Síða 1 af 1

Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 17:44
af HalistaX
Sælir Námumenn,

Ég er svona að fikta eitthvað, Er soldið mikill byrjandi í þessu en náði samt að Mine'a smá DogeCoin í gær/nótt. Tölvan er í undirskriftinni, var að ná alveg uppí 1,6-2 MH/s þegar það var mest en ég var einungis að fikta í Doge því Blockchainið var MIKLU minna en Bitcoin og var ég að bíða eftir því að Bitcoin Blockchainið kláraðist að downoadast.

Nú er Bitcoin Blockchainið búið að downloadast og ég er að unrara því.
Ég er ekki 100% á því hvert ég á að setja þetta allt saman en grunar að það sé í %appdata%/Bitcoin folderinn, Am I right?
Ókei, thing is, er bara með 120gb SSD með stýrikerfinu og er eiginlega í vandræðum með hvert ég á að setja þetta drasl og var að vonast til þess að þið gætuð sýnt mér einhverja leið til þess að setja Blockchainið á geymsludisk mí stað þess að setja það á SSDinn þar sem hann er ekki botnlaus.

Svo var annað, mælið þið með einhverjum pollum? Á, auðvitað, eftir að prufa þessa sem ég er með https://mining.bitcoin.cz en var bara svona að pæla hvort það væri til eitthvað betra eða virkar þetta kannski ekki þannig?

Prufaði eitthvað Multi pool en ég var einhvernveginn ekki alveg að fatta það, þarf ég að búa til veski fyrir hvern og einn pening?

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 18:37
af HalistaX
Fixd, Færði bara %appdata%/bitcoin möppuna á geymsludiskinn og blockchainið svo bara í hana svo. No problemooo!

Ætla að nota þennan þráð ef ég lendi í einhverjum frekari vandamálum :)

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 18:47
af mundivalur
Þú þarft bara að sækja wallet eins og multibit og það sækir allt fyrir þig og þar er address til að senda og fá send btc frá einhverjum pool
en það borgar sig ekki að mina btc það er allt of hátt Difficulty ,mina frekar ETH hér https://eth.suprnova.cc/ og selja á https://poloniex.com/exchange#btc_eth en gott að safna og bíða eftir að það hækki í verði http://cryptomining-blog.com/?s=ethereum-mining-windows
ég er með ETH veski en nota það ekki heldur sendi ég bara beint frá supernova til polo

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 18:53
af HalistaX
Ó, geturu linkað á mig ETH veskinu, er blockchain inní því? Og ef svo, hvað er það stórt?

EDIT: Never mind, fann þetta á síðunni, eins og ég segi er ég algjör byrjandi í þessu... :baby

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 19:00
af mundivalur
Hér https://github.com/ethereum/mist/releases ég er ekki viss hvað það er orðið stórt núna

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 19:40
af HalistaX
mundivalur skrifaði:Hér https://github.com/ethereum/mist/releases ég er ekki viss hvað það er orðið stórt núna

Þarf ég ekki blockchainið til þess að geta minað ETH? Ég gerði .bat file og ákvað að vippa þessu bara í gang og sjá hvort eitthvað gerðist og viti menn, Dashboard sýnir núna einhver MH/s og estimatear einhver brot úr pening fyrir roundið.

Mynd

Ég var að nota cgminer með Doge þannig að ég kann ekkert á þetta OpenCL og setti þetta í .bat fileinn: ethminer -G -F http://eth-mine.suprnova.cc:3000/*worker*.1/800

Á ég að setja hærra MH/s en 800? Ég hélt að þetta væri frekar fyrir hvert kort en ekki í heildina. Er eitthvað sem ég get gert betur?

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 20:13
af mundivalur
slökkva á þessu fara í my account/my workers og búa til worker td. mitt ethminer -U -F http://eth-us.suprnova.cc:3000/mundivalur.mundi/18
þar sem er 18 hjá mér setur þú 35 því þú ættir að geta náð 40mh/s
svo gera account hjá polinex ,ferð í deposit finnur ETH og færð address http://prntscr.com/9ke7x7
það address setur þú í Payment Address hjá supernova (my account)

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 20:20
af HalistaX
mundivalur skrifaði:slökkva á þessu fara í my account/my workers og búa til worker td. mitt ethminer -U -F http://eth-us.suprnova.cc:3000/mundivalur.mundi/18
þar sem er 18 hjá mér setur þú 35 því þú ættir að geta náð 40mh/s

Núna er ég t.d. að fá 40.27-76.06mh/s, 100% Efficiency, Confirmed: 0.0195 ETH, Unconfirmed: 0.0706 ETH, Round earnings est: 0.0151 ETH,

Á ég samt að breyta 800 í 35?

EDIT: Er búinn að gera worker og er signaður inná hann, deildi bara ekki nafninu á honum því ég hélt að það væri sensitive information en það meikar náttúrulega ekki sense.. Eina sem aðrir geta gert með mínum worker er að minea fyrir mig, right?

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 20:38
af mundivalur
Já það tekur tíma fyrir mh/s að jafna sig en það er gott að skoða oft Efficiency ef þú ert að overclocka mikið
Á ég samt að breyta 800 í 35? það er talað um það að hafa þetta sama og þú ert með í mh/s sem verður líklega 40-50mh/s
og núna sé ég eftir að hafa selt öll 280x kortin mín haha
já ef það er ekki réttur worker þá ert þú að gefa einhverjum þín coin eða öfugt
þú færð 70-100$ á mánuði núna sýnist mér

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 21:18
af HalistaX
mundivalur skrifaði:Já það tekur tíma fyrir mh/s að jafna sig en það er gott að skoða oft Efficiency ef þú ert að overclocka mikið
Á ég samt að breyta 800 í 35? það er talað um það að hafa þetta sama og þú ert með í mh/s sem verður líklega 40-50mh/s
og núna sé ég eftir að hafa selt öll 280x kortin mín haha
já ef það er ekki réttur worker þá ert þú að gefa einhverjum þín coin eða öfugt
þú færð 70-100$ á mánuði núna sýnist mér

Haha já er það ekki, 280x eru alls ekki slæm kort. Hvað ertu með núna?

Annars ætla ég að leyfa þessu að malla í nótt, sé til með að breyta þessu úr 800 í 50 þá bara.

Er kominn með 0.1188 í Confirmed :money

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 22:02
af mundivalur
Ég er bara með 2x 970 en þau eru ekki að virka eins vel fyrir ETH :P þetta er vatnskælt silent og ég nota sjálfur onboard skjá dótið fyrir sjálfan mig :D
Svo er bara fylgjast með verðinu það getur farið hratt upp en virðist ekki fara undir 0,00190 og fór í 0,00223 áðan eftir að einhver/jir keyptu upp(smá pump) fyrir 260btc

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 22:17
af HalistaX
mundivalur skrifaði:Ég er bara með 2x 970 en þau eru ekki að virka eins vel fyrir ETH :P þetta er vatnskælt silent og ég nota sjálfur onboard skjá dótið fyrir sjálfan mig :D
Svo er bara fylgjast með verðinu það getur farið hratt upp en virðist ekki fara undir 0,00190 og fór í 0,00223 áðan eftir að einhver/jir keyptu upp(smá pump) fyrir 260btc

Vá, fyrir 260btc, dayyyuum.

Er sjálfur bara með loftkælingu á kortunum, Club3D kortið hangir alltaf í svona 90-94°C(Hátt? I know right, googlaði það og þá vilja menn meina að þetta sé alveg normal, finnst þetta sjálfum samt alltof hátt og ég er ekki frá því að Speccy sé sammála mér) Skildist á cgminer, þegar ég var að mine Doge í gær, að fan speed á Windforce kortinu væri alltaf svona 5000rpm/s hærra en á hinu, er einhver leið að fínstilla þetta?
Á meðan Windforce/Gigabyte kortið er í svona 74°C. Er með MSI AfterBurner á 100% Fan Speed, efast um að það hafi eitthvað að segja þar sem Automatic var á 90%, en jæja, það er þó eitthvað. Club3D kortið er aðal/Main kortið.

Myndi það eitthvað hjálpa til með hitann að taka hliðina af kassanum? Ég er ekki að fokka í loftflæði og þrýstingi og þess háttar með því?

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 22:27
af mundivalur
Best er að reyna hafa eins mikið loftflæði eins og hægt er td. setja einhverjar auka viftur til að heita kortið fái meira loft en ryk getur verið vesen með tímanum ef þetta er bara í þínu herbergi ,þú skalt bara prufa taka hurðina af og sjá hvað það gerir :)

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 22:37
af HalistaX
Sko til, þetta fór strax niður um nokkrar gráður. Kannski að ég taki helvítis spjaldið frá glugganum sem er á turninum. Veit ekki afhverju þeir hjá Tölvuvirkni gerðu það ekki þegar þeir seldu mér kassann. Hlýtur að vera yfir höfuð betra að vera með þennan glugga sama hvað ég er að gera í tölvuni.

Þetta er í þessum töluðu orðum 82/65°C, Þetta lækkaði hitann um næstum 10°C.
Er líka að fá 85mh/s í þessum töluðu, þetta virðist hafa bætt performance eitthvað smá allavegana, getur það verið?
Drullufínt.

Gemmér Bitcoin addressuna þína svo ég geti lagt inná þig fyrir þessa hjálp og alla future hjálp, á svo sem engann Bitcoin núna en það breytist vonandi eftir svona 2 vikur...

Confirmed: 0.2007 ETH Moneymoneymoneymoneyyyyyy Moneyyy!

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 23:37
af mundivalur
já opna öll lok fyrir performance :D þetta er btc address hjá mér 1GQeBbjpeRWdjaaXoYYSdEX9pK3dEg9834
þú getur sent mér pm ef það er eitthvað fleira :)

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Mið 30. Des 2015 23:48
af HalistaX
Takk kærlega, ég sendi eitthvað smotterí á þig þegar ég fatta þessa exchange síðu og er kominn með nokkra ETH.

Annars var ég bara minding my own beeswax þegar ég skrollaði niður á dashboardinu og sá þetta:
Mynd

Lítill heimur, huh? :P

Hvenar á ég von á því að geta fengið svona?

Re: Hvar get ég sett Blockchainið /Bitcoin

Sent: Fös 01. Jan 2016 01:04
af HalistaX
Gleðilegt nýtt ár allir.

Smá update á mig;

Þetta er allt að gerast :D