Hvar fást bestu rúmin?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4126
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 257
Staða: Ótengdur

Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf chaplin » Mán 16. Ágú 2010 16:25

Er að fara versla mér nýtt rúm, verður að vera ofur gott þar sem ég er mjög slæmur í baki og sef mjög erfiðlega vel. Verður að vera 120 eða 140 á breidd.

Hef rekist á nokkrar verslanir,
http://www.rumgott.is/
http://www.rbrum.is/gallery/vorur/
http://www.svefn.is/ez/index.php?/shop
http://www.betrabak.is/

Hjálpið mér svo að velja og deilið ykkar reynslum á rúmum (þeas. svefnreynslum, hef engann áhuga á neinu öðrum uppls.)

Verðmið: 250.000kr mest


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6268
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmmin?

Pósturaf AntiTrust » Mán 16. Ágú 2010 16:27

Við kæró keyptum okkur nýtt rúm frá RB rúm fyrir stuttu, áttum bæði RB rúm á undan því síðan við fermingu líklega og höfum hvergi fundið jafn þæginlegar dýnur, og við fórum víða til að prufa.

Getur líka ráðið rosalega miklu þegar þú pantar þér rúm frá RB, og verðin eru alls ekki það há.


Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmmin?

Pósturaf gardar » Mán 16. Ágú 2010 16:28

mm?

seriously?Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4126
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 257
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmmin?

Pósturaf chaplin » Mán 16. Ágú 2010 16:31

AntiTrust skrifaði:Við kæró keyptum okkur nýtt rúm frá RB rúm fyrir stuttu, áttum bæði RB rúm á undan því síðan við fermingu líklega og höfum hvergi fundið jafn þæginlegar dýnur, og við fórum víða til að prufa.

Getur líka ráðið rosalega miklu þegar þú pantar þér rúm frá RB, og verðin eru alls ekki það há.

Snilld að vita það, verð að kíkja betur á RB.

gardar skrifaði:mm?

seriously?

Löl vissi að einhver myndi setja út á þetta.. :lol:


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4069
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 106
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf vesley » Mán 16. Ágú 2010 17:38

Bestu rúm sem ég hef einhverntíman prufað er Hästens rúmin, þau eru reyndar svona "lúxus" rúm og held ég að ódýrasta rúmið er á um 3-400þús og það er einbreitt. Ein þannig verslun hérna á landinu.


Annars er langbest að fara og prufa bara rúmin flestar ef ekki allar verslanir eru með meirihlutan af rúmum sem þau selja til sýnis.


massabon.is

Skjámynd

kusi
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf kusi » Mán 16. Ágú 2010 22:33

Tempur. Það er það besta sem að ég hef prófað. Svoldið erfitt að venjast í fyrstu en svo er ekki aftur snúið.
Lexxinn
vélbúnaðarpervert
Póstar: 947
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 20
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Lexxinn » Mán 16. Ágú 2010 22:45

http://www.lystadun.is/

Sjálfur hef ég oft unnið fyrir þetta fyrirtæki og hef alltaf átt rúm frá þeim og sef alltaf vel :)

Fáðu helst konu að nafni Kristjana Snæland í afgreiðslunni eða Halldór Snæland til að afgreiða þig mjög almennilegt fólk og hefur vit á því sem þau eru að gera. Þú getur komið með næstum hinar flóknustu spurningar og þú færð svör frá þeim.

Min meðmæli fara þangað.Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Sidious » Mið 06. Des 2017 18:48

Necroed...

Jæja nú er planið að eyða í rúm. Ég er voða hræddur um að kaupa eitthvað rándýrt drasl. Meika samt ekki annað rúmfatalagers rúm, maður er orðinn ansi þreyttur í bakinu af þeim(?).

Einhverjir með góð tips? Hvað endaði höfundur á því að kaupa? Þetta verður jólagjöfin hjá mér og frúnni í ár og ég vill velja rétt.Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1112
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 75
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Minuz1 » Mið 06. Des 2017 18:53

Sidious skrifaði:Necroed...

Jæja nú er planið að eyða í rúm. Ég er voða hræddur um að kaupa eitthvað rándýrt drasl. Meika samt ekki annað rúmfatalagers rúm, maður er orðinn ansi þreyttur í bakinu af þeim(?).

Einhverjir með góð tips? Hvað endaði höfundur á því að kaupa? Þetta verður jólagjöfin hjá mér og frúnni í ár og ég vill velja rétt.


2 hlutir sem þú átt ekki að spara, rúmm og skófatnaður, 3 hlutir ef þú ert tölvunörd, þá bætist stóll við.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2627
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 210
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf hagur » Mið 06. Des 2017 18:54

dux rúm eru rollsinn í rúmum. http://duxiana.is

Kosta reyndar alveg handlegg ....Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Sidious » Mið 06. Des 2017 19:48

Ég á bara hálfan handlegg, eitthvað í kringum 200.000 væri frábært. Öll bestu rúmin á consumer reports eru í kringum 1000$. Maður finnur samt engin þeirra hérna á landi.


