Síða 2 af 3

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 11:48
af arnara
Ég er með ca.1 árs LG vél. Einföld og mjög fín.
Var þar áður með AEG sem var búin að endast í 14 ár. Heyrði reyndar einhvers staðar að það væru ekki lengur sömu gæðin í AEG og í "gamla daga".

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 13:58
af GuðjónR
ColdIce skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
ColdIce skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvað sem þú gerir, ekki kaupa Samsung! Bara alls ekki!!
Miele er í raun eina vitið, þú færð mest fyrir peninginn jafnvel þótt þær séu dýrastar.
Siemens væri kostur númer tvö hjá mér ef ég hefði ekki efni á Miele.

Ef það yrði snúið uppá handlegginn á þér, hvor vélin?
https://www.heimkaup.is/miele-thvottavel-7kg-1400-a 10k ódýrari en í Elko
Eða
http://www.eirvik.is/?prodid=1109


Þetta er nákvæmlega sama vélin, einnig sú sem Sallarólegur linkar í hjá elko (WDB020NDS).
Örugglega toppvél.

Nú ok, hélt þetta væri eitthvað annað því önnur er WDB020 og hin WDB030

Ahh, rétt hjá þér... sé það núna.
Ég tæki þá B030 hjá Eirvík, ekki spurning.
Það er engin tilviljun að þessar vélar eru einu vélarnar sem teknar eru í skipin, húsið utan um tromluna er úr járni en ekki plasti eins og öllum öðrum vélum, þess vegna eru Miele vélarnar svona þungar. Og Miele er eini framleiðandinn sem garanterar 10k þvotta! eða þrjár vélar á dag í 10 ár! Og við erum að tala um lágmarksendingu. Samsung vélin mín "selfdestructs" á 18 mánaða fresti, algjört drasl!

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 14:08
af Steini B
Stundum borgar sig að hlusta á frúnna, ég mundi allavega gera það í þetta skiptið
Þó að mín samsung vél hefur ekki bilað ennþá eftir 4,6 ár. Þá mundi ég frekar kjósa Sigmund Davíð en að kaupa mér samsung þvottavél í dag...

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 14:13
af GuðjónR
Steini B skrifaði:Stundum borgar sig að hlusta á frúnna, ég mundi allavega gera það í þetta skiptið
Þó að mín samsung vél hefur ekki bilað ennþá eftir 4,6 ár. Þá mundi ég frekar kjósa Sigmund Davíð en að kaupa mér samsung þvottavél í dag...

Sammála!
Sama gildir um Samsung sjóvörp....NEVER AGAIN!
Keypti líka Samsung þurrkara...fyrir utan að vera fáránlega hávær þá þurrkar hann ílla.
Það er bara ZERO metnaður hjá Samsung þegar kemur að heimilistækjum, massaframleitt drasl.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 14:22
af ColdIce
Keypti Miele frá Eirvík!

Kærar þakkir allir!! Án ykkar hefði ég keypt Samsung, svo ég þakka innilega!

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 14:29
af GuðjónR
ColdIce skrifaði:Keypti Miele frá Eirvík!

Kærar þakkir allir!! Án ykkar hefði ég keypt Samsung, svo ég þakka innilega!


Innilega til hamingju!
Þessi vél á eftir að þjóna þér vel. :happy

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 16:21
af Blues-
Karlmenn að ræða þvottavélar.
Ég hélt að ég hefði séð allt ....

Sent from my Nexus 5X using Tapatalk

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 16:41
af Viktor
Blues- skrifaði:Karlmenn að ræða þvottavélar.
Ég hélt að ég hefði séð allt ....

Sent from my Nexus 5X using Tapatalk


Veit ekki með þig, en flestir karlmenn sem ég þekki vilja helst vera í hreinum fötum #-o

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 17:24
af Pandemic
Er ekki sammála með að allt Samsung sé drasl, hef virkilega góða reynslu af sjónvörpunum þeirra og það er eflaust ástæða fyrir því að það eru mest seldu sjónvörpin í dag. Svo er ég með örbylgjuofn og 2x ísskápa sem er ég er mjög sáttur með. Veit ekki með þvottavélarnar hjá þeim en það er alveg sama hvert maður lítur í þeim málum þá er minna hægt að gera við sjálfur og allt orðið lokaðara og tölvuvæddara.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 18:10
af hagur
Er með Samsung sjónvarp sem er orðið 7 ára gamalt. Þvottavél sem er c.a 4-5 ára. Ísskáp, örbylgjuofn, bakarofn, helluborð og uppþvottavél sem allt er rúmlega 1 árs. Hefur allt virkað flawlessly so far. Hef ekkert útá Samsung að setja.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 21:58
af Stuffz
Þessi er góð :D

Annars er ég með eina einfalda sem heitir elto, norsk held ég, búin að endast alveg 15 ár.
Mynd
Wash like a Boss - Best bang for the buck

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 22:17
af depill
hagur skrifaði:Er með Samsung sjónvarp sem er orðið 7 ára gamalt. Þvottavél sem er c.a 4-5 ára. Ísskáp, örbylgjuofn, bakarofn, helluborð og uppþvottavél sem allt er rúmlega 1 árs. Hefur allt virkað flawlessly so far. Hef ekkert útá Samsung að setja.


