Síða 1 af 1

Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 14:46
af GuðjónR
Er BitCoin að líða undir lok? Það virðist margt benda til þess en hér eru áhugaverðar greinar frá manni sem vann í átta ár hjá google og síðustu fimm ár við BitCoin kjarnann.
https://medium.com/@octskyward/the-reso ... .oa2gkxymx
og
http://www.nytimes.com/2016/01/17/busin ... .html?_r=0

Cryptsy.com lýsti því yfir í morgun að þeir væru að fara á hausinn, kemur reyndar fáum á óvart: http://blog.cryptsy.com/
MintPal fór á hausinn í fyrra og árið á undan Mt.Gox.
BitCoin hefur lækkað um 25-30% í verði í morgun.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 14:55
af worghal
já ekki skrítið að cryptsy fari á hausinn þegar það er stolið 6 miljón dollurum undan þeim.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 15:24
af GuðjónR
worghal skrifaði:já ekki skrítið að cryptsy fari á hausinn þegar það er stolið 6 miljón dollurum undan þeim.

Þessi "meinti" þjófnaður átti að hafa gerst í júlí 2014, samt er því haldið leyndu í eitt og hálft ár?
Síðustu 6 mánuði er búið að vera vesen á þeim og fólk hiklaust bannað af trollboxinu ef það vogar sér að spyrja hvað sé í gangi.
Og fram á síðustu stundu leyfðu þeir fólki að leggja inn vitandi það að þeir myndu aldrei greiða til baka, þetta er ekkert annað en þjófnaður.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 15:58
af dori
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:já ekki skrítið að cryptsy fari á hausinn þegar það er stolið 6 miljón dollurum undan þeim.

Þessi "meinti" þjófnaður átti að hafa gerst í júlí 2014, samt er því haldið leyndu í eitt og hálft ár?
Síðustu 6 mánuði er búið að vera vesen á þeim og fólk hiklaust bannað af trollboxinu ef það vogar sér að spyrja hvað sé í gangi.
Og fram á síðustu stundu leyfðu þeir fólki að leggja inn vitandi það að þeir myndu aldrei greiða til baka, þetta er ekkert annað en þjófnaður.

Þeir taka það reyndar fram að þeir vissu ekki af þessu strax og hafa svo væntanlega verið að spá í því hvað þeir ættu að gera (tala við lögreglu etc.) þangað til þetta er það sem þeir ákváðu.

Við erum að tala um köld veski sem, ef ég skil BTC rétt, eru veski sem eru ekki online á neinni tölvu. Þú býrð það bara til, helst á offline tölvu, og sendir svo pening inná það. Mistökin sem þeir hafa gert er að keyra eitthvað alt-coin veski sem var malware á sömu tölvu og þessi köldu veski eru búin til. Mistök eitt að gera það, mistök tvö að fylgjast ekki með balance á köldu veskjunum til að vita strax af þessu.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 16:12
af GuðjónR
dori skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:já ekki skrítið að cryptsy fari á hausinn þegar það er stolið 6 miljón dollurum undan þeim.

Þessi "meinti" þjófnaður átti að hafa gerst í júlí 2014, samt er því haldið leyndu í eitt og hálft ár?
Síðustu 6 mánuði er búið að vera vesen á þeim og fólk hiklaust bannað af trollboxinu ef það vogar sér að spyrja hvað sé í gangi.
Og fram á síðustu stundu leyfðu þeir fólki að leggja inn vitandi það að þeir myndu aldrei greiða til baka, þetta er ekkert annað en þjófnaður.

Þeir taka það reyndar fram að þeir vissu ekki af þessu strax og hafa svo væntanlega verið að spá í því hvað þeir ættu að gera (tala við lögreglu etc.) þangað til þetta er það sem þeir ákváðu.

Við erum að tala um köld veski sem, ef ég skil BTC rétt, eru veski sem eru ekki online á neinni tölvu. Þú býrð það bara til, helst á offline tölvu, og sendir svo pening inná það. Mistökin sem þeir hafa gert er að keyra eitthvað alt-coin veski sem var malware á sömu tölvu og þessi köldu veski eru búin til. Mistök eitt að gera það, mistök tvö að fylgjast ekki með balance á köldu veskjunum til að vita strax af þessu.

