Síða 1 af 2

Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 12:58
af JohnnyX
Góðan dag,

Það vill svo óskemmtilega til að tengdó nældi sér í Locky ransomware og á ekkert bakup. Eina í stöðunni er því að borga því þetta eru mikilvæg gögn. Ég hef ekkert braskað með BTC og vantar því hjálp við að redda 4.1 BTC.
Eina sem ég er með aðgang að er kreditkort eða PayPal sem er tengdur við kreditkort en er ekki með inneign.
Búinn að vera leita hvar ég get verslað með þessu og stoppa ég alltaf á því að það þarf Bandarískt kreditkort eða inneign inn á PayPal.
Ég spyr því hvort það sé yfirhöfuð hægt að redda þessari upphæð með þessum leiðum.

Kv.
Jón Þór

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 13:51
af snaeji
Ahhh glatað.

Geturu ekki greitt með kortinu inn á paypal reikninginn?

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 16:14
af JohnnyX
snaeji skrifaði:Ahhh glatað.

Geturu ekki greitt með kortinu inn á paypal reikninginn?


Eina sem ég finn er að hægt er að senda frá öðrum PayPal account með kreditkorti og þá kemur það sem balance á þínum.
En virðist ekki vera hægt að leggja sjálfur inn á hann með þínu korti.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 17:06
af Sam

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 17:47
af JohnnyX
Sam skrifaði:https://www.youtube.com/watch?v=Ht3hfOQ5m1c


Virðist vera búið að taka þessa leið út, enda síðan 2009

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 18:21
af Sultukrukka
Eru þessi gögn 200 þúsund króna virði?

Ég persónulega myndi aldrei borga þetta bara af prinsippi.

Engin ábyrgð á að þeir afhendi gögnin.
Engin ábyrgð á að þeir hækki ekki verðið aftur þegar að þú loks afhendir þessa upphæð.
Meiri hvati fyrir þá að reyna að klekkja á ykkur ásamt fleira fólki aftur.

Myndi frekar nota þennan 200k í almennilegar afritunarlausnir.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 20:27
af AntiTrust
Ekki að ég styðji við þennan business, en ég hef margoft þurft að fara í gegnum þetta ferli fyrir viðskiptavini og alltaf fengið decryption tól og lykil eftir greiðslu. Aldrei þurft að borga svona háa upphæð hinsvegar.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 21:32
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:Ekki að ég styðji við þennan business, en ég hef margoft þurft að fara í gegnum þetta ferli fyrir viðskiptavini og alltaf fengið decryption tól og lykil eftir greiðslu. Aldrei þurft að borga svona háa upphæð hinsvegar.


Og er engin önnur leið í boði? Formatta HDD eða kaupa lykil?

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 29. Mar 2016 22:13
af nidur
Fín grein um þetta hérna
https://nakedsecurity.sophos.com/2016/0 ... d-to-know/

Annars er nr 1 að vera með backup sem vélin kemst ekki inn á, þeas í gegnum forrit eins og owncloud eða svipað. Þar sem þetta skannar network shares líka.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 11:29
af AntiTrust
GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ekki að ég styðji við þennan business, en ég hef margoft þurft að fara í gegnum þetta ferli fyrir viðskiptavini og alltaf fengið decryption tól og lykil eftir greiðslu. Aldrei þurft að borga svona háa upphæð hinsvegar.


Og er engin önnur leið í boði? Formatta HDD eða kaupa lykil?


Ekki til að endurheimta gögnin nei, en það er auðvitað hægt að formatta diskinn og endurnota hann ef gögnin skipta engu máli.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 11:45
af Funday
hvað með að formatta diskinn og gera data recovery a honum? ættir allavega að fa meirihlutann til baka

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 12:08
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ekki að ég styðji við þennan business, en ég hef margoft þurft að fara í gegnum þetta ferli fyrir viðskiptavini og alltaf fengið decryption tól og lykil eftir greiðslu. Aldrei þurft að borga svona háa upphæð hinsvegar.


Og er engin önnur leið í boði? Formatta HDD eða kaupa lykil?


Ekki til að endurheimta gögnin nei, en það er auðvitað hægt að formatta diskinn og endurnota hann ef gögnin skipta engu máli.


