Síða 1 af 1

Gram Spanhelluborð

Sent: Lau 05. Maí 2018 13:48
af benony13
Daginn
Ég var að flytja í leiguíbúða og sá sem er að leigja mér hana er nýbúinn að kaupa hana svo hann er gagnslaus í þessu máli.

Þannig er mál með vexti að ég næ ekki að kveikja á því,
Þetta er Gram Spanhelluborð twinzone.
Sama hvað ég geri þá kviknar ekki á því.

Pottarnir virka fyrir span

Það er rafmagn á þessu öllu og það kom rafvirki sem er í fjölskyldunni og tjekkaði á því.

Þetta er svona borð
https://elko.is/gram-spanhellubor-60cm- ... e-in6074tf

Re: Gram Spanhelluborð

Sent: Lau 05. Maí 2018 15:20
af joker
Ertu búinn að prófa að ýta á lykilinn í nokkrar sek. ? Það gæti verið í eins konar barnalæsingu.

Re: Gram Spanhelluborð

Sent: Lau 05. Maí 2018 15:44
af benony13
joker skrifaði:Ertu búinn að prófa að ýta á lykilinn í nokkrar sek. ? Það gæti verið í eins konar barnalæsingu.


Já er búinn að þvi sem og halda nokkrum inni í einu . Ekkert gerist

Re: Gram Spanhelluborð

Sent: Lau 05. Maí 2018 19:47
af mercury
keypti að ég held nákvæmlega eins borð í elko fyrir ári síðan. var ekkert mál að kveikja a því. þetta er sennilega gallað eins og mitt var, þó öðruvísi galli. mitt fór í gang og ekkert mál setti smá power á eina hellu og mig leið eins og ég væri kominn inn í spennarými upp í álveri. skilaði því eins og skot og fékk mér aðeins dýrara electrolux sem hefur virkað flott síðan og heyrist nánast ekkert í.

Re: Gram Spanhelluborð

Sent: Lau 05. Maí 2018 19:50
af mercury
mercury skrifaði:keypti að ég held nákvæmlega eins borð í elko fyrir ári síðan. var ekkert mál að kveikja a því. þetta er sennilega gallað eins og mitt var, þó öðruvísi galli. mitt fór í gang og ekkert mál setti smá power á eina hellu og mig leið eins og ég væri kominn inn í spennarými upp í álveri. skilaði því eins og skot og fékk mér aðeins dýrara electrolux sem hefur virkað flott síðan og heyrist nánast ekkert í.


edit* hér er linkur á manual.
https://www.gram.dk/produkter/induktion ... in-6074-tf

Re: Gram Spanhelluborð

Sent: Sun 06. Maí 2018 10:36
af Viktor
Ef það er rafvirki búinn að kíkja á þetta þá held ég því miður að enginn hér geti aðstoðað með þetta, þarft bara að prufa að fara með það í viðgerð.