Við fáum örugglega aldrei að vita hvað raunverulega gerðist, þessi gaur sem kallar sig "Big Vern" og á Cryptsy virkar ekkert sérstaklega traustvekjandi á mig, það getur þess vegna verið að hann hafi stolið þessu sjálfur. Manstu hvernig Alex Green aka Ryan Kennedy aka Ryan Gentle fór með MintPal? Cryptsy eru búnir að haga sér vægast sagt mjög undarlega síðustu sex mánuði.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 16:41
af mundivalur
Það eru greinilega nokkrir inni í þessu og fleiri en ég hélt :) En það sem ég hef séð þá gæti þetta bara verið smá hræðslu tími og á að fara aftur upp eftir jan en á meðan heldur etherum að hækka í verði því margir halda að eth taki við af btc.
ég hef haldið mig frá Cryptsy og alveg eins líklegt að þeir hafi bara stolið þessu sjálfir

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 17:20
af dori
Ég er ekki að segja að gæinn hafi ekki gert þetta. Bara það að þeir sem eru á bakvið þessar exchange síður virðist ekkert alltaf vera stórkostlega snjallt fólk og það er ekki komin nein regla á þetta, það er svo margt sem þú getur klikkað á í þessu rekstrarlega.

Ef þetta er það sem hann segir þá getur það alveg hafa tekið þá skammarlega langan tíma að fatta það ef þeir fylgjast ekki með því sérstaklega. Hugsanlega ekki fyrr en á einhverjum tímapunkti þegar það kemur eitthvað "scare" á markaðnum og margir ætla að taka inneignina sína út. Þá kemur í ljós að veskið sem átti að hafa 1000 BTC er óvart tómt. Eða eitthvað þannig. Ég vil gefa benefit of the doubt. "Never attribute to malice that which is adequately explained by stupidity" eins og einhver sagði.

Ætli þetta verði samt ekki rannsakað af einhverjum viðeigandi aðilum núna?

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 17:32
af svanur08
Bara fara fjárfesta í gulli. :happy

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 17:39
af GuðjónR
dori skrifaði:Ætli þetta verði samt ekki rannsakað af einhverjum viðeigandi aðilum núna?

Jú þetta verður rannsakað, spurning hvað kemur út úr því..
http://www.newsbtc.com/2016/01/14/crypt ... ser-funds/

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 17:45
af dori
Jebb jebb, ég átti einhver brot af bitcoin (meira en bara klink en samt ekkert stórmál) þarna inni sem ég gleymdi alltaf að taka út og náði ekki einu sinni að logga mig inn áðan.

Horfi bara á þetta sem glatað fé. Ömurlegt að menn geti ekki verið heiðarlegir og gert þetta almennilega.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 18:56
af appel
BitCoin er búið þegar virðið fer í núll.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 19:02
af HarriOrri
Hvaðan færðu eiginlega að Bitcoin hafi fallið um 25-30% í morgun? Miðað við flestar Bitcoin kauphallirnar þá hafa þeir fallið um 15% í mesta lagi í allan dag

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 20:10
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Er BitCoin að líða undir lok? Það virðist margt benda til þess en hér eru áhugaverðar greinar frá manni sem vann í átta ár hjá google og síðustu fimm ár við BitCoin kjarnann.
https://medium.com/@octskyward/the-reso ... .oa2gkxymx
og
http://www.nytimes.com/2016/01/17/busin ... .html?_r=0

Cryptsy.com lýsti því yfir í morgun að þeir væru að fara á hausinn, kemur reyndar fáum á óvart: http://blog.cryptsy.com/
MintPal fór á hausinn í fyrra og árið á undan Mt.Gox.
BitCoin hefur lækkað um 25-30% í verði í morgun.



Er þá allt sem maður átti hjá Cryptsy horfið?

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 20:30
af appel
Miðað við allt það sem hefur gengið á í BitCoin þá er það furða að BitCoin er ekki orðið einskins virði.

OG ÞAÐ er einmitt það sem margir skilja ekki. Þrátt fyrir allar hrakfararspárnar, hrakfararfréttirnar, svindlin og þjófnað og allt, þá allt eftir allt saman þá er BitCoin nefnilega ekki, einskins virði.

OG ÞAR liggur nefnilega einmitt sönnun þess að BitCoin er stöðugur gjaldmiðill sem heldur virði sínu.

