Síða 1 af 1

LED væða Halogen kastara

Sent: Fim 17. Jan 2019 14:57
af Halli25
Daginn,

hefur einhver hérna reynslu á að uppfæra LED kastar hjá sér í innfeldu lofti með dimmer?

datt um það þegar ég smellti perum í hjá mér að um leið og ég fór fram yfir x magn per línu þá fór allt að flökta svo það þarf líklega að skipta um Dimmerinn eða inverter.. eða bæði. Spurning hvort einhver hérna hafi farið útí þetta?

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fim 17. Jan 2019 15:02
af Jón Ragnar
Ert þú ég?


Var að fá fasteign með innfeldri lýsingu þar sem það eru 12V perur sem sjá um að hita upp íbúðina líka :thumbsd

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fim 17. Jan 2019 16:00
af CendenZ
Ertu að tengja nýju led ljósin í gamla transformerinn fyrir halogenið og nota gamlan dimmer ?

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fim 17. Jan 2019 16:19
af Gormur11
Ég gerði þetta með innfellda halogen lýsingu hjá mér. Tók alla spennubreyta í burtu, skipti um sökkla og setti 230 volta GU10 sökkla í staðinn.

Keypti mér LED dimmera á nokkra staði sem ég hefði ekki átt að gera því nú er ég kominn með snjallperur í þetta allt saman og stýri þessu mest með raddstýringu.

Þetta var vesen en að mínu mati þess virði. Ég var með 30 stk 50W halogen ljós en er núna með Ikea Tradfri í þessu öllu saman.

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fim 17. Jan 2019 16:51
af Halli25
CendenZ skrifaði:Ertu að tengja nýju led ljósin í gamla transformerinn fyrir halogenið og nota gamlan dimmer ?

Eins og bara 2 perur þannig og já lítur ekki vel út, ekki sama dimmun.. er með lager frá fyrri eiganda af Halogen sem ég get notað á meðan ég finn lausn :)

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fös 18. Jan 2019 10:06
af CendenZ
Ég tók út hjá mér gamla transformerinn og tengdi GU10 beint í rafmagn og keypti nýjan dimmer fyrir led. Það er önnur spenna á þessu.

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fös 18. Jan 2019 10:18
af Sallarólegur
CendenZ skrifaði:Ég tók út hjá mér gamla transformerinn og tengdi GU10 beint í rafmagn og keypti nýjan dimmer fyrir led. Það er önnur spenna á þessu.


Dimmer fyrir led? Er það ekki bara venjulegur 220V dimmer?

Það sem þarf að passa er að kaupa "dimmable LED".

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fös 18. Jan 2019 10:25
af CendenZ
Ef maður er með gamlan dimmer þá virkar illa að dimma led ljósin, gamlir dimmerar eru á hærri spennu eða ohm álag eða hvað sem þetta kallast nú en nýir eru frá 1w uppí 300w þegar gömlu voru frá 20w uppí 400w. Þannig var mér útskýrt þetta þegar ég skipti út hjá mér, því gamli dimmerinn dimmaði eiginlega ekkert
edit: og nýi dimmerinn virkar súper vel, þá dimmast þegar maður dimmar svo við séum ekki í skurstofulýsingu á kvöldin :baby

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fös 18. Jan 2019 10:32
af Sallarólegur
Ég er a.m.k. í 50 ára gömlu húsi og skipti yfir í dimmable led án vandræða O:)

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Fös 18. Jan 2019 11:05
af Halli25
Sallarólegur skrifaði:Ég er a.m.k. í 50 ára gömlu húsi og skipti yfir í dimmable led án vandræða O:)

Þú hefur þá verið heppinn og fyrri eigandi hefur skipt gamla dimmernum út fyrir nýjan sem fer niður í 1W

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Mán 21. Jan 2019 14:18
af Halli25
Sýnist þetta vera málið og ég slepp við að skipta út dimmerum:
https://www.ronning.is/spennubreytir-le ... m-tr24150d

en spurning hvort ég þurfi að skipta við hvert ljós eða hvort það sé 1 spennubreytir við hvern hóp sbr. í eldhúsinu hjá mér eru 3 saman(fara að blikka ef allir 3 eru LED)...

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Mán 21. Jan 2019 15:19
af Sallarólegur
Hvaða perur ertu að nota og hvernig perur eru að blikka? Er þetta allt 12V eða 24V?

Afhverju ferðu ekki í 230V?

Getur verið að þetta sé raðtengt en ekki hliðtengt? Það getur einnig orsakað blikk í LED.

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Mán 21. Jan 2019 15:44
af bigggan
Reyndi að finna það en fan það ekki, getur spurt kanski Rönning hvort þau séu með "Ballast" fyrir LED þau setja afl inná kerfið svo gammlir dimmerar virkar, ef gamla kerfið nær ekki nógu lágt níður á nyja kerfið.

td Elko DL-12 er svoleiðis tæki sem þú tengir inná.

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Þri 22. Jan 2019 14:58
af peturm
Ég keypti ledljós sem ég setti í staðin fyrir þessi fittings sem fyrir voru.
ljósin kostuðu tæplega 3500 kall stk. Ég ákvað að það væri einfaldlega betra til lengdri tíma litið en kaupa frekar dýrar led perur og vona að gamli halogen spennirinn myndi höndla það.

Það er semsagt spennir með hverju ljósi

Keypti þetta hér:
Ludviksson ehf - Ledljós
Flatahrauni 31, 220 Hafnarfirði

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Mið 06. Feb 2019 16:43
af Halli25

Re: LED væða Halogen kastara

Sent: Mið 06. Feb 2019 17:59
af isr
Ég var að skipta út öllu hjá mér, var með halogen 12v, ég tók spennana burt, skipti um fatningar, setti gu 10 220 v perur og gat notað sömu dimmera.
Keypti dimmanlegar perur í Ikea á 350 kr stk.