Síða 1 af 11

Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 17:23
af iceBTC
Óska eftir því að kaupa bitcoin fyrir 330 kr stk.
100 BTC = 33000 kr
10 BTC = 3300 kr
1 BTC = 330 kr
0.1 BTC = 33 kr

nánari upplýsingar um bitcoin á http://bitcoin.org

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 17:33
af GuðjónR
Ég hef nú aldrei heyrt af þessu áður...hvað er þetta?
Nýtt pýramída scam frá nígeríu?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 17:36
af gardar
GuðjónR skrifaði:Ég hef nú aldrei heyrt af þessu áður...hvað er þetta?
Nýtt pýramída scam frá nígeríu?



Neibb, þetta er legit.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bitcoin

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 17:49
af Zethic
gardar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég hef nú aldrei heyrt af þessu áður...hvað er þetta?
Nýtt pýramída scam frá nígeríu?



Neibb, þetta er legit.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bitcoin



Er þetta legit útaf því að þetta er á wikipedia ?

Mér finnst þetta voðalega dubious.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:00
af Saber
Ég hef séð Bitcoin koma upp margoft. Ég held að þetta sé legit.

Basically bara virtual currency. Eiginlega bara þarft fyrir alla þessa virtual vörur og þjónustur.

http://www.youtube.com/watch?v=Um63OQz3bjo

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:00
af Gúrú
Hann græðir ~15 krónur per BTC á þessu verði sínu og fær að circumventa gjaldeyrishöftin
þegar að hann selur þá fyrir erlendan gjaldeyri. :)

Það sem að hann gæti líka verið að gera er að reyna að tradea þá fyrir hagnað hérna heima, en ég efa það.

Þetta er ekki stöðugasti gjaldeyririnn og nýlega droppaði hann gríðarlega við ákveðið svindl hjá einhverju BTC fyrirtæki
og þetta gerðist (Verð í USD) :
Mynd

Ef að hann er að sanka að sér BTC fyrir (gagnslausar) íslenskar krónur og vonar að BTC hækki aftur upp í >$20
þá getur hann grætt umtalsvert magn peninga.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:12
af gardar
Zethic skrifaði:
gardar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég hef nú aldrei heyrt af þessu áður...hvað er þetta?
Nýtt pýramída scam frá nígeríu?



Neibb, þetta er legit.

http://en.wikipedia.org/wiki/Bitcoin



Er þetta legit útaf því að þetta er á wikipedia ?

Mér finnst þetta voðalega dubious.



Nei fyrirgefðu, hér er ritrýnd heimild:
http://search.ebscohost.com/login.aspx? ... ehost-live

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:13
af iceBTC
Gúrú skrifaði:Hann græðir ~15 krónur per BTC á þessu verði sínu og fær að circumventa gjaldeyrishöftin
þegar að hann selur þá fyrir erlendan gjaldeyri. :)


Gúru, gengið er mjög flöktandi og því allt eins líklegt að það hafi lækkað á morgun, því er þetta væg risk-premium sem ég set á þetta.
BTC er hægt að nota til að kaupa vörur og þjónustu, spila online poker og stunda öll viðskipti sem möguleg eru á netinu.
hér er listi yfir nokkra þá möguleika sem BTC býður uppá nú þegar; en listinn er alls ekki tæmandi:
https://en.bitcoin.it/wiki/Trade

á þessum lista er eitt íslenskt fyrirtæki.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:15
af inservible
Er það bara ég eða er þetta bitcoin MJÖG kjánalegt allt saman?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:16
af gardar
inservible skrifaði:Er það bara ég eða er þetta bitcoin MJÖG kjánalegt allt saman?


Hvað er kjánalegt við gjaldmiðil sem er ekki stjórnað af ríkisstjórnum?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:22
af inservible
"The wallet encryption feature introduced in Bitcoin version 0.4.0 did not sufficiently secure the private keys. An attacker who managed to get a copy of your encrypted wallet.dat file might be able to recover some or all of the unencrypted keys and steal the associated coins."
Tekið af bitcoin.org

Öryggisatriði fyrst og fremst og hver tryggir þennan gjaldeyri þá enginn?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:24
af GuðjónR
En hvað er á bakvið þetta?
Þegar ríkið gefur út krónur eða dollara eða hvað sem er þá er ríkissjóður, t.d. skuldabréf, gull, olía eða eitthvað annað á bakvið.
Hvað ræður gengnu? Getur þetta verið á genginu 1 á morgun eða 20? Og hvað stjórnar því? Og hver græðir ef það hækkar/lækkar?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:28
af iceBTC
inservible skrifaði:Öryggisatriði fyrst og fremst og hver tryggir þennan gjaldeyri þá enginn?