Ég mæli með að menn kaupi BitCoin þegar svartsýnin er hvað mest, og selji þegar bjartsýnin er hvað mest.

Alveg einsog með gull.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 20:46
af HalistaX
Eg er, eða var allavegana, buinn að græða 150 dollares i Btc, þori ekki að kikja nuna. Fannst það topp næs þar sem eg fjarfesti aðeins 20 dollares i þessu upprunalega. Helt að eg gæti grætt enn meir þannig að eg akvað að biða með það að casha ut.
Svo er tolvan min buin að vera að minea Eth siðustu tvær vikurnar og hef eg, með þvi að tradea ofc, grætt sma með þvi lika. Vona að þetta btc dæmi se ekki buið. Ætla bara að biða og sja og ef það er buið þa er eg tæknilega seð bara að tapa þessum 20 dollurum sem eg fjarfesti i þessu upprunalega.

Lifsreynslan við að læra a þetta allt saman og leika ser með þetta er eins og goður tolvuleikur þannig að eg segi, ef btc fer i null; money well spent :D

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 15. Jan 2016 22:32
af GuðjónR
Tiger skrifaði:Er þá allt sem maður átti hjá Cryptsy horfið?

Ég vona að það hafi ekki verið mikið en líklega er það horfið, því miður.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fim 16. Jún 2016 21:30
af mundivalur
Ok vonandi seldu ekki allir bitcoin fyrir pump :D hann á eftir að hækka eitthvað meira en síðan má búast við hruni niður í 550-600$ og búist við næsta vetur 1000$+ per coin
https://bitcoinity.org/markets/bitfinex/USD

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fim 16. Jún 2016 22:00
af appel
Ég endurtek mín orð.
appel skrifaði:Þrátt fyrir allar hrakfararspárnar, hrakfararfréttirnar, svindlin og þjófnað og allt, þá allt eftir allt saman þá er BitCoin nefnilega ekki, einskins virði.


Menn fatta ekki svona hluti. Ef Bitcoin væri verðlaust, yrði verðlaust og stefndi í það, þá væri það orðið verðlaust nú þegar. Bitcoin er einsog gull, algjörlega verðlaus málmur en allir telja að hafa verðgildi.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 17. Jún 2016 02:37
af worghal
appel skrifaði:Ég endurtek mín orð.
appel skrifaði:Þrátt fyrir allar hrakfararspárnar, hrakfararfréttirnar, svindlin og þjófnað og allt, þá allt eftir allt saman þá er BitCoin nefnilega ekki, einskins virði.


Menn fatta ekki svona hluti. Ef Bitcoin væri verðlaust, yrði verðlaust og stefndi í það, þá væri það orðið verðlaust nú þegar. Bitcoin er einsog gull, algjörlega verðlaus málmur en allir telja að hafa verðgildi.

Kalla nú ekki 774$ verðlaust. Jafnvel þótt það færi í 1$ þá væri það ekki verðlaust og mundi ég glaður fjárfesta smá þá.
Held bitcoin stefni heldur ekkert á það að verða verðlaus, sjáandi miðilinn falla í 250$ úr 1500$ og jafna sig í núverandi 774$. Verð að taka undir með þér og segja að svo lengi sem einhver sér virði í honum þá er hann virði einhvers, alveg eins og gull.

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fös 17. Jún 2016 05:36
af ElvarP
appel skrifaði:Ég endurtek mín orð.
appel skrifaði:Þrátt fyrir allar hrakfararspárnar, hrakfararfréttirnar, svindlin og þjófnað og allt, þá allt eftir allt saman þá er BitCoin nefnilega ekki, einskins virði.


Menn fatta ekki svona hluti. Ef Bitcoin væri verðlaust, yrði verðlaust og stefndi í það, þá væri það orðið verðlaust nú þegar. Bitcoin er einsog gull, algjörlega verðlaus málmur en allir telja að hafa verðgildi.



Eða bara eins og venjulegir peningar! :)

Re: Eru dagar BitCoin taldir?

Sent: Fim 22. Des 2016 14:48
af mundivalur
Djöfull að hafa ekki keypt meira af Btc á 300-500$ :D Gleðileg Bitcoin Jól
https://bitcoinity.org/markets/bitfinex/USD