Ég er með þvottavél, þurrkara og ísskáp frá Samsung. ísskápurinn er nýlegur, þurrkarinn er orðinn 4 ára og þvottavélin það sama. Ég er þvílíkt ánægður með þetta.

Svo ég krossafingur, ef þvottavélin og þurrkarinn lifa í 4 ár í viðbót að þá er ég orðinn ánægður og allt aukalegt er bara plús.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Lau 10. Feb 2018 22:22
af ColdIce
Sjálfsagt snýst þetta líka um eintakið og hversu vel er viðhaldið henni :)

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 14:08
af Halli25
er á 12 ára gamalli Whirlpool vél keypt 2006, fínt merki að mínu mati. Skoða samt LG næst held ég

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 16:20
af GullMoli
Erum með Samsung þvottavél og þurrkara heima. Móðurborðið fór í þvottavélinni þegar hún var rúmlega 2 ára (byrjaði að hegða sér mjög undarlega, stoppaði í miðju cycle ofl).

Ormsson redduðu þessu þó, þjónustuborðið þeirra fæ topp meðmæli þó að þvottavélin fái það kannski ekki.

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 16:43
af worghal
Halli25 skrifaði:er á 12 ára gamalli Whirlpool vél keypt 2006, fínt merki að mínu mati. Skoða samt LG næst held ég

ég er einmitt með whirlpool vél frá 2006 og hún virkar fínt.
er reyndar búinn að skipta um belti fyrir mótorinn og gúmmí við hurðina og reglulega þarf ég að ýta einum tengli aftur í samband inni í vélinni því hann hristist af við 7. hvern þvott :lol:

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 17:15
af Halli25
worghal skrifaði:
Halli25 skrifaði:er á 12 ára gamalli Whirlpool vél keypt 2006, fínt merki að mínu mati. Skoða samt LG næst held ég

ég er einmitt með whirlpool vél frá 2006 og hún virkar fínt.
er reyndar búinn að skipta um belti fyrir mótorinn og gúmmí við hurðina og reglulega þarf ég að ýta einum tengli aftur í samband inni í vélinni því hann hristist af við 7. hvern þvott :lol:

Maður þarf líka að snjallvæða þvottavélina bráðum hvort sem er :)

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 21:55
af Tiger
Halli25 skrifaði:
worghal skrifaði:
Halli25 skrifaði:er á 12 ára gamalli Whirlpool vél keypt 2006, fínt merki að mínu mati. Skoða samt LG næst held ég

ég er einmitt með whirlpool vél frá 2006 og hún virkar fínt.
er reyndar búinn að skipta um belti fyrir mótorinn og gúmmí við hurðina og reglulega þarf ég að ýta einum tengli aftur í samband inni í vélinni því hann hristist af við 7. hvern þvott :lol:

Maður þarf líka að snjallvæða þvottavélina bráðum hvort sem er :)


Ég einmitt keypti mér Siemens þurkar áðan með Home Connect... veit nú ekki um gagnið, en hey það nýjasta og besta er mitt líf og yndi :)

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 22:09
af GuðjónR
Tiger skrifaði:
Halli25 skrifaði:
worghal skrifaði:
Halli25 skrifaði:er á 12 ára gamalli Whirlpool vél keypt 2006, fínt merki að mínu mati. Skoða samt LG næst held ég

ég er einmitt með whirlpool vél frá 2006 og hún virkar fínt.
er reyndar búinn að skipta um belti fyrir mótorinn og gúmmí við hurðina og reglulega þarf ég að ýta einum tengli aftur í samband inni í vélinni því hann hristist af við 7. hvern þvott :lol:

Maður þarf líka að snjallvæða þvottavélina bráðum hvort sem er :)


Ég einmitt keypti mér Siemens þurkar áðan með Home Connect... veit nú ekki um gagnið, en hey það nýjasta og besta er mitt líf og yndi :)

Hvað fylgdi mikið gagnamagn með honum? :popeyed

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 22:19
af kiddi
Ef mig rámar rétt og vonandi leiðréttir einhver mig ef ég fer með fleipur, en þá eru AEG & Bosch framleiddar af sama aðila, og Whirlpool og Electrolux eru það sama líka. Ég átti AEG þvottavél sem entist í 12 ár þar til tromlan losnaði og allt fór í klessu, flott og góð vél en ég hafði keypt dýrustu útgáfu á sínum tíma.