Nei enginn tryggir hann, en þú þarft ekki að hafa peninginn inná wallet í tölvunni þinni. Það eru mun fleiri möguleikar, fullt af bönkum sem geyma myntina. En þar er þetta líka misjafnlega öruggt að sjálfssögðu. Sé samt ekki hvað er kjánalegt við það? Með tímanum koma bara upp öruggari bankar sem maður fer að treysta og borga þeim fee fyrir að geyma BTC sitt. Þá verða menn sem búa til varnir gegn þjófnaðinum. Gæti þessvegna verið Íslenskur banki með auðkennislykli, ef þeir fá áhuga á þessu.
En Bitcoin er ekki heimskulegri en dollar eða evra, þar sem stanslaus ófyrirséð prentun á peningnum á sér stað.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:39
af Arnarr
Áhugavert að lesa þetta https://en.bitcoin.it/wiki/Myths

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 18:53
af Gúrú
iceBTC skrifaði:Gúru, gengið er mjög flöktandi og því allt eins líklegt að það hafi lækkað á morgun, því er þetta væg risk-premium sem ég set á þetta.


Það sama með íslenska krónuna, það sama með íslensku krónuna og það á ekki við að tala um risk-premium þegar að gróðinn
sem að ég nefndi miðaðist við tilboðið þitt og það sem að aðrir eru tilbúnir að borga á sama tímapunkti.

Verð sem að aðrir eru tilbúnir að bjóða fyrir BTC: 345 krónur "equivelant" (mun, mun meira ef að við tölum raunsætt um gengi krónunnar)
Verð sem að þú ert tilbúinn að bjóða fyrir BTC: 330 krónur.

Það er ekkert flókið hérna og þetta er ekki 'vægt' risk-premium ef að aðrir eru greinilega búnir að undirbjóða það. ;)

Takk samt fyrir að benda mér á flöktin, sá þau ekki á myndinni sem að ég póstaði. :)

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 19:08
af iceBTC
Gúru, þetta er einfaldlega það sem ég er tilbúinn að borga fyrir bitcoin. Ef eitthver vill selja fyrir krónur, það er erfitt að miða við eitthvað áætlað gengi í raungengi krónunnar. Raungengi krónunnar er það gengi sem seðlabankinn gefur upp, það er hvergi hægt að fá fleiri krónur fyrir sömu upphæð. Slík tíð er liðinn og var aðeins nokkra mánuði eftir hrunið. Núna er eina leiðin að fá krónur er á gengi Seðlabankans. Vilji menn skipta í gegnum Mt.gox eða TradeHill þá er viðskitpakostnaður þar yfir á eitthvern annan reikning og síðan er viðskiptakostnaður af honum yfir á íslenskan reikning eða kredit kort.
Þannig væntanlega ertu þá kominn í sömu upphæð ef ekki lægri.

Það er því ekkert markmið að vera með eitthvað svívirðilegt tilboð hérna.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 19:46
af inservible
Ég finn skítalykt af þessu öllu saman :hugenose

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 19:57
af Gúrú
iceBTC skrifaði:Gúru, þetta er einfaldlega það sem ég er tilbúinn að borga fyrir bitcoin.


Og... var ég að að segja annað? Upphaflega innleggið mitt var bara opinber tilkynning og útskýring til Vaktara fyrir Vaktara og átti það
að vera mitt síðasta í þessum söluþræði þínum,
þú hins vegar ákvaðst að "svara" því með einhverju sem að ég er ósammála og núna ertu að svara því svari með augljósri staðreynd
og fleiri hlutum sem að ég er vægast sagt ósammála.

Stundum er betra að sleppa því að svara ef að þú vilt ekki að söluþráðurinn þinn fyllist af hlutum sem að líta neikvæðir út.

Það er mögulega það allra heimskulegasta sem að ég hef lesið í allan dag, og ég hef verið að surfa vefinn,
að það sé bara hægt að fá krónur hjá Seðlabanka Íslands/á gengi hans, þegar að hér búa 320.000 manns sem að öllum vantar gjaldeyri
og þúsundir hafa verið að flytja í burtu. Hvað gerist þegar að þú átt krónur, getur ekki notað þær á áfangastaðnum og getur ekki skipt
þeim fyrir nothæfan gjaldeyri? Það að undirbjóða Seðlabankaverðið er þitt eina val, Seðlabankaverðið er. ekki. raunverðið.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 19:59
af einarhr
Á þetta virkileg heima hér á Vaktinni?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 20:12
af gardar
einarhr skrifaði:Á þetta virkileg heima hér á Vaktinni?


