Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf hundur » Sun 08. Apr 2018 08:33

Sælinú.

Við erum að gera upp eldhúsið okkar og erum að velta fyrir okkur rafmagnsmálum. Á tveimur stöðum er tengi sem ég hef ekki rekist á áður, með þremur pinnum. Hvurslags tengi er þetta, er þetta eitthvað sem er úrelt og ætti að skipta um?
20180408_080635-COLLAGE.jpg
20180408_080635-COLLAGE.jpg (21.93 KiB) Skoðað 1701 sinnumHin pælingin var svo hvort að öll raftækin þurfi að vera á eigin "línu" (circuit) og hvað það þýðir. Gæti ég t.d. verið með ísskáp og veggofn tengt í þetta tengi hér?
20180408_062712.jpg
20180408_062712.jpg (69.63 KiB) Skoðað 1701 sinnum
ColdIce
1+1=10
Póstar: 1169
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 52
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf ColdIce » Sun 08. Apr 2018 09:19

Lesist með tilliti til þess að það er langt síðan ég lærði rafvirkjun

Þarft sér grein fyrir ofninn. 16A öryggi með 2.5q vírum. Þetta er líklegast hugsað sem tengi fyrir ísskáp/örbylgjuofn combo.
Held að þetta sé Ítalskt tengi en hvort sem það er það eða ekki þá myndi ég bara skipta því út :happy


Eplakarfan: Apple Watch S5 | iPad Pro 9.7” | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 11 Pro Max
Tölvan: i5 9400 | GTX 980Ti | 16gb Vulcan Z | 512gb M.2 ssd | ASRock Z370M | 2x27” Asus IPS
Útiveran: Land Cruiser 120 | Octavia | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5602
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 416
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf rapport » Sun 08. Apr 2018 11:02

Þegar ég tók eldhúsið hjá mér í gegn hér um árið þá breyttum við skipulaginu það mikið að það þurfti að brjóta úr veggjum og leggja fyrir nýjum dósum, í leiðinni þá var "by default" allt rafmagn í eldhúsinu endurnýjað.

Mæli með því að reyna finna einhvern í þetta, það er fátt leiðinlegra en að vera búinn að fjárfesta í nýrri innréttingu og svo virkar allt annað ekki eins og það á að vera.
Dúlli
Of mikill frítími
Póstar: 1954
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf Dúlli » Sun 08. Apr 2018 11:14

Fáðu þér rafvirkja í þetta.

Og þessi 3x pinnan tengill er gamll ofn/helluborðs tengill sem er ekki notaður í dag, öll raftæki yfir 16A í málstraum eru fasttengd samkvæmt ÍST 150:2009

Og passaðu upp á það að hann sé mentaður, getir flétt upp hér http://rafis.is/sveinalisti , Ef hann er ekki á listanum þá er hann að ljúga.
jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 253
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf jonfr1900 » Sun 08. Apr 2018 16:03

Þetta er líklega Ítalskt plögg (gerð L) sem er þarna á ferðinni og er greinilega mjög gamalt. Eldavél þarf að vera á sér öryggi og línu (16A lágmark). Þú þarft að fá rafvirkja í þetta og taka út allar eldri lagningar sem þarna eru til staðar. Þessir vírar skemmast með tímanum ef það kemst raki í þá.

Gerð L tengi.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5935
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 502
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf Sallarólegur » Mán 09. Apr 2018 08:58

Fáðu rafvirkja sem er á þessum lista:
http://rafis.is/um-rsi/sveinalisti

Ég var að skipta úr eldavél yfir í ofn og helluborð. Rafvirki tengdi nýtt öryggi 25A og setti upp nýja litla rafmagnstöflu inni í einum eldhússkápnum.

Helluborðið er þá beintengt í 25A öryggið og ofn og uppþvottavél á sér 16A og að mig minnir 12A öryggjum í nýju litlu töflunni.


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller


Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagn í eldhúsi - skrítin tengi

Pósturaf hundur » Þri 10. Apr 2018 13:38

Kom auðvitað ekki að tómum kofanum hér frekar en fyrri daginn, takk fyrir svörin. Greinilega margt sem þarf að hafa í huga varðandi rafmagnið í eldhúsinu.