Miele og Siemens eru held ég á pari nema Miele eiga engar „budget“ vélar á meðan Siemens eru með aðeins breiðara vöruúrval með tilliti til verðs, en báðir framleiðendur eru eins góðir og þeir gerast. Það borgar sig hiklaust að bruðla aðeins og fara í Siemens eða Miele - annaðhvort það eða fara í ódýrasta draslið með því hugarfari að uppfæra þá bara oftar. Ég keypti mér Miele þvottavél eftir að AEG hrundi, og nýja Miele vélin er með sérstakt skyrtuprógram sem gerir það að verkum að ég þarf eiginlega ekki að strauja skyrturnar mínar lengur og er sá fítus búinn að spara mér gríðarlegan tíma, og eins og allir vita þá er tími peningar og þ.a.l. er vélin svo gott sem búin að borga sig upp :D

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 22:48
af Revenant
kiddi skrifaði:Ef mig rámar rétt og vonandi leiðréttir einhver mig ef ég fer með fleipur, en þá eru AEG & Bosch framleiddar af sama aðila, og Whirlpool og Electrolux eru það sama líka. Ég átti AEG þvottavél sem entist í 12 ár þar til tromlan losnaði og allt fór í klessu, flott og góð vél en ég hafði keypt dýrustu útgáfu á sínum tíma.

Miele og Siemens eru held ég á pari nema Miele eiga engar „budget“ vélar á meðan Siemens eru með aðeins breiðara vöruúrval með tilliti til verðs, en báðir framleiðendur eru eins góðir og þeir gerast. Það borgar sig hiklaust að bruðla aðeins og fara í Siemens eða Miele - annaðhvort það eða fara í ódýrasta draslið með því hugarfari að uppfæra þá bara oftar. Ég keypti mér Miele þvottavél eftir að AEG hrundi, og nýja Miele vélin er með sérstakt skyrtuprógram sem gerir það að verkum að ég þarf eiginlega ekki að strauja skyrturnar mínar lengur og er sá fítus búinn að spara mér gríðarlegan tíma, og eins og allir vita þá er tími peningar og þ.a.l. er vélin svo gott sem búin að borga sig upp :D


Bosch og Siemens eru í eigu sama aðila. Electrolux á AEG brandið

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Mán 19. Feb 2018 22:49
af vesi
þetta er af wiki, veit ekki hversu satt það er.

Manufacturers and brands[edit]
Notable brands include:

Alliance Laundry Systems:[71] including the brand names Cissell, D'Hooge, Huebsch, IPSO, Speed Queen, UniMac and Primus
Arçelik: including the brand names Arçelik, Beko, Blomberg, Grundig, Arctic, Altus, Flavel, Elektra Bregenz, Leisure
Brandt France
BSH: including the brand names Siemens (German), Bosch (German)
Candy: including brand names Baumatic, Candy, Hoover (Europe), Zerowatt, Helkama, Grepa, Vyatka, Jinling
Electrolux: including the brand names Electrolux, Frigidaire, Kenmore, Arthur Martin,[72] Zanussi, AEG (German), and White-Westinghouse (until 2006)
Fagor
Fisher & Paykel (New Zealand)
GE: including brand name Hotpoint (North America)
Girbau (Spain)
Gorenje
Haier (China)
IFB (India)
Indesit: including the brand names Indesit, Ariston, Hotpoint (Europe), Scholtes
LG including GoldStar and Kenmore
Mabe (Mexico)
Maharaja (India)
Miele (German)
Panasonic (company formerly Matsushita Electric; included "National" brand)
SMEG: including brand White-Westinghouse (Europe)
Samsung including Kenmore
Sharp
TCL
Toshiba
Vestel: Vestel, Regal, Vestfrost
Videocon (India)
Whirlpool: including the brand names Acros, Admiral, Amana, Bauknecht, Estate, Inglis, Kenmore, Laden, Maytag, Magic Chef, Kirkland, Roper & Philips, Brastemp and Consul (Brazilian market)

https://en.wikipedia.org/wiki/Washing_machine#Manufacturers_and_brands

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Þri 20. Feb 2018 20:56
af machinefart
Ég er með Electrolux í bland við whirlpool fyrir öll mín tæki eins og er. Þau eru frá 2-3.5 ára.

Whirlpool uppþvottavél bilað að lágmarki árlega. Heimilistæki virtu 5 ára kvörtunsrfrest í fyrra þegar hún bilaði en ætla að svíkjast undan núna þegar hún er aftur biluð.

