Síða 1 af 1

Skápur fyrir pípulagnir?

Sent: Þri 31. Júl 2018 18:04
af Siggihp
Ég er að smíða stokk utan um pípulagna unit sem er svona 90x70cm að stærð og 25 cm að dýpt , en stokkurinn þarf að vera 150x150cm ish og 30cm að dýpt til að ná utan um drasl sem er í kringum pípulagnirnar.

Það sem mig vantar ráð með er hvernig ég get svo komist inn í pípulagnirnar inní stokknum. Var að hugsa um eitthvað svona https://youtu.be/U26FLnMNJ5s en ég veit ekki hvað þetta heitir eða hvar þetta gæti fengist eða hvort að þetta sé besta lausnin.

Er einhver handlaginn hér sem gæti gefið góð ráð?

Re: Skápur fyrir pípulagnir?

Sent: Fim 23. Ágú 2018 13:37
af Siggihp
Endaði á að gera svona skáp og ætla að henda léttri hurð með lömum í gatið : https://photos.app.goo.gl/rBhne815mCuzWLtL7

Re: Skápur fyrir pípulagnir?

Sent: Fim 23. Ágú 2018 13:48
af worghal
lítur nokkuð smekklega út :)
vel gert :happy

Re: Skápur fyrir pípulagnir?

Sent: Fim 23. Ágú 2018 13:53
af Tbot
Ertu með einhvern rafmagnsbúnað þarna í grindinni?

Ef svo er þá er mjög gott að hafa öndun svo hiti þarna fari ekki upp úr öllu valdi.
Það styttir líftíma rafbúnaðar ef hiti verður of mikill, þ.e. hægt að sjá spec frá framleiðendum um æskilegt hitasvið.