Bestu rúmin á góðu verði :-DSkjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5403
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 292
Staðsetning: >>
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Sallarólegur » Mið 06. Des 2017 20:09

Minuz1 skrifaði:
Sidious skrifaði:Necroed...

Jæja nú er planið að eyða í rúm. Ég er voða hræddur um að kaupa eitthvað rándýrt drasl. Meika samt ekki annað rúmfatalagers rúm, maður er orðinn ansi þreyttur í bakinu af þeim(?).

Einhverjir með góð tips? Hvað endaði höfundur á því að kaupa? Þetta verður jólagjöfin hjá mér og frúnni í ár og ég vill velja rétt.


2 hlutir sem þú átt ekki að spara, rúmm og skófatnaður, 3 hlutir ef þú ert tölvunörd, þá bætist stóll við.


Þess vegna versla ég alltaf í matinn í 10-11. Því meira sem ég borga, því betra. :-k


ASRock Z270M Pro4 • i5-7600K @ 4.5Ghz • GTX 980Ti 6GB • G.Skill 16GB 2400Mhz • WD 512GB Black M.2 • Tt Smart M 750W • CM Silencio 352 mATX • NF-S12A @ CM 212 Evo • BenQ XL2720 144Hz • Rival 300

Macbook Pro 15" • Touchbar 2016 • Space Gray • 256GB

FreeNAS • Plex & Transmission • P35 Neo2-FR • Intel Q6600 • 8GB DDR2 • 2TB HDD

EdgeRouter ERLite‑3 • 2× Unifi AP AC LITE • TP Link TL-SG105E

Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Sidious » Mið 06. Des 2017 21:29

Ég er að spá í þessum Simba rúmum í Dorma. Fá þrusu fína dóma á netinu og eru með 100 daga skilarétt. Verðið er líka helvíti gott, sirka 115 fyrir queen size.
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 422
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf KristinnK » Mið 06. Des 2017 22:12

Við konan erum með Tempur Cloud rúm úr Betra bak. Það er minnissvampsdýna (e. memory foam). Það er bara best að fara á þessa helstu staði (Betra bak, Svefn og heilsa, RB rúm, etc.) og leggjast í öll rúmin þeirra. Skrifa hjá sér hvað manni líkaði við, fara aftur þegar maður er búinn að fara á alla staðina og leggjast aftur í þau rúm sem manni líkaði best við.

Almennt er um þrenna kosti að velja, minnissvamp, latex svamp og gorma. Kostir minnissvampsins er að hann lagast að líkamanum og gefur mjög góðan stuðning. Ókostur minnissvampsins er að hann er mjög þéttur og andar ekki vel, en það er aðallega vandamál í heitari löndum. Latex svampur er náttúrulegur og andar betur, en er ekki jafn ,,þægilegur". Gormar eru mjög misjafnir eftir því hvernig þeir eru hannaðir, og hafa allir þann ókost að það byrjar að myndast dæld þar sem maður sefur venjulega, og dýpri þar sem maður er þyngstur (þ.e. miðjan líkaman), sem gerir þá mjög óþægilega eftir tiltölulega fá ár.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1112
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 75
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Minuz1 » Fim 07. Des 2017 01:22

Sallarólegur skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
Sidious skrifaði:Necroed...

Jæja nú er planið að eyða í rúm. Ég er voða hræddur um að kaupa eitthvað rándýrt drasl. Meika samt ekki annað rúmfatalagers rúm, maður er orðinn ansi þreyttur í bakinu af þeim(?).

Einhverjir með góð tips? Hvað endaði höfundur á því að kaupa? Þetta verður jólagjöfin hjá mér og frúnni í ár og ég vill velja rétt.


2 hlutir sem þú átt ekki að spara, rúmm og skófatnaður, 3 hlutir ef þú ert tölvunörd, þá bætist stóll við.


Þess vegna versla ég alltaf í matinn í 10-11. Því meira sem ég borga, því betra. :-k


Þú ert einhvernvegin að misskilja þetta...
Þú kaupir ekki eitthvað í 10-11 og sefur á því 8 klst/dag í 10 ár, stendur ekki á því í marga klst/dag heldur, né situr þú á því daglega.

