Smá pæling um kaup/sölu milli ISK og AUR

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Smá pæling um kaup/sölu milli ISK og AUR

Pósturaf ManiO » Sun 30. Mar 2014 13:29

Nú eru margir að skipta utan markaða úr AUR í ISK og öfugt. Væri ekki sniðugt að setja upp markaðssíðu sem að myndi auðvelda fólki slíkt? Það myndi einnig hafa í för með sér að hægt væri að fylgjast með genginu milli AUR/ISK með meiri nákvæmni heldur en staðan er í dag (AUR -> BTC -> ??? -> ISK). Myndi einhver hér nýta sér slíka þjónustu?

Annað sem ég var að velta fyrir mér, er varðandi mining og íslensk fyrirtæki. Orkuverð á íslandi er lágt miðað við önnur lönd og því ætti að vera býsna hagstætt útfrá orkukostnaði að minea crypto-gjaldmiðla hér. Mig grunar einnig að það séu tímarammar þar sem að ekkert álag sé á reiknigetu tölvusamstæðu innan fyrirtækja, sem hægt væri að nýta í að mine-a. Því fleirri fyrirtæki sem að myndu nýta sér þetta myndi einnig leiða til þess að ólíklegra væri að AUR yrði í hættu á svokallaðari 51% árás. Hvað fyrirtækin myndu svo nota AUR-ana í er svo eitthvað sem að þyrfti að huga að.

Eða er ég bara í ruglinu?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."