Kaup á multimeter

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Kaup á multimeter

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 20. Feb 2020 09:29

Góðan daginn kæru vaktarar

Ég er að spá í því að kaupa mér multimeter til þess að mæla hvort að CR2032 rafhlaða sé orðin tóm eða ekki. Svo væri bara fínt að eiga svona upp á fikt í framtíðinni.

Því spyr ég ykkur, er eitthvað sérstakt sem maður þarf að hafa í huga við kaup á svona græju?

Var að spá í að kaupa þessa græju hér: https://sindri.is/digital-multimeter-st ... tht0-77364

Kv. Elvar



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Njall_L » Fim 20. Feb 2020 09:39

Það er fínt að horfa á að mælirinn geti mælt eftirfarandi ef þig langar að fikta eitthvað í framtíðinni
- AC og DC spenna með mælisvið upp í 300V að lágmarki
- Viðnámsmæling með mælisvið 0 - 20MΩ að lágmarki
- Díóðumæling
- Hitastig og þéttamæling er kostur en ekki nauðsynlegt.

Sjálfur hef ég ekki sérstaka reynslu af Stanley mælum, var reyndar með aðra týpu en þú linkar á. Í svona ódýrari flokki er ég persónulega mjög hrifinn af Extech sem fást hjá Fálkanum. Sem dæmi þessir tveir hérna að neðan. Þeir eru einfaldari í notkun þar sem þú stillir bara á hvaða gildi þú vilt mæla en þarft ekki að pæla í mælisviðinu eins og á Stanley mælinum, setur bara próbana á og mælir.
https://falkinn.is/vara/fjolsvidsmaelir-dm110/
https://falkinn.is/vara/fjolsvidsmaelar-mn36-og-mn36/


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Hauxon » Fim 20. Feb 2020 14:27

Ísmar er líka að selja Extech mæla. Ég á EX350 sem dugar í margt en er ekki mjög dýr. https://ismar.is/vorur/maelar/smamaelar/fjolsvids-maelar/




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 977
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 39
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Hlynzi » Fim 20. Feb 2020 21:29

Það er nú ein aðferð sem svínvirkar til að "mæla" minni rafhlöðurnar (allt að 9V kubbinum) og það er að setja tungubroddinn á milli pólanna, þá finnur maður fyrir straum (eða smá kítli ef hún er nánast tóm)

Bestu mælarnir eru frá Fluke og Kyoritsu, en þar sem þú ætlar að dunda þér í þessu sem hobbý dugir tiltölulega einfaldur og ódýr mælir, ég efast um að þessir professional mælar fari undir 10 þús. kr. Mér sýnist Njáll L hafa gert tæmandi lista nánast yfir hluti sem er gott að þessir mælar ráði við.


Hlynur

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Revenant » Fim 20. Feb 2020 21:45

Ef þú ert bara að mæla rafhlöður og lága spennu þá dugar nánast hvaða fjölmælir sem er til (jafnvel 1000 kr) því upplausnin er ekki það krítísk.

Dýrari fjölmælar eru nákvæmari, með hærri upplausn, eru oft með autorange fídus (þ.e. þú þarft ekki að stilla hvaða svið þú ert að mæla á fyrir utan AC, DC eða viðnám) og eru með hærri CAT rating.




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Sporður » Fim 20. Feb 2020 23:01




Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4961
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 868
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf jonsig » Fös 21. Feb 2020 11:17

Ég á tvo fluke 87-V og 87-iii . Sé ekki eftir þeim kaupum :)
Og auðvitað fluke 289 getur loggað spennufallið á batterínu :megasmile




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Tbot » Fös 21. Feb 2020 11:22

Fjölsviðsmælir gefur þér spennuna á rafhlöðunni, þannig að þú getur áætlað hvort hún sé í lagi eða ekki.

Hins vegna gefur hann engar upplýsingar um rýmd hennar, þ.e. hversu lengi hún dugar. Það næst einungis með rafhlöðumælum sem eru með álagi eða herma það.

Íhlutir og miðbæjarradíó hafa verið að selja ódýra fjölsviðsmæla líka.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf Tbot » Fös 21. Feb 2020 11:23

jonsig skrifaði:Ég á tvo fluke 87-V og 87-iii . Sé ekki eftir þeim kaupum :)
Og auðvitað fluke 289 getur loggað spennufallið á batterínu :megasmile


Pínulítið "overkill" að fara í Fluke. Þar er ekki verið að tala um þúsundkalla, heldur tugi og hundruð þúsundkalla.

:megasmile



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4961
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 868
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kaup á multimeter

Pósturaf jonsig » Fös 21. Feb 2020 11:25

Tbot skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég á tvo fluke 87-V og 87-iii . Sé ekki eftir þeim kaupum :)
Og auðvitað fluke 289 getur loggað spennufallið á batterínu :megasmile


Pínulítið "overkill" að fara í Fluke. Þar er ekki verið að tala um þúsundkalla, heldur tugi og hundruð þúsundkalla.

:megasmile


samt í fúlustu alvöru þá er til fluke 101 sem kostar lítið en allir slefa yfir. Líka skemmtilegra að eiga græju sem sýnir ekki allt önnur gildi eftir 2 ár.

Hann er á uþb 5500kr með tolli ef pantað frá s-kóreu á ebay
Síðast breytt af jonsig á Fös 21. Feb 2020 11:27, breytt samtals 1 sinni.