Já akkúrat, ég var að lesa frábæra grein um þetta.
Svakalegt hvernig þetta getur smitað allt á netkerfinu sem tölvan er á og búnað sem er usb tengur líka.
Mjög margir átta sig á því að opna ekki *.exe skrár sem þeir fá í viðhengi en færri virðast átta sig á því að með því að gera "enable" á macro í t.d. word þá ertu að opna fyrir svona ógeð.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 12:52
af JohnnyX
Funday skrifaði:hvað með að formatta diskinn og gera data recovery a honum? ættir allavega að fa meirihlutann til baka


Þessi vírus virðist eyða þessu fullkomnlega af disknum. Ég fann allavega ekki neitt þegar ég notaði Recuva til að reyna data recovery.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 12:52
af AntiTrust
Funday skrifaði:hvað með að formatta diskinn og gera data recovery a honum? ættir allavega að fa meirihlutann til baka


Talandi um að fara úr öskunni í eldinn - formatta disk með dulkóðuð gögn og reyna að endurheimta þau? Ekki mjög líklegt til árangurs.

Það eru e-r fyrirtæki sem bjóða upp á cryptolocker/wall decrypt þjónustur, hef þó aldrei nýtt mér slíkt eða kannað það frekar. Sú leið sem viðskiptavinir hafa viljað fara er bara að borga og fá gögnin óskemmd til baka - þau eru yfirleitt mikið verðmætari en þessi 1-2 BTC sem þarf að punga út.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 13:05
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:
Funday skrifaði:hvað með að formatta diskinn og gera data recovery a honum? ættir allavega að fa meirihlutann til baka


Talandi um að fara úr öskunni í eldinn - formatta disk með dulkóðuð gögn og reyna að endurheimta þau? Ekki mjög líklegt til árangurs.

Það eru e-r fyrirtæki sem bjóða upp á cryptolocker/wall decrypt þjónustur, hef þó aldrei nýtt mér slíkt eða kannað það frekar. Sú leið sem viðskiptavinir hafa viljað fara er bara að borga og fá gögnin óskemmd til baka - þau eru yfirleitt mikið verðmætari en þessi 1-2 BTC sem þarf að punga út.


Einmitt, en ef þú pungar út 1-2btc og færð lykil og decryptar allt saman, hversu öruggur ertu að gögnin læsist ekki aftur við næsta restart?

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 13:09
af AntiTrust
GuðjónR skrifaði:Einmitt, en ef þú pungar út 1-2btc og færð lykil og decryptar allt saman, hversu öruggur ertu að gögnin læsist ekki aftur við næsta restart?


Ert auðvitað alls ekki öruggur með það. Ferlið er að keyra decrypt tólið, afrita gögnin til hliðar, formatta vélina. Maður tekur enga sénsa með svona.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 14:58
af Hnykill
Ekki semja við hryðjuverkamenn.. líttu bara á þetta sem glötuð gögn. annars bara sjá þeir.. "hey þetta virkar" best að herja á næstu veru.

Það var ráðist inná tölvuna þína og allt skemmt.. svo settiru upp nýtt stýrikerfi og tókst nýjar myndir, og gættir þín á þessu þaðan í frá.

Spybot Search & Destroy er eitthvað sem þú hefðir átt að hafa. en það er mjög sjaldséð að svona gerist hérna. segðu þeim að éta skít. formattaðu tölvuna, settu upp Windows 10 og notaðu Spybot Search & Destroy.. þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu næstu 10 árin þá :Þ

Borga fyrir svona. ? ..shit hvað ég hata svona lið :/

Æji ég er svo gamaldags.. á engar fjölskyldumyndir eða svo.. :/ en já.. maður þarf að borga fyrir að fara ótroðnar slóðir býst ég við.. sem er s.s fara inná internetið þessir fjölkyldumeðlimir þínir. myndi ferkar reyna setja harða diskinn í aðra tölu og taka gögnin þaðan frá.. en já.. þetta lið er víst vel kóðum búið :)

Æji eitthvað ! :Þ

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 15:11
af AntiTrust
Þessi þankagangur gengur auðvitað ekki alltaf. Ef það eru gögn sem þú vilt/verður að fá til baka, þá hugsaru auðvitað ekki "ég borga þeim ekki neitt!" heldur bíturu í það súra epli, borgar, og ferð að pæla í backup málunum þínum. Það er aldrei auðveldara að selja fólki backup en rétt eftir svona tilfelli. Fyrir fyrirtæki er þetta bara einföld formúla, hvort kostar meira í vinnutímum að vinna skjölin aftur eða kaupa decryptið. Fyrir heimilisvélar er þetta oftast spurning um tilfinningalegt gildi þess sem gæti tapast - fólk borgar oftast tugi þúsunda hispurslaust ef þetta er allt fjölskyldualbúmið.