Electrolux ísskápur verið með vesen frá upphafi og mjög hávær. Hann hefur fengið viðgerðir frá rafha, síðast innan kvörtunarfrest ramma en utan ábyrgðar ramma (ca 3 ára ) . Hann hangir í lagi.

Electrolux ofn frá rafha sem bilaði mánuði út úr ábyrgð (2 ára og 1 mánaða). Ég hef rifist mikið en þeir ætla ekki að gera við hann sem "kvörtun".

Hurðin a þvottavélinni virkar en er með vesen og hefur verið lengi. Klúður hjá mér að kvarta ekki innan ábyrgðar ramma. Nenni satt best að segja ekki að gera mál úr því. Hún deyr þegar hún deyr og ég fæ mér Miele.

Get ekki mælt með þessum merkjum. En jafn miklu máli skiptir fyrirtækið sem er á bakvið. Ég gef rafha og HT falleinkunn og versla ekki meira þar.

Ég er svosem þrjóskur, hef ekki haft tíma né nennu í vesen alveg upp á síðkastið en mér skilst ég geti gengið í neytenda samtökin og látið þá sjá um að sækja minn rétt. Jafnframt hef ég haft samband við neytendastofu til staðfestingar á því að staðhæfingar HT og rafha á borð við "nei kvörtunarfrestur á bara við stjórnbúnað" eða "kvörtunarfrestur er bara fyrir stóra íhluti eins og dælur" sé allt þvæla og ég eigi fullan rétt á tæki í ástandi í samræmi við lýsingar tækis.

Ég hlakka til að prufa Miele!

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Þri 20. Feb 2018 21:07
af ColdIce
machinefart skrifaði:Ég er með Electrolux í bland við whirlpool fyrir öll mín tæki eins og er. Þau eru frá 2-3.5 ára.

Whirlpool uppþvottavél bilað að lágmarki árlega. Heimilistæki virtu 5 ára kvörtunsrfrest í fyrra þegar hún bilaði en ætla að svíkjast undan núna þegar hún er aftur biluð.

Electrolux ísskápur verið með vesen frá upphafi og mjög hávær. Hann hefur fengið viðgerðir frá rafha, síðast innan kvörtunarfrest ramma en utan ábyrgðar ramma (ca 3 ára ) . Hann hangir í lagi.

Electrolux ofn frá rafha sem bilaði mánuði út úr ábyrgð (2 ára og 1 mánaða). Ég hef rifist mikið en þeir ætla ekki að gera við hann sem "kvörtun".

Hurðin a þvottavélinni virkar en er með vesen og hefur verið lengi. Klúður hjá mér að kvarta ekki innan ábyrgðar ramma. Nenni satt best að segja ekki að gera mál úr því. Hún deyr þegar hún deyr og ég fæ mér Miele.

Get ekki mælt með þessum merkjum. En jafn miklu máli skiptir fyrirtækið sem er á bakvið. Ég gef rafha og HT falleinkunn og versla ekki meira þar.

Ég er svosem þrjóskur, hef ekki haft tíma né nennu í vesen alveg upp á síðkastið en mér skilst ég geti gengið í neytenda samtökin og látið þá sjá um að sækja minn rétt. Jafnframt hef ég haft samband við neytendastofu til staðfestingar á því að staðhæfingar HT og rafha á borð við "nei kvörtunarfrestur á bara við stjórnbúnað" eða "kvörtunarfrestur er bara fyrir stóra íhluti eins og dælur" sé allt þvæla og ég eigi fullan rétt á tæki í ástandi í samræmi við lýsingar tækis.

Ég hlakka til að prufa Miele!


Miele vélin er að standa sig so far :p
Ég á reyndar Electrolux uppþvottavél sem er 5 ára og er notuð á hverjum degi, stundum tvisvar, og aldrei neitt múður

Re: Ný þvottavél - hvaða?

Sent: Þri 20. Feb 2018 21:53
af rapport
Ég var að versla alla línuna og tók allt frá Electrolux og valdi betri týpurnar því ég vissi að það væru almennilegar græjur

10kg þvottavél, 9kg þurrkara sem hægt er að tengja beint í vatnslás, vandaða uppþvottavél (og sleppti þessu push up drasli, finnst það vera svo ótraust eitthvað) og ísskáp sem mér leist vel og og hafði fengið meðmæli frá vinnufélaga mínum.

Fyndnast var að bæklingur með þurrkaranum voru leiðbeiningar merktar AEG út í gegn.

Hef aldrei átt svona fancy græjur áður og meira að segja yngri dóttirin 11 ára kom og spurði hvort hún mætti læra á þvottavélina og þurrkarann.

Mynd