80þ.
Flísar á gólf (10-15fm) 80-150þ.
Múr á vegg + lakk = 50þ. EÐA Flísalím og flísar á vegg = 200þ.
Ljós, loft og við spegil = 30þ.
Smádót, snagar o.þ.h. = 20þ.
Handklæðaofn + stöff með honum = 100þ.
Leiga á verkfærum 30þ.

Án vinnu þá er þetta ekki að fara undir 700þ. og þá bara að koma þessi upp í "ásættanlegt".

Ef þú ætlar í lúxus þá $$$

Re: Hvað kostar að endurnýja baðherbergi?

Sent: Þri 13. Ágú 2019 12:18
af bigggan
Skiftuðum baðherbergi fyrir 1 ári siðan, kostaði 2 miljónir. finst það vera alveg eðlilegt enda baðherbergi er lika dyrasta herbergið að endurnýja.

væri hægt að minka þetta um kanski 300þ vegna þess að við vildum grafa fyrir lagnir fyrir þvottavél.