Afhverju ætti þetta ekki að heima hér?

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 20:12
af Haxdal
einarhr skrifaði:Á þetta virkileg heima hér á Vaktinni?

imo þá má þetta alveg vera hérna .. Bitcoins er bara electronisk vara sem gengur kaupum og sölum einsog hvað annað. Væri alveg hægt að bera þetta saman við accounta eða charactera í MMO leikjum sem ganga kaupum og sölum.
Burtséð frá því hvað fólki finnst um Bitcoins, hvort þetta sé eitthvað ponzi scheme eða svindl eða hvað, þá er fólk sem notar þetta svo ég get ekki séð neina ástæðu af hverju hann mætti ekki auglýsa eftir bitcoins til að kaupa.

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 20:28
af iceBTC
Pælingin var einnig að koma af stað virkni með þetta hér á landi, það er að sjálfsögðu rétt að maður getur eflaust selt gjaldeyri hérna á svörtum markaði fyrir hærri upphæðir, en kannski spurning með rafrænt. Ég skal ekki segja, en ég er heldur ekki í neinum gjaldeyrisbrask hugleiðingum.

Eins og þeir vita sem hafa kynnt sér bitcoin, þá eykst peningamagnið um ákveðið mikið fram til ársins 2033.
Þeir sem fá aukið magn peningana eru þeir sem keyra áfram svo kallaða minera á skjákortunum sínum, þeir deila með sér aukningunni eftir þeim hlutföllum sem þeir keyra skjákortin sín áfram og eftir hraða og afli þeirra. http://tinyurl.com/82qm6np
Magnið mun minnka yfir árin og verður síðan aldrei meira en 21milljón bitcoins til í heiminum. (þetta er gert til að búa til dreifingu á þessari mynt)

Ein ástæðan fyrir því að ég set þetta hér, er að ég býðst til að kaupa þessar tölvueindir. Og þar með í leiðinni að hvetja fólk sem á góðar tölvur að kynna sér þetta mining á meðan það stendur yfir þannig útbreiðslan ná hingað til lands. Með þessu tilboði er ég er að reyna sína fólki að það getur látið tölvurnar sínar búa til verðmæti á nóttinni og þarf ekki endilega að taka áhættu á neinu og getur fengið smá gróða útá það með því að selja mér eitthvað af því og gert það sem því langar fyrir peningin eða notað bitcoins á netinu í allt mögulegt.

Í dag eru 7.780.000 bitcoins til í heiminum í lok árs 2012 verða þeir orðnir 10.5 milljón og mun þa fjöldun þeirra fara að dragast saman samanber þessa mynd hér; Mynd

Það er því ekki slæmt fyrir ísland ef þessir peningar fara komast í umferð hér á landi, þar sem þeir eru nú þegar notaðir um allan heim;
Mynd

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 20:31
af gardar
iceBTC, hefur þú sjálf/ur ekkert verið í mining? :)

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Fim 01. Des 2011 20:56
af iceBTC
Nei, ég hef bara nýverið mikið verið að kynna mér þetta.
Hef reynt að kaupa þetta í gegnum https://mtgox.com og https://www.tradehill.com/.
En það eru fáar leiðir í boði með kredit kortið. Hef tekist að sníkja eitthvað sára lítið, þar sem mögulegt er að notast við þetta í mörgum einingum 0.00000000.
Átta aukastöfum í það minnsta og fékk ég smá sent á reikning hjá mér til að prufa þetta bara. Virkilega þægilegt að senda greiðslurnar og þær koma mjög hratt, eins og í tölvupósti. Á hverjum degi er að verða til ný þjóunsta sem tekur við þessu og til verða nýjar síður í kringum þetta. Það er því aðeins jákvætt fyrir ísland ef menn færu útí að minea svolítið af þessu hingað og nýta þetta rafmagn sem við höfum.
http://www.youtube.com/embed/eLt8Se3vVNg

Re: Bitcoin (330kr)

Sent: Lau 02. Nóv 2013 12:11
af GuðjónR
iceBTC skrifaði:Óska eftir því að kaupa bitcoin fyrir 330 kr stk.
100 BTC = 33000 kr
10 BTC = 3300 kr
1 BTC = 330 kr
0.1 BTC = 33 kr

nánari upplýsingar um bitcoin á http://bitcoin.org


Ohh djöfull hefði maður átt að kaupa þetta!
Í dag kostar hver bitcoin um 25 þúsund íslenskar krónur.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/1 ... milljonum/