Vinnubekkur

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Vinnubekkur

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 11. Feb 2024 12:38

Ákvað að athuga hvort einhver vaktari væri með hugmynd að því hvað er gott að hafa í huga þegar maður er að koma sér upp vinnubekk.

Var að versla mér Búkka sem eru 79,5 cm á breidd (hugmyndin er að láta saga fyrir mig hentuga plötu úr góðu efni 79,5 X 79,5 cm).

Þetta eru búkkanir sem ég nota: https://husa.is/netverslun/verkfaeri/alstigar-troppur-vinnupallar/bukkar/?itemid=5079934

Á eftir að versla mér hraðþvingur sem halda borðplötu fastri við búkka sem ég á eftir að láta saga fyrir mig.

Verkfæri sem ég nota annað slagið eru hjólsög ,stingsög, slípirokkur, pússvél , handsög og fleira.

Eitthvað sem ykkur dettur að ég þyrfti að hafa í huga :-k
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 11. Feb 2024 12:39, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7072
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1009
Staða: Ótengdur

Re: Vinnubekkur

Pósturaf rapport » Sun 11. Feb 2024 12:50

Ég færi frekar í svona - https://www.ikea.is/is/products/bord/sk ... t-40474756

Stófan á milli eykur burð + að maður sparkar ekki óvart fætinum undan borðinu ef búkkinn fellur saman.

En seinast þegar ég græjaði mér vinnuborð þá notaði ég gamla hurð sem borðplötu og notaði IVAR hillueiningar úr IKEA sem borðfætur, það var líka næs geymsla fyrir verkfæri. En þetta fékk stöðugleika því þetta var upp við vegg, hefði ekki gengið frístandandi.



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3107
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Vinnubekkur

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 11. Feb 2024 14:08

rapport skrifaði:Ég færi frekar í svona - https://www.ikea.is/is/products/bord/sk ... t-40474756

Stófan á milli eykur burð + að maður sparkar ekki óvart fætinum undan borðinu ef búkkinn fellur saman.

En seinast þegar ég græjaði mér vinnuborð þá notaði ég gamla hurð sem borðplötu og notaði IVAR hillueiningar úr IKEA sem borðfætur, það var líka næs geymsla fyrir verkfæri. En þetta fékk stöðugleika því þetta var upp við vegg, hefði ekki gengið frístandandi.


Já , þetta er ekki vitlaus hugmynd. Maður notar auðvitað það sem hentar manni best og er hagkvæmt.
Þessir búkkar eru meðfærilegir og eiga skv húsasmiðjunni að þola 340 KG (Á miðanum á Stanley búkkanum stóð að þeir þoli 455 KG).
Tekur lítið pláss í geymslunni og hægt að henda inní bíl með einföldu móti.


Just do IT
  √


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Vinnubekkur

Pósturaf TheAdder » Sun 11. Feb 2024 14:36

Ég myndi hreinlega fara í eitthvað svona:
https://husa.is/netverslun/verkfaeri/al ... id=5079916
Hefur reynst ágætlega fyrir ljósleiðaratengingar í fyrirtækinu sem ég vinn hjá.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo