ISX - Ný crypto kauphöll opnar fljótlega

Auroracoin - Bitcoin - Litecoin og allir aðrir rafpeningar.
Uppsetning á clientum, kaup og sala.

Höfundur
EinsteinZ
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Mið 02. Apr 2014 15:49
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

ISX - Ný crypto kauphöll opnar fljótlega

Pósturaf EinsteinZ » Fim 19. Nóv 2015 14:58

ISX er ný crypto kauphöll sem mun opna á næstu misserum. Til að byrja með þá verður aðeins hægt að kaupa og selja Auroracoin fyrir íslenskar krónur. Seinna verður þó bætt við Bitcoin og mögulega öðrum gjaldmiðlum. Ef einhver hér er áhugasamur þá er hægt að skrá sig í beta prófanir á http://isx.isSkjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14672
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1246
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: ISX - Ný crypto kauphöll opnar fljótlega

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Nóv 2015 16:24

Er ekki full snemmt að auglýsa þetta strax? Þið verðið væntanlega að bíða eftir að gjaldeyrishöftum verði aflétt og það er sýnd veiði en ekki gefin.
Höfundur
EinsteinZ
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Mið 02. Apr 2014 15:49
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: ISX - Ný crypto kauphöll opnar fljótlega

Pósturaf EinsteinZ » Fim 19. Nóv 2015 18:46

GuðjónR skrifaði:Er ekki full snemmt að auglýsa þetta strax? Þið verðið væntanlega að bíða eftir að gjaldeyrishöftum verði aflétt og það er sýnd veiði en ekki gefin.


Þetta kemur gjaldeyrishöftum í raun ekkert við. Það brýtur hvorki á lögum né reglum seðlabankans að nota eða versla með netgjaldmiðla. Eina takmörkunin sem er til staðar er að það fást ekki undanþágur frá gjaldeyrishöftum til að kaupa Bitcoin eða aðra netgjaldmiðla. Þetta erum við með skriflegt frá seðlabankanum og höfum einnig fengið opinber svör frá fjármálaeftirlitinu og fjármálaráðuneytinu.

Þannig að kauphöllin opnar á næstu vikum.