Síða 1 af 1

Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Mán 16. Apr 2018 17:49
af appel
Ég vil sandblása þrjú sorplúgulok úr áli, þau voru máluð með veggmálningu fyrir löngu og líta illa út. Langar að taka allt af því og lakka almennilega.
Einhversstaðar hægt að gera þetta ódýrt?
Eða eru aðrar aðferðir betri?

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Mán 16. Apr 2018 18:25
af Viktor
appel skrifaði:Eða eru aðrar aðferðir betri?


Kaupa nýtt :happy

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Mán 16. Apr 2018 18:28
af hagur
Lét einmitt sandblása svona lok úr einhverskonar málmsteypu, hjá S. Helgasyni. Það eru samt 6-7 ár síðan, man ekkert hvað það kostaði.

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Mán 16. Apr 2018 19:24
af brain
Ferrozink í Hafnarfirði.

Getur ath hvaort Polýhúðunin á Smiðjuvegi tekur það, þeir gera það ef þú lætur Polýhúða það.
Veitr ekki hvort þeir sandblása bara.

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Mán 16. Apr 2018 19:53
af vesi
zinkstöðin í hafnarfyrði gerði þetta., veit ekki með lengur. svo ef þú googlar sandblástur koma allveg nokkrir aðilar upp.
Hef ekki hugmynd hvað er eðlilegt verð fyrir svona samt.

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Mán 16. Apr 2018 21:43
af appel
Kominn á sporið :) thanks.

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Þri 17. Apr 2018 08:41
af Televisionary
Það á að vera vítisvist í boði fyrir þá sem mála álið. Það gæti orðið ljótt af sandblæstrinum. Ég hef tekið ál parta og ýmsa hluti hérna og pússað/pólerað og notað autosol. Allt verður eins og glansandi nýtt.

Re: Hvar er hægt að láta sandblása?

Sent: Þri 17. Apr 2018 16:17
af olihar
Talaðu við Hellu í Hafnarfirði, það munar kannski ekki svo miklu að láta þá gera ný í staðinn fyrir að reyna að eiga við þessi gömlu.