Það sem ég á við að hlutir sem þú notar daglega/nánast daglega í marga klukkutíma í senn skal vanda.
Fólk eyðir milljónum í bíla sem það notar 30 mín á dag en það reynir að spara í hluti sem taka 1/4 af líftíma þínum og kosta brotabrot af því sem sumir aðrir hlutir kosta.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


olihar
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf olihar » Fim 07. Des 2017 03:20

Hvernig var aftur með Tempur og vandamál með heilsu fólks vegna efnana sem notað er við framleiðsluna sem og þessa 0 öndun. Var ekki helling fjallað um þetta um daginn.Skjámynd

Moldvarpan
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1625
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 07. Des 2017 07:26

Ég mæli með Dorma, fannst gott balance á verði/gæðum hjá þeim.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5403
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 292
Staðsetning: >>
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf Sallarólegur » Fim 07. Des 2017 11:08

olihar skrifaði:Hvernig var aftur með Tempur og vandamál með heilsu fólks vegna efnana sem notað er við framleiðsluna sem og þessa 0 öndun. Var ekki helling fjallað um þetta um daginn.


Jú, það eru margir framleiðendur sem nota einhvern viðbjóð til þess að framleiða þessar dýnur og kodda. Þess vegna er oft hrikalega mikil efna-lykt af þessu.


ASRock Z270M Pro4 • i5-7600K @ 4.5Ghz • GTX 980Ti 6GB • G.Skill 16GB 2400Mhz • WD 512GB Black M.2 • Tt Smart M 750W • CM Silencio 352 mATX • NF-S12A @ CM 212 Evo • BenQ XL2720 144Hz • Rival 300

Macbook Pro 15" • Touchbar 2016 • Space Gray • 256GB

FreeNAS • Plex & Transmission • P35 Neo2-FR • Intel Q6600 • 8GB DDR2 • 2TB HDD

EdgeRouter ERLite‑3 • 2× Unifi AP AC LITE • TP Link TL-SG105E


ColdIce
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 26
Staðsetning: Tveir-Tveir-Einn
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf ColdIce » Fim 07. Des 2017 12:11

Rekkjan hefur reynst mér best :)


Eplakarfan: iMac 27” 5K | Apple Watch S4 | MacBook Air | iPad Pro 9.7” | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone X

Skjámynd

nidur
1+1=10
Póstar: 1157
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 145
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf nidur » Fim 07. Des 2017 12:26

Ég nota tempur classic dýnu frá betrabak, og á örugglega eftir að kaupa mér svoleiðis aftur.
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 422
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf KristinnK » Fim 07. Des 2017 13:03

olihar skrifaði:Hvernig var aftur með Tempur og vandamál með heilsu fólks vegna efnana sem notað er við framleiðsluna sem og þessa 0 öndun. Var ekki helling fjallað um þetta um daginn.


Hérna eru viðbrögð Betra Baks við þessum kvörtunum viðskiptavinarins.

Betra Bak skrifaði:Sendir voru hlutar úr bæði efra og neða lagi dýnanna til rannsóknar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri. Niðurstaða rannsóknarinnar er að staðbundin mygla fannst í einu af þeim fjórum sýnum sem við sendum. Hana var að finna á litlu svæði í efsta lagi dýnunnar öðrum megin. Jafnvel þó að þetta liggi nú fyrir er ekkert sem bendir til þess að myglan í rúmi mannsins tengist á nokkurn hátt hönnun eða gerð dýnunnar. Sú ágiskun að eldvarnarefni í dýnunni tengdist málinu á einnig ekki við rök að styðjast þar sem að engin slík efni er að finna í þeim TEMPUR dýnum sem Betra bak hefur flutt inn í gegnum árin.


Eins og ég sagði fyrir ofan þá andar minnissvampur mjög illa, þannig maður verður að passa að það loftar um dýnuna, annars gæti hugsanlega komið upp mýgluvandamál. En ég efa það sé eitthvað algengt. Svo er Evrópusambandið með margar strangar reglur um VOC (volatile organic compounds) sem Tempur uppfyllir. Persónulega finnst mér svolítil histeríulykt af þessum kvörtunum, eins og þegar fólk kvartar undan heilsuáhrifum af háspennulínum. Þetta gæti t.d. verið placebo áhrif.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4126
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 257
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf chaplin » Fim 07. Des 2017 13:32

7 Years later.

Keypti rúm hjá Rekkjunni á 250.000 kr, sef eins og engill. Þurfti samt að prufa 3 mismunandi dýnur þar til ég fann þá "réttu".

Einkunn: 7,5.

Svaf tvær nætur á 15 ára gömlum bedda frá Rúmfatalagernum í sumar, kostaði á sínum tíma 10.000 kr, besti svefn ever.

Einkunn: 10.

Herbergisfélagar mínir (par) keyptu dýnu frá Ikea síðasta vetur, kostaði 60.000 kr, myndi kaupa það frekar en rúmið mitt frá Rekkjunni og spara mér 190.000 kr.

Einkunn: 9.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


blitz
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Hvar fást bestu rúmin?

Pósturaf blitz » Fim 07. Des 2017 13:51

Verslaði þessa hjá Dorma þegar þeir voru með 25% afslátt og er sáttur:

https://www.dorma.is/vara/regency-heilsudyna/

Var þar á undan með "Freyju" frá Svefn og Heilsu sem ég var alls ekki ánægður með.


PS4