Þeir vita að þetta virkar. Bara á síðasta ári tóku þeir inn yfir $300m með cryptowall - þú ert ekkert að fara að sýna þeim neitt með því að neita að borga og tapa gögnunum.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 15:22
af Hnykill
AntiTrust skrifaði:Þessi þankagangur gengur auðvitað ekki alltaf. Ef það eru gögn sem þú vilt/verður að fá til baka, þá hugsaru auðvitað ekki "ég borga þeim ekki neitt!" heldur bíturu í það súra epli, borgar, og ferð að pæla í backup málunum þínum. Það er aldrei auðveldara að selja fólki backup en rétt eftir svona tilfelli. Fyrir fyrirtæki er þetta bara einföld formúla, hvort kostar meira í vinnutímum að vinna skjölin aftur eða kaupa decryptið. Fyrir heimilisvélar er þetta oftast spurning um tilfinningalegt gildi þess sem gæti tapast - fólk borgar oftast tugi þúsunda hispurslaust ef þetta er allt fjölskyldualbúmið.

Þeir vita að þetta virkar. Bara á síðasta ári tóku þeir inn yfir $300m með cryptowall - þú ert ekkert að fara að sýna þeim neitt með því að neita að borga og tapa gögnunum.


Já og ég ætlaði að segja hérna áðan að ég er betur en hlutdrægur í þessu máli. því ég er ekki með nein gögn á tölvunni sem ég get ekki fengið aftur án þess að fara digital leiðina. og þá er ég að meina myndir og annað. En ég hata þetta helvítis pakk svo ógeðlega mikið bara. ."þú tókst myndir af barnabörnunum og ég fór inná tölvuna þína og nú þarftu að borga mér pening til að sjá þessar myndir aftur" fyrst myndi ég formatta tölvuna til að segja þeim að éta skít ef ég ætti þetta annarstaðar. en það síðasta sem ég myndi gera væri að borga þeim svo þeir gæyu haldið áfram að gera þetta við aðra.

Þessi internet heimur er góður í að afkóða DVD, torrent og annað sem fólk vill. hvernig væri að taka á þessu máli ? það er eitt að afkóða tölvuleik svo mörg hundruð þúsund manns ef ekki milljónir geti spilað hann. "torrenta" en þessi skítur ! ..þetta er annað mál, þetta eru persónuleg gögn manna. :/

Shit ég hata þetta lið bara :(

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 21:04
af bigggan
Smá eftiráhyggju:


Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Mið 30. Mar 2016 22:30
af nidur
Ég fékk mér Bitdefender Antivirus 2016
http://www.bitdefender.com/solutions/antivirus.html

Þar er innbyggt ransomeware protection.

low impact og virkar eins og auglýst, valin besta vírusvörnin 2016.

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 05. Apr 2016 15:47
af JohnnyX
Greiddi lausnargjaldið og fékk öll gögn til baka :)

Er búinn að taka backup af öllum gögnunum þeirra núna og kenna þeim aðeins betur á internetið.
Maður vill ekki að þetta endurtaki sig!

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 05. Apr 2016 15:58
af Helgi350
Damn. 1.700 dollarar. Hafa greinilega verið mikilvæg gögn :shock:

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 05. Apr 2016 16:00
af JohnnyX
Helgi350 skrifaði:Damn. 1.700 dollarar. Hafa greinilega verið mikilvæg gögn :shock:


Nefnilega, kom eiginlega ekki annað til greina en að fá þau til baka

Re: Vantar 4.1 BTC

Sent: Þri 05. Apr 2016 21:00
af zedro
Úff ömurlegt að lenda í þessu en gott að þú fékkst gögnin til baka :uhh1